Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 33
» NÁM «
LOKAVERKEFNI RANNSÓKN/RITGERÐ
Siðfræöi heilbr.þjón. Rannsóknirsiðfr.
Stjórnun heilbr.mála Kennslufr. og menntun heilbr.stétta
Stjórnunarkenningar Kennslufræði
Hjúkrunarstjórnun Kennslutækni
Aðferðafræði - Tölfræði - Hjúkrunarrannsókn
Hjúkrunarvísindi - Hjúkrunarþjónusta
(Tengsl: Vísindi <> nám <> vinna)
V2 ár Próf í heimspekilegum forspjallsvísindum
1
1 ár | 1 árstarfsreynsla(100%)
_L
3ár Hjúkrunarnám
3. önn
2. önn
1. önn
AVD
Fyrsti
hluti
I
AVD
inn 35 nemendur á ári. Ég vek einnig
athygli á að eftir að hafa fengið inn-
göngu þarf maður að sækja skriflega
um að fá annað framhaldsnám
metið. Ég mæli með því að það sé
gert sem allra fyrst, því oft taka hlut-
irnir lengri tfma en maður heldur. Til
gamans má geta þess að stjórnunar-
nám mitt var metið sem 1 ár eða 2
annir í fyrsta hluta.
Ilver var umsóknarfrestur?
- Umsóknarfresturíháskólanner
1. apríl en í sjálfa deildina 1. júlí.
Það er verið að vinna að samræm-
ingu á umsóknarfrestinum og yrði
hann þá væntanlega 1. apríl. Fyrsti
hluti í hjúkrunarnáminu byrjar alltaf
í janúar.
Hvernig var námið byggt upp og
hvað varþað langt?
- Þetta nám er u.þ.b. 3 ár (sjá
mynd 1). Rannsókn eða ritgerð þarf
að skila innan 3ja ára frá síðasta
prófi úr öðrum hluta. Pau fög sem
eru kennd eru m.a.: í fyrsta hluta, 1.
önn: Hjúkrunarkenningar m.t.t.
hjúkrunarsögu og heimspeki. Hjúkr-
unarhugtök, innihald, aðferðir og
notkun í starfi. Hjúkrun sem vísinda-
grein, röksemdafærsla og siðfærði.
2. önn: Aðferðafræði, tölfræði,
hjúkrunarrannsóknir. 3. önn: Val
milli stjórnunarkenninga, hjúkrun-
arstjórnunar annars vegar og
kennslufræði og kennslutækni hins
vegar.
í öðrum hluta, 1. önn: Hjúkrunar-
vísindi, hjúkrunarþjónusta. Val
milli stjórnunar heilbrigðisþjónust-
unnar eða náms heilbrigðisstétta. 2.
MYND 1
önn: Val milli siðfræði heilbrigðis-
stétta eða rannsóknir og siðfræði.
Námsmat fer bæði fram í formi prófa
og verkefna sem eru einstaklings-
verkefni. Til þess að mega stunda
nám í öðrum hluta þarf maður að ná
2,7 í meðaleinkunn úr fyrsta hluta.
Einkunnaskalinn er frá 1.0 sem er
best til 6.0, en 4.0 er fall.
Finnst þér námið erfitt?
-Pað sem kannski var erfiðast í
fyrstu var að lesa ensku og þýða yfir á
norsku. Á fyrstu önninni voru tungu-
málaerfiðleikar, því ég var slök í
skandinavísku. Það bjargaði mér að
ég er sterk í ensku, því stór hluti
námsefnisins er á ensku. Bekkjar-
félagarnir hjálpuðu mér þó hvað
mest, en þeir voru einstaklega hjálp-
samir. Kennsluaðferðir eru aðallega
45 mín. fyrirlestrar en mikið þarf að
lesa og því óhætt að segja að þetta sé
að stórum hluta sjálfsnám.
Hvaða prófgráðu fœrð þú að námi
loknu?
- Varðandi prófgráðu þá langar
mig að geta þess að hér í Noregi
lýkur háskólanámi ekki t.d. með BS
eða MS gráðu heldur verður maður
cand. mag., cand polit. eðadr. polit.
Ekki er endanlega ljóst hvert heiti
prófgráðu þessa náms verður, þar
sem styrr stendur um það hvort
námið eigi að tilheyra læknadeild
eða samfélagsdeild. Hjúkrunar-
deildin vill hins vegar helst standa
ein og sér, því fær maður í dag titii-
inn kandidat í sykepleievitenskap
sem samsvarar prófgráðu að loknu 6-
7 ára háskólanámi í t.d. læknisfræði
(cand. med), hagfræði (cand. oecon)
eða félagsfræði (cand. sociol).
Þrír háskólar í Noregi bjóða upp á
nám í hjúkrunarvísindum. Bergen-
háskóli reið á vaðið 1980, deildin þar
er innan samfélagsdeildar. Námið
þar er byggt upp á annan hátt en í
Osló en sömu inntökuskilyrði eru og
í Osló. Háskólinn í Bergen er eini
skólinn sem býður upp á nám í dokt-
orsgráðu. Það nám tekur ca. 2Vi ár
að loknu cand. polit.
Árið 1987 hófst framhaldsnám
fyrir hjúkrunarfræðinga við háskól-
ann í Tromsö. Þar er ekki nauðsyn-
legt að hafa lokið prófi í heimspeki-
legum forspjallsvísindum fyrr en
eftir fyrsta hluta eða áður en nám
hefst í öðrum hluta. Inntökuskilyrði
eru þau sömu. Hjúkrunardeildin í
Tromsö tilheyrir deild fyrir fram-
haldsnám heilbrigðisstétta. Athygl-
isvert við námið í þessum háskólum
er að hjúkrunarnám, eins árs starf-
saldur svo og próf í heimspekilegum
forspjallsvísindum er metið til 4XA
árs náms í háskóla (sjá mynd 1).
Hefur námið haft áhrif á faglega
sjálfsmynd þína?
- Svo sannarlega hefur námið
breytt faglegri sjálfsmynd minni. Því
nýr heimur opnaðist fyrir mér innan
hjúkrunar. Ég hef nú hlustað á fyrir-
lestra og lesið námsefni sem ég nán-
ast leit ekki við áður, t.d. hjúkrun
sem vísindagrein og þróun á hug-
tökum innan hjúkrunar. M.t.t. míns
áhugasviðs, stjórnunar, þá styrkir
það mann óneitanlega að hafa fengið
svo breiða umfjöllun um heilbrigðis-
þjónustuna. Áhugi hefur vaknað hjá
mér hvað mest að því er lítur að
starfsmannastjórnun. Markmið mitt
með því að fara í frekara nám var
fyrst og fremst að verða hæfari til að
gegna stjórnunarstöðu. Námið mun
tvímælalaust nýtast mér í starfi.
Ef einhver vill fá frekari upplýs-
ingar, þá er ykkur velkomið að hafa
samband við mig.
Hulda Gunnlaugsdóttir
Jens Bjelkesgt. 60
L. 612
0652 Oslo 2, sími (2) 57-12-69
HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur 29