Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 34
Hrönn Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri Hugmyndir að heilsuskóla Hugmyndin að heilsuskóla gœti einfaldlega verið kjörorð Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Við þekkjum öll skilgreiningu hennar á heilbrigði, en við vitum einnig að til eru margar mismunandi skoðanir og gildismat á heilbrigði ogsama gildir um heilbrigðisfræðslu. En hvað er heilbrigði? Orðabók Menningarsjóðs segir eftirfarandi um orðið heilbrigði: Það að vera heill, hraustur, sjúkdómalaus, líða vel líkamlega, andlega og félagslega. Þetta er ekki einfalt mál sem allir leggja sama skilning í, þvert á móti hefur mönnum reynst erfitt að koma sér saman um skilgreiningu á heil- brigði. Vænta má að í gegnum lífið sveiflist einstaklingar á milli góðrar og slæmrar heilsu, en mikilvægast er hvort þeir geti haft áhrif á hana. Þeirri spurningu getum við hiklaust svarað játandi. Þó að við getum ekki alfarið stjórnað heilsunni þá höfum við áhrif á hana sjálf. Hvernig höfum við áhrif á eigið heilbrigði? - Með þekkingu á líkamanum og okkur sjálfum. - Með þekkingu á frumþörfum mannsins. - Með þekkingu á þeim þáttum í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan og ástand. Sjálfsbjörg eða sjálfsumönnun er lykilatriði. Liður í sjálfsbjörg er að þykja vænt um sjálfan sig og sinna sjálfum sér vel. Sjálfsbjörg er athafnir sem einstaklingurinn hefur frumkvæði að og framkvæmir á eigin spýtur til að viðhalda lífi, heilsu og vcllíðan. Sjálfsbjörg er persónulegt framlag einstaklingsins til eigin heilsu og vellíðunar; að einstakl- ingurinn taki ábyrgð á eigin heilsu og nýti sér hina ýmsu möguleika sem til eru til að auka gæði heilsunnar og lífsins. Hvernig má öðlast sjálfs- björg? Með því að vera tilbúinn að læra og nýta sér þá þekkingu sem maður hefur tileinkað sér. Heilbrigðisþekking flokkast einnig undir grundvallarmannréttindi. Það er sú þekking sem hefur áhrif á líf og heilsu einstaklingsins. Almenningur sækist í auknum mæli eftir heilbrigð- isfræðslu og fólk telur sig eiga rétt á að fá upplýsingar um hluti sem varða heilsu þess. Þekking er afl og fræðsla tæki til að gera fólki kleift að stjórna lífi sínu og/eða heilsufari. Heilbrigðisfrœðsla þarf að vera tvíþætt. í fyrsta lagi verður frœðslan að innihalda nœgar upplýsingar til þess að einstaklingurinn geti tekið raunhœfa ákvörðun um hvort hann vilji ástunda lifnaðarhœtti, sem eru heilbrigðishvetjandi. í öðru lagi verður frœðslan að miðast við að auðvelda, viðhalda og koma heilsu- samlegum lifnaðarháttum afstað. Hvernig má haga slíkri fræðslu? Augljóst er að miðla má fræðslu til margra einstaklinga samtímis ef farið er eftir skipulagi og markvissri námsáætlun. Á þann hátt næst vinnu- hagræðing, tímasparnaður og fjár- hagslegur sparnaður. Þó skulu þarfir hvers einstaklings eftir sem áður sitja í fyrirrúmi. Heilbrigðisfræðsla er ferli sem hefur þann tilgang að miðla þekkingu og hjálpa einstaklingi til að læra hluti sem auðvelda honum að lifa ánægjulegu lífi, bœta andlega og líkamlega heilsu hans. Aðferðir og innihald heilbrigðisfræðslu er breyti- legt en tilgangurinn er ætíð sá sami, sem er að miðla einstaklingi hug- mynd og gera hann hæfari að takast á við þau vandamál sem geta hindrað heilbrigði hans og forðast sjúkdóma. Heilbrigðisfræðsla hefur þróast mjög ört á síðustu árum. Enda langt síðan að hjúkrunarfræðingar endur- skoðuðu stöðu sína og gerðu sér grein fyrir hvað raunverulega felst í því að hjálpa fólki í veikindum þess, þ.e.a.s. mikilvægi þess að virkja lækningamátt skjólstæðinga okkar samanber orð Albert Schweitzer er sagði: „Sérhver sjúklingur ber sinn eigin lækni innra með sér. Þeir koma til okkar vitandi þennan sannleika. Okkur tekst best upp þegar við gefum lækninum sem býr innra með sérhverjum sjúklingi færi á að hefjast handa“. Til hvers heilsuskóla og fyrir hvern? Heilbrigðisþjónustan er þríþætt, það er heilsurækt, heilsu- vernd og lækning. Fólk sem sækir um dvöl á heilsuskóla eða heilsuhæli kemur vegna einhverra fyrrgreindra þátta. Það er komið til að læra nýjan lífsstíl, leita sér lækninga eða til endurhæfingar eftir veikindi. Fólk sem sækir til slíkra stofnana er með- vitað og tilbúið að taka ábyrgð á heilsu sinni sjálft ef það fær viðeig- andi fræðslu og ráðgjöf. Hópar sem 30 HJÚKRUN %i - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.