Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 38

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 38
Guðmunda Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur Starfsmannaheilsuvernd byggð á heilbrigðishvatningu Grein þessi er byggð á erindi semflutt var á ráðstefnu í Glasgow um starfsmanna- heilsuvernd á vegum Royal College of Nursing. í stuttu máli mun ég gera grein fyrir hvernig undirbún- ingi og þróun starfsmanna- heilsuverndar er háttað við Heilsugœslustöðina Sólvang, Hafnarfirði og að hvaða niður- stöðum við höfum komist. Einnig mun ég gera grein fyrir hvernig ég hef notað Hanasaari hugmyndafrœði- líkanið og finnska þríhyrn- inginn sem stoðgrind til að hrinda starfsmannaheilsu- vernd íframkvœmd, draumur sem ég hefátt í 4 ár. Ég vinn við Heilsugæslustöðina Sólvangi, Hafnarfirði. í Hafnarfirði búa um 16.000 manns. Heilsugæslu- stöðin Sólvangi er eina heilsugæslu- stöðin í Hafnarfirði. Við hana vinna 7 heimilislæknar, 14 hjúkrunarfræð- ingar, 1 ljósmóðir, 3 sjúkraliðar auk annars starfsfólks, um 42starfsmenn. 1. september 1988 var starfsemi stöðvarinnar flutt í nýtt húsnæði. í kjölfar þessara flutninga urðu miklar skipulagsbreytingar. Áður hafði öll starfsemin verið hólfuð niður í ein- ingar, s.s. lækningastofur, ungbarna- eftirlit, heimahjúkrun o.s.frv. í dag er öll starfsemin undir einu þaki og aðaláherslan lögð á teymisvinnu. Meginhugmyndafræðin er heildræn fjölskylduþjónusta (Holistic family health service and care). Skipulag teymisvinnunnar 4 læknar og 4 hjúkrunarfræðingar skipa eitt teymi. Þessu teymi er svo skipt í 2 einingar eða 2 + 2, þannig að 2 hjúkrunarfræðingar veita skjól- stæðingum 2ja ákveðinna lækna þjónustu. Hver fjölskylda hefur sinn heimilislækni. Hlutverk mitt í þessu teymi er heimahjúkrun og móttaka á skyndi- vakt stöðvarinnar. Sérverkefni mitt er að meta hvernig hægt er að tengja starfsmannaheilsuvernd við aðra starfsemi stöðvarinnar. Árið 1980 voru á Alþingi íslend- inga samþykkt lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. I þessum lögum eru ákvæði um að fyrirtæki skuli gera skriflegan samning við heilsugæslu- stöð eða næsta sjúkrahús um þjón- ustu til handa starfsmönnum til að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. í lögum um starfsemi heilsugæslu- stöðva er tekið fram að sinna skuli atvinnusjúkdómavörnum, en at- vinnutengdir sjúkdómar eru einn þáttur innan starfsmannaheilsu- verndar. Við höfum nær frjálsar hendur með hvernig við viljum framkvæma og veita þessa þjónustu við Heilsu- gæslustöðina Sólvangi, Hafnarfirði. í Hafnarfirði eru flest fyrirtæki smá á evrópskan mælikvarða. Meðal- starfsmannafjöldi í einu fyrirtæki er 30 til 49 starfsmenn. Eitt stóriðju- fyrirtæki er þó í Hafnarfirði, ísal, með um 600 starfsmenn. Annað stór- iðjufyrirtæki er að rísa upp, en það er Stálverksmiðja. Þetta eru einu stóriðjufyrirtækin á svæðinu og reyndar tvö af fjórum á öllu landinu. Flest störf í Hafnarfirði eru í heil- brigðisþjónustu, byggingariðnaði, verktakastarfsemi, verslun og þjón- ustu og fiskiðnaði. Á þessu ári erum við að prófa okkur áfram með að vinna sam- kvæmt áðurnefndum vinnuverndar- lögum. Við höfum lokið við að skilgreina starfsemina og setja fram markmið og leiðir. S.l. haust gengum við til samstarfs við tvö fyrirtæki í Hafnarfirði. Annað í fiskiðnaði, en þar vinna um 60 starfsmenn, og hitt er banka- stofnun með eitt útibú, þar eru um 70 starfsmenn. í báðum fyrirtækjunum eru konur í meirihluta, en vinna gjörólík störf. Ég mun síðar í þessari grein segja frá þessu samstarfsverk- efni. Árið 1988 hafði ég þá ánægju að vera íHanasaari í Finnlandi, þar sem Hanasaari hugmyndafræðilíkanið varð til. Ég hef reynt að kynna þetta líkan fyrir þeim hjúkrunarfræðingum sem ég vinn með, þó ég hafi mest notað það fyrir sjálfa mig, til að skilgreina hlutverk mitt sem hjúkr- unarfræðingur í starfsmannaheilsu- vernd. í þessu sambandi langar mig að vitna í skilgreiningu á hlutverki 34 HJÚKRUN 2/91 - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.