Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Qupperneq 39
» FAGMÁL «
hjúkrunarfræðings, sem starfar við
starfsmannaheilsuvernd.
- Starfsmaður sem ber umhyggju
fyrir sjúkum og særðum, en vinnur
einnig af krafti við að fyrirbyggja
slys, sjúkdóma og við að efla heil-
brigði.
- Starfsmaður þar sem vinnustaður-
inn er ekki meðferðarstofnun eða
móttaka heldur verkstæði, skrif-
stofa, verksmiðja eða hvert það
svæði þar sem einhver er að
störfum.
- Starfsmaður sem vinnur í
umhverfi auglýsinga og verður
sífellt að meta þrýsting vegna
auglýsinga og áhrifa þeirra (t.d.
kraftaverkamegrunarkúrar).
Eftir að ég kom heim frá Hana-
saari hafði hugmyndin um hvað
starfsmannaheilsuvernd væri, skýrst
til muna í huga mér og þá um leið hve
hún fellur vel að þeim starfsað-
ferðum sem notaðar eru innan heilsu-
gæslunnar. Raunar finnst mér,
miðað við íslenskt samfélag að starfs-
mannaheilsuverndin eigi hvergi
heima nema innan heilsugæslukerf-
isins.
Heislugæsluhjúkrunarfræðingur á
að vera í mjög nánum tengslum við
daglegt líf einstaklinga og fjöl-
skyldur þeirra. Hann beitir fræðslu
og heilbrigðishvatningu til að
aðstoða einstaklinga og fjölskyldur
til að takast á við síbreytilegt þroska-
verkefni frá vöggu til grafar.
Pegar litið er á finnska þríhyrn-
inginn,
MAÐUR
sést að það er ekki hægt að einangra
einn þátt frá öðrum, því allir þrír
þættirnir hafa víxlverkun hver á
annan. Pegar unnið er með hugtökin
maður-heilsa í heilsugæsluhjúkrun,
er ekki hægt að líta framhjá áhrifum
atvinnu einstaklingsins á aðra áhrifa-
þætti í lífi hans og/eða fjölskyldu s.s.
barneignir, giftingu, skilnað, hús-
næði, öldrun, örorku eða atvinnu-
leysi.
Á þessi stigi stend ég frammi fyrir
spurningunni um mismuninn á að
starfa sem hjúkrunarfræðingur í
heilsugæslu eða í starfsmannaheilsu-
vernd. Mín reynsla er sú að mismun-
urinn liggi ekki í starfsaðferðum eða
hvernig ég vinn heldur í mismuni á
þekkingu.
Þetta minnir mig á setningu sem
Ruth Alston lét falla á Hanasaari
„To create a body of knowledge“...
að grafa eða safna í þekkingarbrunn.
Þarna er það! Allir búa yfir þekkingu
og hafa safnað í sarpinn í gegnum
árin. En ef allir leggja til sína þekk-
ingu og við getum safnað í einn
stóran þekkingarbrunn hlýtur hann
að dýpka og verða meiri. M.ö.o. við
söfnum saman þekkingunni í visku-
brunninn og ausum síðan úr honum
allt eftir því sem við höfum þörf fyrir
hverju sinni.
En hvers vegna þurfum við þekk-
ingu?
- Þekking gerir einstaklingunum
kleift að velja eða hafna,
- þekking gerir einstaklinginn að
sérfræðingi á sínu sviði,
- þekking margra á mismunandi
efni gefur betri möguleika á að við
finnum leiðbeiningar eða svör við
viðfangsefninu. (Það þurfa ekki
allir að finna upp hjólið).
En þekkingin er ekki nóg ein og
sér. Það verður líka að vera til staðar
hvati sem leiðir til framkvæmda, eða
breytinga sem annað hvort eru
jákvæðar eða neikvæðar.
Stöldrum nú við hugtakið heil-
brigðishvatning (health promotion).
Heilbrigðishvatning er leið til að fá
einstaklinginn til að bera aukna
ábyrgð á eigin heilbrigði. En
markmið með heilbrigðishvatningu
er að viðhalda og/eða auka heilbrigði
einstaklingsins, fjölskyldu hans og
samfélags.
Heilbrigðishvatning greinist í tvo
meginþætti, virkan (active) og
óvirkan (passiv).
- Virk heilbrigðishvatning byggir á
að einstaklingurinn sé virkur í
mótun áætlunar eða sé virkur þátt-
takandi í henni.
- Óvirk heilbrigðishvatning byggir
aftur á móti á því að einstaklingur-
inn er óvirkur þátttakandi eða
þiggjandi.
Vandamálið er að við „sér-
fræðingar í heilbrigði" höfum gert
fólk allt of mikið að óvirkum þátttak-
endum eða þiggjendum og tekið
þannig ábyrgðina á heilbrigði þeirra
yfir á okkur. í dag notar fólk í minna
mæli eigin dómgreind til að meta
heilsufar, þvf að heilbrigði er
eitthvað sem almenningur „hefur
ekkert vit á“. Við höfum ákveðið
fyrir fólk og oft án nokkurs samráð
við það hvað sé viðeigandi og hvað
ekki. Hve mörg okkar hafa ekki
heyrt sjálft sig segja „þetta er þér
fyrir bestu“. Á þennan hátt tel ég að
við höfum axlað ábyrgðina á heil-
brigði einstaklingsins. Þess vegna er
svo auðvelt í dag að selja fólki „lífs-
elexír" eða „sólskin í flöskum".
Af framansögðu má sjá að mikil-
vægt er að einstaklingurinn komist
sjálfur að þeirri niðurstöðu að „þetta
sé honum fyrir bestu“! Það þýðir að
ef við getum fengið fólk til að sjá og
skilja hvers vegna við mælum með
einu atferli en höfnum öðru þá
hlustar það frekar á ráðleggingar og
tengir þær við eigin skynsemi og
útkoman er t.d. meiri meðferðar-
heldni.
Hver er t.d. ástæðan fyrir því að
sumir bílstjórar nota ekki bílbelti við
akstur eða hvers vegna reykir heil-
brigðisstarfsfólk?
Er þá nægilegt að hafa þekkingu til
að lifa heilsusamlega? Nei, það er
ekki nóg. Einhver hvati verður að
vera til staðar svo að einstaklingur-
inn finni hjá sér löngun til að færa sér
þekkingu í nyt og breyta þannig
atferli sínu. Því hlýtur næsta skref að
vera að hvetja fólk til að nota þekk-
inguna. Það er skrefið sem reykinga-
maðurinn stfgur þegar hann ákveður
að hætta að reykja.
Nú mun ég í stuttu máli gera grein
HJÚKRUN 2Ai - 67. árgangur 35