Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 43
» FRÉTTIR « leghálskrabbamein, brjóstakrabba- mein og vegna háþrýstings. III. forgangsröð: Varðar aðgerðir gegn sjúkdómum sem samkvæmt vísindalegum könnunum bera árangur en vega þó ekki eins þungt og aðgerðir undir I. og II. röðun, t.d. húðsjúkdómum, ofnæmi, steinamulningi vegna nýrna- og gallsteina og leysimeðferð, tannvernd o.fl. IV. forgangsröð: Hér koma til aðgerðir sem geta haft þýðingu fyrir líðan fólks. Þessar aðgerðir geta verið mjög eftirsóttar. - Ofnotkun tækniaðgerða, s.s. marg endurteknar zonarskoðanir (óm- skoðanir) á þunguðum konum. - Gervifrjóvgun og glasafrjóvgun falla trúlega í þennan flokk. - Fegrunaraðgerðir. - Kólesteról lækkandi lyfjagjöf á hæpnum forsendum. Aðferðir sem hafa litla þýðingu vegna skorts á vísindalegum sönnun- um. - Gagnrýnislitlar tækniaðgerðir, t.d. segulómskoðanir, sneiðmynda- tökur við streituhöfuðverk o.fl. - Nýjardýraraðgerðirtilsjúkdóms- greininga og meðferðar sem ekki hafa sannað gildi sitt umfram eldri aðferðir. - Hluti af skólaheilsugæslu, s.s. árleg mæling á lengd og líkams- þunga, sjón og heyrn, mantoux- og moroprófun. - Skurðaðgerðir við offitu. - Gagnrýnislaus sýklalyfjagjöf, t.d. við veirusýkingum og magasárs- lyfjagjöf við magabólgum. Sjálfsagt er margt umdeilanlegt við framangreinda forgangsröðun og margar spurningar vakna. Sem dæmi má nefna heilsuvernd og aðgerðir við kransæðasjúkdómum. Nú eru gerðar milli 160-170 kransæðaað- gerðir árlega. Á að fjölga enn þessum aðgerðum frekar en að stór- auka fyrirbyggjandi aðgerðir? Eftir því sem „skurðaðgerðaþröskuldur“ lækkar er líklegt að árangur skurð- aðgerða verði lítið betri en árangur venjulegrar lyflæknismeðferðar. Þegar svo er komið er líklega rétt að meta þörf þessara aðgerða svipað og þörf er metin fyrir aðgerðir sem draga úr verkjum, bæta færni liða- gigtarsjúklinga, líðan geðsjúklinga, þroskaheftra og gamals fólks. Svipaða sögu má nefna um slysa- læknisfræði. Á að leggja höfuð- áherslu á að fjölga sérfræðingum í slysalæknisfræði og slysadeildum í stað þess að leggja verjulega fjár- muni í slysavarnir. Ef til vill er betra að ráða 1-2 erindreka sem ferðast um landið og efla slysavarnir á heima- slóð. Það er hægt að fyrirbyggja slys t.d. með aukinni notkun öryggis- tækja, raunhæfari ökukennslu, fjar- lægja slysagildrur í umferð, á heimil- um, í skólum og á vinnustöðum. Þessi lausn er ódýrari en dýr sér- fræðingshjálp. Við samning þessarar skýrslu er meðal annars stuðst við tillögur frá WHO og norskum heilbrigðisyfir- völdum. Einnig hafa borist tillögur frá Pétri Péturssyni lækni. Ólafur Ólafsson, landlœknir Frá landlæknisembættinu: „Bókanir** í stað biðlista í tilefni af þriðja fundi Landlæknis- embættisins um biðlista, sem haldinn var þann 3. maí sl. í samvinnu með forstjórum, formönnum stjórna, yfirlæknum og hjúkrunarforstjórum deildaskiptra sjúkrahúsa, elli- og hjúkrunarheimila og öldrunardeilda, var ritað bréf til forstöðumanna deilda og þeir beðnir um upplýsingar um biðlista. Eftirfarandi svar kom frá skurð- deild FSA: „Þakka bréf yðar dagsett 11/4 ’91 varðandi biðlista á handlækninga- deild FSA. Eins og kom fram í sam- tali voru þann 12/4 ’91 höfum við engan venjulegan biðlista á hand- lækningadeild. Eins og venjan hefur verið hér hjá okkur eru sjúklingarnir lagðir inn skv. samkomulagi milli viðkomandi sérfræðings og sjúklings þannig að flestir sjúklingar geta komið til innlagnar þegar þeir vilja. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel. Eins og staðan var þann 1/4 ’91 voru u.þ.b. 40 sjúklingar á skrá til inn- lagnar á næstu vikum og mánuðum. Eins og kemur fram hér að ofan er enginn ákveðinn biðtími fyrir ákveðnar aðgerðir. Það hefur yfir- leitt verið hægt að fara að óskum og þörfum sjúklinga." I framhaldi af þessu bréfi legg ég til að yfirlæknar annarra sjúkrahúsa taki upp svipaðar aðferðir og kolleg- arnir á FSA og freisti þess að skipu- leggja innlagnir sjúklinga betur en áður. Framvegis verði bókaður ákveðinn innlagningardagur eða vika fyrir sjúklinga í stað skráningu á biðlista. Nú eru flestir biðlistar tölvuvæddir svo að auðveldara er að skipuleggja innlagnir en áður. Vissulega er erfitt um vik að skipuleggj a innlagnir langt fram í tímann á deildum, þar sem verulegur hluti sjúklinga eru lagðir inn brátt, en þar sem slíkt er gert á FSA, sem einnig sinnir bráðaþjón- ustu á stóru svæði, má reyna það ein- nig í Reykjavík. Mikilvægt er að við framangreinda breytingu hverfi sá gamli ósiður að sjúklingur er kallaður fyrirvaralaust til innlagnar, jafnvel eftir 6-12 mán- aða bið. í annan stað má búast við því að þetta fyrirkomulag leiði til þess að betur verður fylgst með þeim er bíða eftir innlögn en nú er. Ólafur Ólafsson landlœknir HJÚKRUN 2/91 - 67. árgangur 39

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.