Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Qupperneq 46

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Qupperneq 46
» FRÉTTIR « 3. kafli Almenn ákvæði 7. gr. Ráðherra er heimilt að setja reglur um framkvæmd laga þessara, m.a. um frágang líka að lokinni krufn- ingu. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. LÍFFÆRAÍGRÆÐSLUR ÍSLENDINGA ígræðslur einstakra líffæra í íslenska sjúklinga til þessa (1989/ 1990) eru sem hér segir: Nýrnaígrœðslur: Allar ígræðslur úr nýlátnum hafa verið á vegum Scandiatransplant utan ein. Það var árið 1970 sem nýra var í fyrsta sinn grætt í íslending og var nýrað úr lif- andi gjafa. í árslok 1989 höfðu sam- tals 50 nýru verið grædd í 46 sjúkl- inga. Af þeim voru 35 nýru (70%) úr nýlátnum en 15 (30%) úr lifandi ætt- ingjum. Af þessum nýrnaþegum voru 28 enn á lífi. Hjarta- og lungnaígrœðslur: Tveir ungir karlmenn hafa þegið hjarta og hjarta og lunga. Báðir eru á lífi. Lifrarígræðslur: Þrír íslenskir sjúklingar hafa þegið lifur og eru tveir þeirra á lífi. Hornhimnuígrœðslur: Igræðsla hornhimna úr nýlátnum einstakl- ingum hafa verið framkvæmdar hér á landi um árabil. Eðli þessara líffæra er slíkt að þær eru ekki eins háðar vefjasamræmi og dauðastundu og aðrar ígræðslur. Árleg þörf íslendinga á líffærum til ígræðslu. Miðað við reynslu Norðurlanda- þjóðanna væri þörfin sem hér segir: Hjörtu: 2-3, lifur: 3-4, bris: 1-2 (gæti breyst), nýru: 10-12. Samkvæmt okkar eigin reynslu er þörf á 8-10 nýrum á ári. Samningur við Trygg- ingastofnun ríkisins Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga hafa endurnýjað samning við Tryggingastofnun ríkisins á grund- velli laga nr. 67/1971 43. gr. með breytingu frá 1986 sem er eftirfar- andi: „Sjúkrasamlag skal veita þá hjálp, sem hér er talin. Hjúkrun í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og slysa sam- kvæmt samningum sem Trygginga- stofnun ríkisins gerir og reglum er tryggingaráð setur.“ Fyrsti samningur við Trygginga- stofnun ríkisins var undirritaður í júní 1989. Hann var eins konar til- raunasamningur til eins árs. Sam- kvæmt honum gátu 10 hjúkrunar- fræðingar starfað sjálfstætt með eigin rekstur svipað og sjúkraþjálf- arar og læknar. Samningurinn var birtur í 2.-3. tbl. Hjúkrunar 1989. Það sem er nýtt í þessum samningi er m.a.: - Fjöldi hjúkrunarfræðinga sem mega starfa eykst úr 10 í 20. - Fjöldi hjúkrunarstofa (mið- stöðva) eykst úr einni í fimm. - Notað er hugtakið hjúkrunarálag í stað hjúkrunarþyngdar. - Miða skal greiðslur samkvæmt gjaldskrá við 75% launavísitölu og 25% framfærsluvísitölu í stað launavísitölu áður. - Hámarksfjöldi vitjana eykst úr 40 á einum mánuði í 60 að meðaltali. - Tryggingastofnun ríkisins skal leggja hverjum hjúkrunarfræðingi (hámark 20) til kr. 10.000.00 til kaupa á stofnlager einnota hjálp- artækja og umbúða, þó aldrei meira en kr. 40.000.00 til hverrar hjúkrunarstofu. Endurnýjun á lager fer fram með umsóknum um hjálpartæki eftir því sem lög og reglur tryggingaráðs leyfa. - Bókun: Samningsaðilar eru sam- mála um að samningur þessi nái einnig til hjúkrunarfræðinga sem starfa að heimahlynningu, hvort heldur er á vegum Heimahlynn- ingar Krabbameinsfélgas íslands eð annarra aðila (innifaldir í heild- artölunni 20). Samningurinn gildir frá 1. mars 1991 til 29. febrúar 1992. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR muniö aö tilkynna aösetursskipti Það er erfitt að vera kona . . . hún á að hugsa eins og karlmaður hegða sér eins og dama, líta út eins og ung stúlka, og vinna eins og hestur . . . 42 HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.