Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Page 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Page 3
EFNISYFIRLIT Kærleikur og umhyggja í hjúkrun Margrét Hákonardóttir, hjúkrunarfræðingur bls. 5 Mat heilsugæsluhjúkrunarfræðings á vanlíðan íslenskra kvenna 2-6 mánuðum eftir barnsburð bls. 8 Áfallahjálp Viðtal við Rúdolf Adolfsson geðhjúkrunarfræðing bls. 1 6 Samkynhneigð og sorg Hildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur bls. 1 9 Um vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur bls. 22 Minningar um merkar konur í hjúkrunarstétt, helgaðar Bjarneyju Samúelsdóttur hjúkrunarkonu Vigdls Finnbogadóttir, forseti Islands bls. 26 Ég á mér draum María Finnsdóttir, hjúkrunarfræðingur bls. 28 Slysatryggingar Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur bls. 29 Heimsókn á sjúkrahús í austurvegi Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarfr. bls. 30 Smitgát og sýkingavarnir Ása St. Atladóttir, hjúkrunarstjóri sýkingavarna bls. 33 Fréttir bls. 34-45 Um samningamál Miklar umræður eru í dag um efna- hagsstöðu þjóðfélagsins og hefur ákvörðunin um niðurskurð á fjár- magni til heilbrigðisþjónustu eðlilega snert hjúkrunarfræðinga hvað mest. Öllum er Ijóst að leita þarf leiða til að takast á við fjárhagsvanda ríkissjóðs en það skiptir máli með hvaða hætti það er gert. Skert fjárframlög til heilbrigðisþjónustu hafa haft í för með sér ýmsar breytingar og valdið miklu óöryggi meðal þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda og einnig þeirra sem hana veita. Það hefur meira að segja leitt til þess að hjúkrunarfræðingum hefur verið sagt upp störfum, eins og gerst hefur á Landakoti, sem flestum er kunnugt. Hjúkrunarfræðingar hvar sem þeir starfa standa frammi fyrir því að fjármagn til heilbrigðisstofnana hefur verið skert. Nú skiptir höfuðmáli að hjúkrunarfræðingar standi saman og standi vörð um hjúkrunarþjónustuna. Á sumum stofnunum hefur verið lagt til að skerða eingöngu þann þátt þjónustunnar er fellur undir hjúkrunarþjónustu. Slíkt má hvergi eiga sér stað. Fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur haft veruleg áhrif á samninga- viðræður. Þótt nú séu liðnir sex mánuðir frá því að samningar flestra hjúkrunarfræðinga voru lausir hafa nú í byrjun mars aðeins verið haldnir örfáir samningafundir. Ekkert hefur þok- ast í samkomulagsátt og hefur umræðan fremur snúist um að halda vörð um þá samninga og réttindi sem við höfum. Því verða hjúkrunarfræðingar að gera upp við sig hvort þeir séu enn reiðubúnir að taka á sig meiri ábyrgð og aukið vinnuálag án þess að til komi nokkur Ieiðrétting á kjörum. En til hvaða aðgerða eru hjúkrunarfræðingar tilbúnir að grípa? Þetta eru erfiðir tímar en þeir Ieiða vonandi eitthvað gott af sér. Það verður vonandi einhverjum Ijósara fyrir hvaða þjón- ustu hjúkrunarfræðingar standa og hversu mikilvæg hún er öllu samfélaginu. Vilborg Ingólfsdóttir ' formaður 4 2 ö 7 : 1 i’('; :v\ HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.