Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 6
» FAGMÁL « hef ég reynt margoft, t.d. eftir erfiða vakt. Kvíði og ótti eru tilfinningar sem eru óþægilegar. Ef maður finnur til þeirra getur verið gott að biðja ein- hvern sem manni þykir vænt um að faðma sig, að fá ögn af kærleika, þá minnkar óttinn. Kœrleikur, von, gleði og sálarfriður geta haft lífeðlisfræðileg áhrif á sama hátt og svartsýni og örvænting. Tilfinningar sem vakna við snert- ingu einhvers, við tónlist, við ilm af blómi, við fagurt sólarlag, við lista- verk, við kærleika, við hlátur, von og trú - allt hefur það sín áhrif á sál- arlíf okkar og líkama - því líkami og sál eru eitt. Jafnvel gæludýr á heimili geta átt sinn þátt í líkamlegu heil- brigði. Að njóta þess að vera til að þykja vænt um sjálfan sig og aðra menn styrkir okkur í að halda góðri heilsu, líkamlegri, andlegri og félagslegri. Samskiptin við skjólstœðinga okkar Frumskilyrði góðrar aðhlynningar er að bera umhyggju fyrir skjólstœð- ingi okkar. Að geta sýnt samúð og samhyggð, að reyna að setja sig í hans spor. Að leyfa tilfinningunum að njóta sín með skynseminni. Einmitt á þennan hátt er hægt að halda sér ferskum - hægt að koma í veg fyrir kulnun. Við eigum líklega auðveldast með þetta þegar við þekkjum álíka hluti sjálf, t.d. að setja sig í spor foreldra jafngamals barns og maður á sjálfur. Það er hægt að hjálpa mikið með því að leyfa sér að vera maður sjálfur, að vera manneskja en ekki eingöngu starfsmaður heilbrigðis- kerfisins. Við getum lært að nota okkur sjálf ásamt tæknilegu þekk- ingunni. Með því að vera gefandi í fram- komu styrkjum við skjólstæðing okkar og við tengjumst honum á líf- gefandi hátt. Það styrkir hann, endurreisir og flýtir fyrir bata. Við þurfum að bera virðingu fyrir skjól- stæðingi okkar, óskum hans, vonum og þrám. Æskilegt er að efla sjálf- stæði og skilning með sjúklingi og aðstandendum. Að leyfa þeim að taka þátt í ákvörðunum, sem snerta þeirra eigin líkama. Að vera sam- starfsmenn skjólstœðinga okkar er e.t.v. eitt það mikilvægasta. Við þurfum að kynnast fólkinu sem við sinnum, reyna að þekkja manninn jafn vel og sjúkdóminn. Hvatning, uppörvun, umhyggjaog kœrleikur eru öflug fyrirbæri. Að hvetja skjólstæðinga okkar til að segja frá þörfum sínum að opna hug sinn og leita hjálpar. Ekki loka allt inni. Ónæmiskerfið virðist virkara hjá þeim sem segja hug sinn. Gott er m.a. að skrifa um hugrenningar sínar í dagbók. Ef við getum þroskað hæfileika okkar til þess að glæða von með fólki og hjálpað því til að finna sinn draum - þá er það yndislegt. Það gerum við m.a. með því að veita uppbyggjandi upplýsingar. Sannleikanum verður alltaf að fylgja von, einnig þegar sagt er frá greiningu illkynja sjúkdóms. Við getum gefið skjólstæðingi okkar tækifæri til þess að vera undantekning frá tölfræðinni. Jafn- vel þótt æðsta vonin að verða albata rætist ekki, þá getur vonin stutt fólk í að koma mörgu í verk. Það getur ýmislegt jákvœtt gerst fyrir tilstilli vonar, snertingar, bænar eða tilfinn- ingalegrar samkenndar. Albert Einstein sagði eitt sinn: „Hin fegursta reynsla sem við getum öðlast er hin dularfulla. Hún er sú grundvallartilfinning sem fóstrar sanna list og sönn vísindi. Hver sá sem skilur þetta ekki og getur ekki lengur fyllst aðdáun eða undrun, er sem dauður væri og honum er dimmt fyrir augum.“ Snerting er mikilvægur þáttur í lífi okkar allra Að þora að snerta skjólstæðinga okkar - eðlilega - getur gefið þeim öryggi. Að strjúka um ennið, að halda í höndina, að nudda fætur, faðmlag - ef svo ber undir - gefur skjólstæðingum okkar styrk, svo og okkur sjálfum. Við kennum öðrum það sem okkur langar til að læra. Bernie Siegel spurði eitt sinn tvo lífshættulega veika sjúklinga hvað hann ætti helst að segja 100 læknum á útskriftardegi þeirra. Annar svar- aði: „Segðu þeim að leyfa mér að tala fyrst.“ Hinn sagði: „Segðu þeim að berja að dyrum, heilsa og kveðja og horfa í augun á mér þegar þeir tala við mig.“ „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ einnig þegar fólk er meðvitundar- laust, svæft, sofandi eða í dái. Þekktur geðlæknir, Milton Erick- son, hélt því fram rétt eftir 1950 að svæfður sjúklingur heyrði og skildi raddir sem hann þekkti og skiptu hann máli. Rannsóknir hafa staðfest þessa ómeðvituðu skynjun. Þess vegna getum við talað við sjúklinga í dái og greint þeim frá líkamsástandi sínu, t.d. á skurðarborðinu. Það getur dregið úr aukaverkunum eftir aðgerð og flýtt fyrir bata. Bernie Siegel notar einnig tónlist við skurðaðgerðir með góðum árangri. Orð, tónlist, tilfinningar, slökun, hugleiðsla, dáleiðsla, sjónsköpun, bæn, listsköpun og stuðningshópar- allt eru þetta þættir sem við megum ekki líta fram hjá, heldur jafnvel nota samhliða almennri læknisfræði- legri meðferð. Okkar hlutverk getur þá verið að aðstoða fólk við að finna það sem hentar því. Dauðinn og viðhorf okkar til hans Við deyjum öll einhvern tíma, það er líklega það eina sem við vitum fyrir víst. En dauðinn er ekki það versta, líf án kærleika er miklu verra. Undir- búningur undir dauðann getur styrkt lífið, að horfast í augu við hann getur gert okkur þakklátari fyrir hverja stund sem við lifum. Við getum lært að lifa hvern dag fyrir sig og gera það sem gera þarf, gefa og taka á móti kærleika og vera þannig reiðubúinn að deyja. Ekki er hægt að lækna alla 6 HJÚKRUN V<n - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.