Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 7
» FAGMÁL « sjúkdóma, en sjúkdómur getur umbreytt lífi fólks, kennt því hvað skiptir máli í þessu lífi og hvað ekki. Bandarískur hjúkrunarnemi sem lá fyrir dauðanum skrifaði til starfs- fólksins á deildinni: „Ég veit þið eruð öryggislaus, vitið ekki hvað þið eigið að segja eða gera. En reynið að trúa mér, efþið berið umhyggju fyrir sjúklingunum, þá getið þið ekki farið rangtað. Viðurkenniðbaraaðykkur sé ekki sama um þá. Það er í rauninni það sem við sækjumst eftir. Við spyrjum kannski: Af hverju? og hvers vegna? en við væntum í raun- inni ekki neinna svara. Hlaupið ekki burt . . . bíðið. Pað eina sem mig langar að vita er að það sé einhver til að halda í höndina á mér þegar ég. þarf þess með. Ég er hrædd . . . það er svo margt sem ég vildi óska að við gastum taiað um. Það mundi alls ekki tefja ykkur mjög lengi. Ef við gætum bara verið einlæg, ef við gætum öll viðurkennt að við erum hrædd og snert hvert annað. Ef þið berið í rauninni umhyggju fyrir sjúklingun- um, munduð þið þá glata svo miklu af ykkar dýrmæta starfsheiðri þótt eitthvert ykkar gréti jafnvel með mér? Bara eins og tvær manneskjur. Þá yrði kannski ekki jafn erfitt að deyja . . . á sjúkrahúsi . . . meðal vina.“ (Bernie Siegel). Hver sá sem hjúkrað hefur dauð- vona sjúklingi hlýtur að hafa spurt sjálfan sig: Hvernig myndi ég bregð- ast við í hans sporum? Er ég sjálfur undir það búinn að sætta mig við dauðann, þegar sú stund kemur? Svari hver fyrir sig. Mín skoðun er sú að sé maður sjálfur vel undirbúinn og hafi hug- leitt sína dauðastund, staðfastur í þeirri trú að líf sé að loknu þessu lífi, þá geti maður haft nokkurn styrk að gefa hinum deyjandi og aðstand- endum hans. Lokaorð Mér verður æ betur ljóst að eftir því sem við reynum að þroska okkur sjálf, mennta okkur í hinum víðasta skilningi, þeim mun betur gengur okkur að hjúkra, lækna og lina þján- ingar meðbræðra okkar. Takmark okkar ætti að vera að tileinka okkur kærleikann, sem aldrei fellur úr gildi. Boðskapurinn um kærleikann er ekki nýr af nálinni, en veröldin ber því vitni, dag hvern, hversu grátlega seint okkur mönnum gengur að tileinka okkur þann kærleika, sem breiðir yfir allt, vonar allt og umber allt. Höfundur er hjúkrunarfrceðingur á krabbameinslcekningadeild (11-E) Land- spítala. HEIMILDIR Benner, P. og Wrubel, J. (1989): The Primacy of Caring: Stress and coping in health and illness. Menlo Park, CA: Addison - Wesley. Gordon, Thomas (1987): Samskipti for- eldra og barna. Almenna bókafélagið. Siegel, Bernie (ísl. 1990): Kœrleikur, lœkningar, kraftaverk. Forlagið. Siegel, Bernie (ísl. 1990): Friður, kcer- leikur, lcekning. Forlagið. Sigríður Halldórsdóttir: Gefandi ogskað- andi samskipti. Uppeldi, 3. tbl. 4. árg. 1991. Simonton og Creighton (1982): At blive rask igen. Borgen, Kóbenhavn. EGGJABAKKADÝNAN - HIN EINA OG SANNA Eggjabakka dýnur eru yfirdýn ur sem baeta til muna eiginleika flestra rúma séu þær rétt notaðar. Þær eru notað- ar á heilbrigðisstofnunum og fjölmörg um heimilum um land allt með frábærum árangri. Eggjabakkadýnurnar frá Lystadún Snæland loftræsta, verma og mýkja og hafa einstak- lega góða fjöðrunareiginleika. í þeim er 35 kg/m3 svampur (hvítur), sem er opinn og heldur vel fjöðrun sinni. Notkun: Til að eggjabakkadýnur þjóni tilgangi sínum þurfa þær að uppfylla ákveðnar kröfur um stífleika, þykkt og endingu. Dýnan frá Lystadún - Snæland gerir einmitt það - og gott betur. Lítið við og kynnið ykkur kosti hennar - eða fáið lánsdýnu með heim. Framleiðum auk þess svampdýnur og latexdýnur í mörgum stífleikum og skv. máli. - Stuðningspúði skv. sniði. - Æfingadýnur. - Pullur og púða. - Lagfærum og klæðum gamlar dýnur og púða. LYSTADUN-SNÆLAND hf Skútuvogill 124 Reykjavík Sími 91-814655 Sendum í póstkröfu um land allt HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur 7

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.