Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 10
» FAGMÁL « skipti við sína nánustu og umhverfi sitt, sem er forsenda fyrir auknu heil- brigði skv. skilningi M. Newman. Hjúkrun kvenna með vanlíðan Holden, J., Sagovsky, R., Cox, J.L. (1988) hafa sýnt fram á að sam- talsmeðferð ein á konum sem eru þunglyndar eftir fæðingu veldur marktækum bata hjá tveimur þriðju hluta þeirra. Á sex breskum heilsu- gæslustöðvum fengu hjúkrunarfræð- ingar þjálfun til að meta líðan kvenna eftir barnsburð. Pjálfunin gjörbreytti aðferðum þeirra við vitj- anir (Elliott, S. o.fl., 1991). Áður fyrr vitjuðu hjúkrunarfræðingar kvenna oftast með því hugarfari „að ráðleggja og leiðbeina við umönnun ungbarns og að fylgjast með þroska þess“. Eftir þjálfunina lögðu þeir meiri áherslu á „virka hlustun". Einn hjúkrunarfræðingur orðaði breyt- inguna þannig: „Hér áður fyrr kom ég til „að gera eitthvað“ fyrir barnið og konuna. Núna sit ég stundum bara og hlusta á hana. Það kemur fyrir að ég gleymi hve lengi, en kon- urnar koma mér oftast á fæturna aftur með því að bjóða tesopa. í lokin veit ég ekki einu sinni í hvaða átt konan hefur snúið mér og hvað ég ætlaði eiginlega „að gera“. Viðbrögð þeirra segja mér að ég hef ekki setið þar til einskis.“ (Prevention of Post- natal Depression, conference, Univ. ofKeele, 1991). Niðurlag Vanlíðan kvenna eftir fæðingu er algeng og líðan tekur breytingum frá meðgöngu þar til barnið er orðið 6 mánaða og líklegast áfram. Frá sjón- arhóli hjúkrunarfræðinnar er van- líðan best skilin sem merki um erfiða aðlögun á barneignarskeiði, sem getur þó leitt til aukins heilbrigðis skv. kenningu M. Newman. Skiln- ingur á aðlögunarerfiðleikum frá sjónarhóli kvenna er forsenda fyrir því að hjúkrunarfræðingar velji þá meðferð með konunum, sem leiðir þær til aukins þroska og heilbrigðis. Síðari hluti: Rannsókn á vanlíðan íslenskra kvenna tveimur til sex mánuðum eftir fæðingu Árið 1990 var líðan eftir fæðingu könnuð hjá íslenskum konum á fimm mánaða tímabili á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu. í úrtakið valdist 201 kona. Þetta voru allt konur sem við upphaf rannsóknarinnar áttu 7-8 vikna gömul börn. Heilsugæsluhjúkrun- arfræðingar lögðu staðlaðan spurn- ingalista (EPDS = Edinburgh Post- natal Depression Scale) fyrir þessar konur. Kynningarbréf rannsakand- ans fylgdi vegna siðferðilegrar skyldu um upplýst samþykki. Allar konur samþykktu þátttöku í rann- sókninni með eiginhandarundir- skrift. Gerð, áreiðanleiki og fyrir- lagning spurningalistans hefur verið kynnt annars staðar (Thome, M. 1992, Geðvernd). í spurningalistanum er líðan könnuð með 10 spurningum um geð- ræn einkenni. Gildi hvers svars er lagt saman í heildareinkunn, sem getur verið á bilinu 0-30. Til að greina vanlíðan frá eðlilegri líðan var notað viðmiðunargildið >9. Heildareink- unn fyrir neðan var skilgreind sem eðlileg líðan og fyrir ofan sem van- líðan. Höfundar EPDS mælast til þess að nota þessi viðmiðunargildi í heilsugæslu (Cox, J., Holden, J., Sagovsky, R. (1987). Hins vegar hafa höfundar mælitækis notað það sem viðbótargreiningartæki við þunglyndar konur, en ekki sem kembitæki við vanlíðan og þung- lyndi eins og gert var í þessari rannsókn. Fyrirlagning spurningalistans var endurtekin hjá öllum konum, sem fengu heildareinkunn >9 við þriðja og sjötta mánuð. Rannsakandi hitti hjúkrunarfræðinga á mánaðarlegum fundum á heilsugæslustöðvum til að ræða hvert tilfelli, sem fékk heildar- einkunn >9. Eftirfarandi uppiýs- ingar um konurnar voru skráðar á þeim fundum: Aldur, barnafjöldi, viðbrögð við skráningu, mat hjúkr- unarfræðings á aðstæðum, geðslag, líðan kvennanna og umönnun barna þeirra. Hjúkrunarfræðingar voru beðnir um að meta geðheilsu skjól- stæðinga sinna og að taka sérstak- lega afstöðu til þess hvort konur með gildi >9 væru þunglyndar. Þeir mátu einnig hvort og að hvaða leyti EPDS hafi reynst þeim gagnlegur við grein- ingu vanlíðunar. Hver hjúkrunar- fræðingur fylgdi konunni eftir til sjötta mánaðar og var framvindan skráð. Hér var um söfnun eiginda- bundinna upplýsinga að ræða. Áreiðanleiki upplýsinga var tryggður með því að rannsakandi lagði skýrslu fyrir hjúkrunarfræðing á fundum og spurði hann álits hvort upplýsingar væru réttar. Ef leiðrétt- ing reyndist nauðsynleg var hún gerð, en í flestum tilvikum töldu hjúkrunarfræðingar skráninguna rétta. Kerfisbundin skráning upplýs- inga jafnframt notkun staðlaða spurningalistans, gerði kleift að lýsa því hvernig hjúkrunarfræðingar mátu geðheilsu kvennanna og hvernig EPDS nýttist þeim. Niðurstöður Vanlíðan 2-6 mánuðum eftir fœðingu Úrvinnsla spurningalistans var gerð með Statistical package of the social science (SSPS). Skýrslur hjúkrunarfræðinga voru handunnar. Tölfræðileg úrvinnsla veitti upplýs- ingar varðandi áreiðanleika EPDS, tíðni vanlíðunar og einkenna ásamt fylgni vanlíðunar við aðrar breytur. Tíðni vanlíðunar og breytt líðan frá 2.-6. mánaðar Vanlíðan reyndist vera nokkuð algeng á öðrum mánuði eftir fæð- ingu, þar sem 24% kvenna (N 47) fengu heildareinkunn 3=9 á EPDS. 10 HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.