Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 12
» FAGMÁL « Tafla 3 Samanburður vanlíðunareinkenna á öðrum, þriðja og sjötta mánuði eftirfæðingu Minni llfsgleði Minni tilhlökkun Sjálfsásakanir Kvfði-áhyggjur Spenna-hræðsla Úrræðaleysi Svefnerfiðleikar Depurð Grátur Að gera sér mein 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 m □ 2. mán 3. mán. 6. mán. kennanna kannaður hjá konum, sem leið illa. Tafla 3 sýnir prósentuhlutföll ein- kenna, sem konur lýstu á öðrum, þriðja og sjötta mánuði. Öll einkenni komu sjaldnar eftir því sem á tímann leið nema svefnerfiðleikar, sem virt- ust viðloðandi. Einkenni, sem sýndu mestan hverfulleika frá 2.-6. mán. voru depurð, grátur, hlátur og til- hlökkun. Þessi einkenni tengjast lundarfari. Einkenni, sem eru algengust, flokkast undir streituein- kenni og neikvætt hugarfar (spenna- hræðsla, sjálfsásökun, úrræðaleysi, kvíði). Þótt síðari einkenni minnki einnig, gerist það í minna mæli en við lundarfarseinkenni. Þegar líðan er metin með EPDS má styðjast við fleiri viðmiðanir til að greina vanlíðan, auk lýsingar kvenn- anna sjálfra á líðan sinni: 1. Heildareinkunn við fyrstu skrán- ingu er >9. 2. Heildareinkunn við endurteknar skráningar er >9. 3. Hámarkssvargildi 3 kemur fyrir einu sinni eða oftar. 4. Einkenni um „að gera sér mein“ var lýst. 5. Svargildi2komfyrir4sinnumeða oftar. Fylgni vanlíðunar við aðrar breytur Könnuð var fylgni vanlíðunar við nokkrar aðrar breytur. í ljós kom marktæk fylgni á milli heildareink- unnar EPDS annars vegar og fæð- ingaraðferðar og menntunar hins vegar. Hærri meðaltalseinkunn merkir meiri vanlíðan. Konur með afbrigðilega fæðingu (aðgerðir við fæðingu, keisaraskurð) fengu hærri meðaltalseinkunn (7,5) en konur, sem fæddu eðlilega (5,8) (p<.02). Konur með mesta menntun (há- skólapróf) fengu lægri meðaltals- einkunn (4,5) en konur með minni menntun (6,4) (p<,04). Marktækt samband á milli fæðingardepurðar og gangs fæðingar var einnig staðfest í könnun ljósmæðranema (Ása Hall- dórsdóttir o.fl., 1989). Hins vegar kom á óvart í þessari könnun að þetta samband var ekki horfið 7-8 vikum eftir fæðingu, sem gæti bent til þess að hin líkamlega aðlögun eftir afbrigðilega fæðingu taki lengri tíma en þær 6 vikur sem venjulega er gert ráð fyrir. Samanburður á vanlíðan kvenna á milli landa I rannsóknum frá ýmsum löndum (íslandi, Svíþjóð, Hollandi, Banda- ríkjunum, Bretlandseyjum, Ástra- líu) kemur fram að eitt til tvö tímabil séu eftir fæðingu þar sem vanlíðan eða geðlægð nái hámarki. Bilið nær frá tveimur upp í 12 vikur. Flestar konur, sem greinast með vanlíðan á hámarkstímabili eru nieð vægara þunglyndi (minor depression), heldur en konur með meiriháttar þunglyndi sem sýna litlar sveiflur í vanlíðan í lengri tíma. I rannsóknum frá ofangreindum löndum hefur EPDS verið notaður, þótt sumir not- uðu fleiri þunglyndiskvarða. Notkun staðlaðs mælikvarða leyfir saman- burð, þótt tímasetning mælinga sé aðeins frábrugðin í könnunum. Pop, V. (1991) sýndi fram á, að þunglyndi er mest í kringum 10. viku í Hollandi. Eftir þann tíma fer konum stöðugt batnandi. Skv. niðurstöðumhanseru hollenskar konur á 8. mán. ekki þunglyndari en algengt er meðal kvenna. Lundh, W. o.fl. (1991) fundu hæstu tíðni vanlíðunar á 2. (16%) og á 12. viku (13%) í Svíþjóð. í millitíðinni hafði tíðni lækkað í 8%. í þeirra könnun var mikill munur á tíðni vanlíðunar á þriðja mánuði eftir því hvort konur voru búsettar í þéttbýli (18%) eða í strjálbýli (8%). Samsvarandi tölur fyrir íslenskar konur í þéttbýli á 7.-8. viku eru 17%, þegar viðmiðunargildi ^10 eru notuð við EPDS. í breskri könnun (Elliott, S. o.fl. 1991) kemur fram að flestum konum líður verst við 6. viku, eða frá 12-20% en mun færri við þriðja (7-17%) og sjötta mánuð (10-18%). í þeirra rannsókn var miðað við gildi 2H2 til að greina van- líðan. Mikill munur er á meðaltali (X) sem konur fá í einstökum löndum. Lægsta meðaltal fá íslenskar konur (X = 5,9) og hæst þær bresku (X frá 6,4-7,9). Breska könnunin fórfram á sex mismunandi heilsugæslustöðv- um, sem skýrir bilið í meðaltali. Samband virðist því vera á milli bú- setu og vanlíðunar, jafnvel í sama landi. Samanburðurinn bendir til að færri íslenskum konum líði illa en breskum og bandarískum, en álíka mörgum og sænskum konum 6-8 12 HJÚKRUN '/92 - 58. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.