Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 17
» FAGMÁL « Á þeim árum sem ég var við fram- haldsnám og störf í geðhjúkrun í Noregi var mikill vaxtarbroddur í þeirri grein geðlæknisfræðinnar sem á norsku kallast „katastrofe psyk- iatri" og Norðmenn hafa æ síðan verið mjög framarlega á þessu sviði. Upphafið má rekja til tveggja stór- slysa, sem urðu þar í landi með nokk- urra ára millibili. Árið 1976 var stór- bruni í málningarverksmiðju og árið 1980 hvolfdi olíuborpallinum Alex- ander Kjelland. í seinna slysinu lét- ust 123 einstaklingar en 89 manns björguðust. I kjölfar Alexanders Kjellands slyssins fór af stað fjölþætt rannsókn- arverkefni, sem m.a. kannaði afleiðingar slyssins á andlega heilsu þeirra sem komust lífs af, aðstand- endur hinna látnu og hjálparaðila, sem beint eða óbeint tengdust slys- inu. Sem dæmi má nefna að einu ári eftir slysið voru 5% björgunarmann- anna enn í veikindafríi og 25% þeirra lýstu ýmis konar vanlíðan, sem ekki var til staðar fyrir slysið. Helstu einkenni voru depurð, kvíði, tómleikatilfinning, óöryggi, ótti við ákveðna staði sem kom róti á hugs- anir og/eða ótti við ákveðnar kring- umstæður, svefntruflanir, félagsleg einangrun og sjálfsásakanir. Norðmenn hafa byggt á þeirri reynslu sem fékkst í áðurnefndum og öðrum stórslysum og komið á fót teymi fagfólks sem veitt getur áfalla- hjálp undir slíkum kringumstæðum. Eftir að ég kom heim frá Noregi fyrir 3 árum, fór ég að velta fyrir mér hvernig þessum málum væri sinnt hér á landi og hvað við hjúkrunar- fræðingar gætum lagt þar af mörkum. - Hverjir þurfa á áfallahjáip að halda og hverjir eiga að veita hana? Eins og ég sagði hér að framan er áfallahjálpin tvíþætt, sálræn skyndi- hjálp og úrvinnsla fyrir hjálparaðila. Áð veita sálræna skyndihjálp er eitthvað sem hver og einn getur þurft uð takast á við, sem lætur sig ein- hverju varða andlega og líkamlega velferð þeirra sem eiga um sárt að binda og þarf ekki alltaf fagfólk til. Rannsóknir sýna að viðbrögð við ofurálagi eru einstaklingsbundin en ákveðin atriði geta haft forspárgildi. Áhættuþættir m.t.t. alvarlegra við- varandi einkenna eru m.a. slæm félagsleg staða, erfiðar aðstæður, andlegt ójafnvægi, misnotkunar- vandamál, persónuleiki sem er ein- strengingslegur, öðrum háður, bjar- gráðalítill og sýnir einkenni um psykosomatisk viðbrögð. Ekki er þar með sagt að svokallaðir heil- steyptir einstaklingar geti ekki lent í áhættuhóp. Viðvarandi hættuástand, mikil lífshætta, vissa um að láta lífið, erfið björgun, nálægð við hina látnu og slösuðu, enginn möguleiki á að framkvæma árangursríkar aðgerðir, björgun vina/kunningja/barna, mikil ábyrgð og alvarleg mistök geta valdið hugsýki og vanlíðan í framtíð- inni ef ekkert er að gert. Jafnvel hjá reyndum og velþjálfuðum hjálpar- aðilum. Sá sem tekur að sér úrvinnslu fyrir hjálparaðila verður að hafa þekk- ingu á áfallahjálp og ákveðna starfs- reynslu til að geta sinnt verkefninu. Það verður jafnframt að gera þá kröfu að hann sé hlutlaus aðili og eigi engra hagsmuna að gæta. Hann verður að hafa ákveðna þekkingu á starfssviði þeirra sem þurfa á úrvinnslunni að halda og eiga auð- velt með að tala við fólk, setja sig inn í líðan þess og síðast en ekki síst að vera góður hlustandi. - Getur þú lýst nánar innihaldi og umgjörð áfallahjálparinnar? Því fyrr sem hjálpin berst, þeim mun betra. Eftir því sem lengra líður frá áfallinu eykst hættan á að fólk „frysti“ inni og afneiti ákveðinni líðan og tilfinningum. Oft þarf tals- verða ýtni til þess að koma hjálpinni á framfæri. Það er ekki nóg að segja „þú veist hvar mig er að finna“, „leitaðu til mín ef þú vilt“. Maður verður að sækja á, fullviss þess að nauðsynlegt er að ræsa fram ákveðna líðan, orð og tilfinningar. Allt umhverfið verður að vera öruggt og friðsælt og maður þarf að gefa sér góðan tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er um losun á ákveðnum tilfinn- ingum að ræða, en ekki meðferð, sem krefst meiri tíma og fagþekking- ar. Þær tilfinningar og viðbrögð sem hér er átt við teljast eðlileg viðbrögð í „ýktu“ formi og eru venjulega ekki talin sjúkleg. Mikilvægt er að viðmót og málfar hjálparaðila undirstriki þetta. Markmiðið er að koma í veg fyrir að eðlileg tilfininngaviðbrögð við ofurálagi vindi upp á sig og þróist í áfallahugsýki (post-traumaticstress disorders). Hvað varðar úrvinnslu fyrir hjálp- araðila sérstaklega, má skipta henni í þrjú stig. Það hjálpar viðkomandi til að: 1. segja frá því sem gerðist 2. koma orðum að tilfinningum sínúm og líðan 3. sýna tilfinningar sínar og líðan. Reynslan sýnir mikilvægi þess að HJÚKRUN Vn - 68. árgangur 17

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.