Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 18
» FAGMÁL « þeir sem hafa orðið fyrir ofurálagi fái upplýsingar um þau streituviðbrögð sem geta skotið upp kollinum. Mikil- vægt er að undirstrika að ákveðin viðbrögð koma ekki endilega í ljós- en þau geta gert það. Að sjá þau fyrir, þekkja til þeirra og líta á þau sem eðlileg, miðað við kringumstæð- ur, gerir fólki auðveldara að glíma við vandamálið. Tækifæri til úrvinnslu og þekking geta hindrað kulnun í starfi. Markmiðið er að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig um eigin upplifanir, hugsanir og viðbrögð sem tengjast ákveðnu álagi. Tímalengdin er háð kringum- stæðum og fjölda einstaklinga VA til 2 klst. Ef um hóp er að ræða er best að stærð hans sé 10-14 einstaklingar og hann sé undir ábyrgri stjórn. Umgjörðin gæti í grófum dráttum verið þessi: - Upplýsingar um markmið úrvinnslunnar. - Kynning á hópmeðlimum. - Hvert var hlutverk hvers um sig? - Hvaða hugsanir bærðust innra með hverjum og einum? - Hvaða tilfinningar bar hver og einn innra með sér. - Hver voru viðbrögð hans? - Hvað tekur við að úrvinnslu lok- inni? - Samantekt og lok. - Við höfum haft spurnir af því að þú hafir persónulega tekið þátt í að veita áfallahjálp? Já, það er rétt. Fyrir síðustu jól urðu þrjú byggðarlög fyrir miklu áfalli vegna slysa sem dundu yfir. Vegna áhuga okkar Sigmundar Sig- fússonar geðlæknis, fórum við að ósk heilsugæslunnar á tvo þessara staða. Ég fór síðan við annan mann frá Slysavarnarfélagi íslands suður með sjó í tengslum við sjóslys sem þar átti sér stað. Sú ferð var farin að ósk björgunarsveitarinnar á staðnum. í ferðum okkar Sigmundar var lögð rík áhersla á að virkja starfsfólk heilsugæslunnar með það fyrir augum að þegar við hyrfum á braut, væri virkt afl á staónum sem sinnti áframhaldandi vinnu. Mikilvægt er að sá sem fyrir áfalli verður sé í sem mestum tengslum við sína nánustu og fjölskyldan sem hefur orðið fyrir sameiginlegu áfalli, fái að vera saman. Best er því að geta veitt áfalla- hjálp í því umhverfi sem áfallið hefur átt sér stað. Aðallega var um fjóra markhópa að ræða, þolendur, björg- unaraðila, aðstandendur og starfs- fólk heilsugæslu. Hins vegar tók áfallahjálpin suður með sjó ein- göngu mið af úrvinnslu á tilfinn- ingum björgunarsveitarmanna eftir sjóslys. Það er vert að nefna að Slysa- varnarfélag íslands (SVFÍ) hefur sýnt áfallahjálpinni mikinn áhuga og á það m.a. rót sína að rekja til fyrstu námstefnunnar í sept. ’90. Fulltrúi SVFÍ hefur komið inn í starfið, fyrst sem neytandi og síðan smám saman orðið meira og meira veitandi. Fyrir mig sem hjúkrunarfræðing með tak- markaða þekkingu á störfum björg- unarsveitanna, er björgunarsveitar- maður með áhuga á áfallahjálp gulls ígildi. - Hefur þú svo að lokum ein- hverja framtíðarsýn fyrir áfallahjálp- ina hér á landi? Mín framtíðarsýn er fyrst og fremst sú að sem flestir taki þetta óskabarn mitt upp á sína arma, hlúi að því og hjálpi til vaxtar og þroska. Hjúkrunarstjórn Borgarspítalans hefur sýnt þessu starfi mikinn áhuga og stærsti faghópurinn sem sótt hefur námskeiðin í áfallahjálp eru hjúkr- unarfræðingar á Borgarspítalanum. Ég tel að áfallahjálp, sérstaklega sál- ræna skyndihjálpin, ætti að vera hluti af grunnhjúkruninni. Sérstak- lega er ég hér með heilsugæsluhjúkr- unarfræðingana í huga. Þeir þekkja oftast mjög vel til innviða heimil- anna, vita hverjir eru í áhættuhóp- um, geta fylgst með streituferli ein- staklingsins og gripið inn í ef hætta er á þróun áfallahugsýki. Hjúkrunar- hugtakið er í hugum fólks tengt hlýju, umhyggju og stuðningi sem er undirstaða sálrænu skyndihjálpar- innar. Það er staðreynd að enn eru ákveðnir fordómar gagnvart starfs- greinum sem byrja á geð- eða sál-. Æskilegt væri að koma á fót teymi fagfólks sem kalla mætti á vettvang þegar nauðsyn bæri til. í slíku teymi gætu t.d. verið geðlæknar, geðhjúkr- unarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Mikilvægt er að þessir einstaklingar hafi góða þekkingu og reynslu í streituvinnu. Slíkt teymi gæti ýtt úr vör aðgerðum og verið til stuðnings og ráðgjafar fyrir t.d. heilsugæsluna og aðra sem hlut eiga að máli. Undir hvaða yfirstjórn teymið yrði er enn óljóst en Borgar- spítalinn hefur sýnt málinu áhuga enda stærsta bráðasjúkrahús landsins. Landlæknisembættið hefur einnig komið til tals sökum tengsla sinna við heilsugæslustöðvarnar. Mín eigin reynsla, þó takmörkuð sé, hefur sannfært mig um mikilvægi þessa starfs og viðbrögð þeirra sem þegið hafa hjálpina benda einnig til að þeir hafi getað nýtt sér hana. í kjölfarið hef ég verið beðinn að halda fræðsluerindi og námskeið um áfallahjálp bæði í Reykjavík og úti á landi, þannig að áhuginn er áreifan- lega fyrir hendi. L.Ó. ogS.S. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR munið að greiða félagsgjöldin og tilkynna aðsetursskipti 18 HJÚKRUN ■/« - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.