Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 20
» FAGMÁL « verður óeðlilegt í nærveru þeirra“. Úskúfun af þessu tagi getur þó verið óveruleg hjá hommum ef sambandið hefur ekki verið viðurkennt eða engum verið kunnugt um það. Annar flötur á útskúfun tengist kynhneigð. Þjóðfélagið sem heild leggur ekki blessun sína yfir samkyn- hneigð sambönd. Því getur útskúfun af þessu tagi dregið á langinn og flækt sorgarferlið á þann hátt að hommum er neitað um þann stuðn- ing og aðstoð sem þeir þurfa til að vinna með sorgina (Siegler og Hoef- er, 1981). í þriðja lagi þarf sá sem hefur misst ástvin úr alnæmi að þola útskúfun vegna sjúkdómsins. Hræðsla, for- dómar og fáfræði eru undirrót slíkrar útskúfunar sem getur síðan valdið félagslegri einangrun, djúpstæðum ótta og erfiðleikum við að stofna til nýrra sambanda. Félagsleg einangrun getur skapast í kjölfar þessarar þreföldu útskúfun- ar. Hún magnast þegar stuðning skortir og þegar einstaklingurinn hefur ekki félagslegt leyfi til að syrgja. Hinn látni hefur oft á tíðum verið eina fjölskylda syrgjandans þar sem skyldmenni eru oft fjarlæg, bæði í tilfinningalegum og landfræði- legum skilningi (Klein og Fletcher, 1986). Stundum eru fjölskylda og gagnkynhneigðir vinir fullir gremju og efasemda og því ófærir um að styðja syrgjandann. Árekstrar geta oröið milli fjölskyldu hins látna og elskhugans, vegna t.d. fyrirkomu- lags útfarar, fjármála og ráðstöfunar á eigum hins látna (Geis og Fuller, 1986). Margir hommar kjósa að leyna kynhneigð sinni fyrir vinum og sam- starfsfólki. Því er oft lítill skilningur sýndir djúpstæðri sorg vegna andláts „kunningja" eða „herbergisfélaga“. Þessum mönnum stendur venjulega ekki til boða að fá leyfi frá störfum lí kt og sj álfsagt þykir þegar gagnkyn- hneigðir missa maka sinn. Elskhugar homma eru oft útilokaðir frá skipu- lagningu útfarar, stundum jafnvel frá athöfninni sjálfri, sem í flestum samfélögum markar þáttaskil í sorg- arferlinu og getur slík útilokun dregið eðlileg sorgarviðbrögð á lang- inn (Klein og Fletcher, 1986). Frískur og áhyggjufullur Fljótlega eftir að alnæmisfaraldur- inn hóf að breiðast út var lýst heil- kenni sem hefur verið nefnt „hinn fríski áhyggjufulli" (The Worried Well Syndrome). Einstaklingar með þetta heilkenni eru fólk sem er í áhættuhóp fyrir HIV smit vegnafyrri eða núverandi kynhegðunar eða fíkniefnaneyslu. Þeir eru hins vegar ekki með þekkt smit (Forstein, 1984). Heilkenni þetta lýsir sér á ýmsan hátt, allt frá gagnlegri afneitun til tíðra, lamandi kvíða- kasta. Hommi sem hefur misst elskhuga sinn úr alnæmi á þetta heilkenni á hættu af ýmsum ástæðum. Hann er dauðhræddur við að fá alnæmi vegna sambandsins sem var og jafnvel fyrri sambanda. Margir kjósa að láta ekki mótefnamæla sig og auka þannig á kvíðann með óvissunni. Fyrir suma er þetta hins vegar gagnlegt sem ákveðin vörn á erfiðum tímum. Þeir sem eru „frískir og áhyggju- fullir“ verða oft ófærir um að taka þátt í félagslífi og lifa kynlífi á ný af ótta við að smitast eða smita aðra. Sektarkennd er stór þáttur í þessari hegðun. Syrgjandann grunar e.t.v. að hann hafi smitað hinn látna og vill forðast að fá þann grun staðfestan eða eiga á hættu að upplifa endur- tekningu. Afneitun stýrir þessu að nokkru leyti og á rætur sínar að rekja til tilhugsunarinnar um að eiga e.t.v. eftir að veikjast af alnæmi og þurfa að ganga í gegnum það án stuðnings frá þeim elskhuga sem nú er látinn. Sorgin og ónœmiskerfið Áhrif sorgar á ónæmiskerfið vekur sérstaka athygli í þessu sambandi. Það hefur verið sýnt fram á að í sár- ustu sorginni dregur úr starfsemi eit- ilfruma (lymphocyta) (Bartrop, Laz- arus og Luchurst, 1977). HIV veiran veldur mestum skaða á ákveðinni tegund eitilfruma, T4. Því mætti velta upp þeirri tilgátu hvort orsaka- samband sé milli upphafs lokastigs- einkenna HIV sýkingar (alnæmis) í smituðum syrgjanda og sorgarupp- lifunar, sérstaklega þegar sorgar- ferlið verður óeðlilega flókið og langt m.a. vegna þátta sem hér hafa verið nefndir. Nýlegar rannsóknir á sambandinu milli félagslegs stuðn- ings og lifunar alnæmissjúklinga renna nokkrum stoðum undir þessa tilgátu (Solomon, Temoshok og O’Leary, 1987). Niðurlag Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera meðvitaðir um þá staðreynd að sam- kynhneigt fólk upplifir djúpa sorg við lát elskhuga. Æskilegast er og ber að stefna að í sorgarvinnu að syrgjandinn geti minnst hins látna án meiriháttar tilfinningalegs sársauka og verði fær um að elska aftur. Félagslegur stuðningur er eitt af skilyrðum þess að sorgarvinnan beri árangur. Samkynhneigðum er oft meinaður slíkur stuðningur vegna lífsstíls síns og ótta almennings við alnæmi. Hjúkrunarfræðingar eru oft í lykil- aðstöðu til að þekkja úr þá sem eiga á hættu að lenda í ógöngum í sorgar- ferlinu. Þeir eru einnig í aðstöðu til að geta veitt og greitt fyrir nauðsyn- legum stuðningi. Einnig er mikilvægt að rannsaka skipulega eðli og ein- kenni sorgarupplifunar samkyn- hneigðra og þróa þannig meðferð við hæfi. Mikilvægasta skrefið er þekk- ing og næmi fyrir þessu fyrirbæri sem síðan leiðir til úrlausna sem geta fyrirbyggt neikvæðar lífeðlisfræði- legar og sálfélagslegar afleiðingar sorgarviðbragða. Höfundur er hjúkrunarstjóri á A-6 á Borgarspítalanum. Greinin birtist fyrst í tímaritinu Nursing Times, 86. árg. 37. tbl. 12. sept. 1990 undir heitinu Grieving Alone. 20 HJÚKRUN Vn - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.