Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Page 23

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Page 23
» FAGMÁL « Aðrar sýkingar Ymsar aðrar sýkingar koma til greina, svo sem berklasmit og smit rauðra hunda. Enda þótt berklar séu orðnir sjaldgæfur sjúkdómur skjóta þeir alltaf upp kollinum öðru hvoru og ekki hvað síst hjá HIV-smituðum einstaklingum. Gera má ráð fyrir að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar á barnseignaraldri hafi látið sprauta sig gegn rauðum hundum. En ein- faldar varúðarráðstafanir svo sem handþvottur og hreinlæti verða aldrei vanmetnar til að koma í veg fyrir ýmis konar smit. Lyf og önnur efni Ýmsir lyfjaflokkar og efni, sem notuð eru til sótthreinsunar, geta verið hættuleg, ef óvarlega er með þau farið. Frumuhemjandi lyf Menn hafa velt því fyrir sér, hvort meðhöndlun frumuhemjandi lyfja (cytostatica) geti valdið heilsutjóni hjá hjúkrunarfræðingum. Niður- stöður rannsókna hafa hér ekki verið á einn veg. Grunsemdir hafa verið uppi um, að lyf af þessu tagi geti hugsanlega valdið breytingum á litn- ingum og frumum svo og krabba- meini, lifrarskemmdum og fósturláti hjá hjúkrunarfræðingum. Það ber að gæta varkárni í meðhöndlun frumu- hemjandi lyfja og frágangi á úrgangi frá sjúklingum, sem eru meðhöndl- aðir með þeim. Milkovic-Kraus og Horvat (1991) skrifuðu um afbrigðilega litninga hjá hjúkrunarfræðingum, sem unnu með frumuhemjandi lyf og Selevan, Lindbohm, Hornung og Hemminki (1985) skrifuðu um fósturlát hjúkr- unarfræðinga, sem unnu með þessi efni. Svœfingalyf Getgátur hafa verið uppi um að svæfingalyf geti valdið fósturláti, hfrar- og nýrnasjúkdómum og haft áhrif á niðurbrot B-12 í líkamanum. Þótt niðurstöður rannsókna á þessu hafi ekki verið einhlítar þykjast menn hafa séð tengsl á milli meng- unar þessara efna og fósturláta. Sömuleiðis hefur sést að glaðlofts- mengun (nitrous oxid) geti leitt til þess að niðurbrot B-12 í líkamanum fari úr skorðum. Á hinn bóginn hafa menn ekki fundið tengsl milli með- höndlunar svæfingarlyfja og krabba- meina, fósturskaða, lágrar fæðingar- þyngdar og ófrjósemi, sem þó hafa verið athuguð. Það ber að sjá til þess að efni sem notuð eru til svæfinga og deyfinga séu innan leyfilegra marka í vinnuumhverfi heilbrigðisstarfs- manna. Vessey og Nunn (1980) hafa fjallað um hugsanlega áhættu starfs- fólks við svæfingar. Fúkkalyf Ofnæmi fyrir fúkkalyfjum, einkum penisillíni, er þekkt meðal hjúkrunarfræðjnga, Rudzki, Rebandel og Grzywa (1989). Sótthreinsiefni Etýlenoxíð (ethylene oxide), formaldehýð og glúteraldehýð eru öll notuð til sótthreinsunar. Etýlen- oxíð liggur undir grun um að geta valdið krabbameini og fósturláti hjá þeim sem vinna við sótthreinsun. Formaldehýð ertir slímhúð og önd- unarfæri. Það veldur oft skinnþrota (dermatitis) hjá hjúkrunarfræðing- um. Menn eru ekki á einu máli um áhrif þess á öndunarfæri, og ekki hefur tekist að sýna fram á, að það geti valdið krabbameini. Það hefur þó verið sett á lista yfir slík efni í nokkrum löndum. Glútaraldehýð er ' hentugt til sótthreinsunar á tækjum, sem þola ekki hita. En það virðist geta valdið bæði ertingu, astma og ofnæmi. Klórhexidín (chlorhex- idine) hefur valdið skinnþrota, ofnæmi og astma meðal hjúkrunar- fræðinga. Hogstedt, Aringer og Gustavsson (1986), Goulet og Thériault (1991), Council on Scientific affairs (1989) og Waclawski, McAlpine og Thom- son (1989) hafa skrifað um ýmis konar áhættu við notkun þessara efna. Ofnæmi Áður er getið um penisillín- ofnæmi hjá hjúkrunarfræðingum, sem rannsóknir hafa sýnt að er al- gengt meðal þeirra. Formaldehýð veldur einnig oft ofnæmi. Gúmmí- hanskar geta bæði valdið ofnæmi og staðbundnum kláða hjá notendum. Þar sem notkun gúmmíhanska fer vaxandi er vert að huga að þessum málum, Turjanmaa og Reunala (1988). Vinnuslys og líkamlegt álag Rannsóknir hafa leitt í ljós, að nál- arstungur, tognanir og bakmeiðsl eru algeng meðal hjúkrunarfólks. Líkamlegt álag er talsvert. Það verður einnig fyrir líkamsárásum og geislun. Það hefur sýnt sig, að nálarstungur eru algengari meðal hjúkrunarfólks en annarra heilbrigðisstarfsmanna. Til viðbótar er vitað, að vanskráning er mikil og stunguslysin eru líklega miklu fleiri en tölurnar segja. Áður hefur verið rætt um hættu á lifrar- bólgu- og HlV-smiti, ef fólk stingur sig á blóðugum nálum eða öðrum oddhvössum hlutum. En hætta á blóðeitrun (sepsis) og öðrum sýk- ingum er einnig fyrir hendi. Til að koma í veg fyrir stunguslys hefur verið rætt um að breyta vinnu- aðferðum. Brýna t.d. fyrir fólki að stinga aldrei notuðum nálum aftur í hulstrið. Aðrir telja ábatasamara að breyta hönnun verkfæra á þann veg að minni hætta sé á stungusárum. Reynslan hefur sýnt, að hættan á stungum er mest, þegar nálum er stungið aftur í hulstrið, þegar not- uðum nálum er fleygt, þegar verið er að taka blóð og setja upp nál fyrir vökva- eða lyfjagjöf í æð. Því ber nauðsyn til að gæta sérstakrar var- kárni, þegar þessi verk eru unnin, Jagger, Hund, Brand-Elnaggar og Pearson (1988). Bakverkir og bakmeiðsl Bakverkir eru algengir meðal HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur 23

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.