Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 33
Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur Slysatryggingar V'innuslys sem orðið hafa á á Ríkisspítölum á undan- förnum árum hafa opnað augu fólks fyrir því að slysa- tryggingar eru ófullnœgjandi og staðan veik þegar þol- endur reyna að leita réttar síns. Á geðdeildum hafa orðið alvarleg vinnuslys og starfsmenn hlotið var- anlegan skaða án þess að teljandi bætur komi fyrir. Eitt síkt tilfelli varð tilefni blaðaskrifa síðastliðinn vetur. Niðurstaða í því máli liggur fyrir og þolandinn hefur engar skaðabætur hlotið. Þessi mál eru oft þung í vöfum þegar um er að ræða samskipti tveggja aðila og erfitt getur reynst að sanna að starfsmaðurinn hafi brugð- ist rétt við þegar hann t.d. lendir í átökum við sjúkling. Á þeirri for- sendu byggðist dómur sem kveðinn var upp í Bæjarþingi Reykjavíkur snemma árs 1989 í máli starfsmanns sem slasaðist alvarlega í starfi. Þá segir og í dómnum að ekki sé að finna ákvæði í settum lögum eða örðum réttarheimildum, sem leiða til þess að vinnuveitendur beri svo- nefnda hlutlæga ábyrgð á tjóni starfsmanna á geðdeildum sjúkra- húsanna, og því verði ekki fallist á að stefndu beri bótaskylda án sakar. Niðurstaða málsins varð sú að stefndu (Ríkisspítalar) voru sýkn- aðir af öllum kröfum stefnanda. I tímaritinu „Sygeplejersken" nr. 30, 24. júlí 1991, birtist grein eftir Elly Köhler, forstöðukonu atvinnu- miðlunar danskra hjúkrunarfræð- 'nga. Segir þar af dönskum hjúkrun- arfræðingi sem lenti í átökum við sjúkling og hlaut varanlegan heila- skaða af. „Höfuðverkurinn versn- aði, svimi fylgdi, minnið var eins og sigti, hún gat ekki einbeitt sér lengur og var meira að segja ófær um að sinna störfum sínum á heimilinu“. í tilfelli hjúkrunarfræðingsins, Birtu Jörgensen, var um tvenns konar mistök að ræða: mistök lækna á slysadeild, sem héldu að hún hefði hlotið minni háttar heilahristing og mistök vinnuveitandans sem van- rækti að tilkynna Vinnueftirliti ríkis- ins um slysið. Það var ekki gert fyrr en fimm mánuðum síðar og þá að beiðni Birtu sjálfrar. í greininni segir: „Þetta kvöld í apríl 1987 breyttist líf Birtu Jörg- ensen algjörlega. Henni var sagt upp stöðu sinni sem hjúkrunarfræðingur vegna veikinda, Vinnueftirlitið hafn- aði henni þar sem ekki var álitið að afleiðingar vinnuslyssins veittu rétt til skaðabóta heldur tiltekinna eftir- launa frá PKA (Pension Kassernes administration) og hinu opinbera að fengnu samhljóða áliti taugasjúk- dómalæknis, taugasálfræðings og geðlæknis. í fullu samræmi við gildandi reglur fór Birta Jörgensen fram á bætur frá vinnustaðnum fyrir óþægindi, sárs- auka og tekjutap. Synjunin byggðist á því að gera ætti kröfu á skaðvaldinn en það var að sjálfsögðu með öllu óraunhæft og óframkvæmanlegt. Henni var því ráðlagt að sækja um skaðabætur með tilliti til laga um bætur fyrir fórnarlömb ofbeldis- verka. Hér fékk hún líka synjun því ekki var hægt að sanna með nægri vissu að hún hefði orðið fyrir árás að yfirlögðu ráði. í báðum tilfellum lá fyrir mjög málefnalegur rökstuðn- ingur frá ábyrgum stjórnum og lög- fræðingum og í báðum þessum til- fellum fannst henni hún vera svikin og fótum troðin eins og skiljanlegt er. Fulltrúum Atvinnumiðlunar hjúkrunarfræðinga fannst synjun Vinnueftirlitsins mjög ósanngjörn. Málið var því tekið upp að nýju og niðurstaðan varð sú að Birtu Jörg- ensen hafa nú verið dæmdar 15% slysabætur og 25% örorka“. Þetta er saga Birtu Jörgensen en gæti allt eins hafa gerst hér á landi. Aldrei verður of oft brýnt fyrir vinnuveitendum að virða tilkynn- ingaskyldu og senda strax skýrslur til Vinnueftirlits ríkisins og Trygginga- stofnunar ríkisins þegar vinnuslys verða. Öll vinnuslys á að tilkynna strax, án tillits til þess hve alvarleg þau eru. Hafa verður í huga að ekki liggur alltaf ljóst fyrir hve alvarlegt slysið er, afleiðingar geta komið fram síðar. Eins og sagt var hér að framan hefur starfsfólki geðdeilda Lsp. reynst erfitt að leita réttar síns þrátt fyrir ákvæði í kjarasamningum um tryggingar fastráðinna ríkisstarfs- manna. Nauðsynlegt er að tryggja réttindi þessa fólks svo það þurfi ekki að fara út í langvarandi og kostnaðarsamar aðgerðir til þess að fá þær slysabætur sem því ber. Höfundur er hjúkrunarforstjóri á geð- deild Landsspítala. HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.