Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 35
» FÉLAGSMÁL « Greinarhöfundur ásamt Lindu frá Kanada, Cherylfrá Ástralíu og Matchfrá St. Vincent Island. sem ætla að sérhæfa sig í skurðað- gerðum á beinum barna, læra. Pessi staður erótrúlegur. Dr. Andaæanov er framkvæmdastjóri stofnunarinn- ar. Hann er einnig yfir öllum áverka- og bæklunarvandamálum barna í landinu. í fyrrum Sovétríkjunum lúta 20 stofnanir leiðsögn hans. Börn sem hinga koma dvelja aldrei skemur en 30-40 daga, yfirleitt meira en 6 mánuði. Því er í tengslum við þennan spítala skóli, þar sem öll fög eru kennd. Sálfræðingar starfa þar líka vegna sérþarfa barnanna. P>ess má geta að sum barnanna sjá ekki foreldra sína í nokkra mánuði. Þau börn, sem höfðu foreldra sína hjá sér voru fá, en foreldrarnir vinna þá við spítalann og fá smávegis laun, þannig að þau geta keypt grænmeti og ávexti fyrir börnin. Almennt sást að sjúkrahúsin búa við mikinn skort. Rannsóknarstofur voru lokaðar, vöntun á einnota vörum og verkja- •yfjum. Það var ótrúlegt að koma inn á skurðstofu og sjá starfssystur vera að sjóða glersprautur og undirbúa þannig næstu aðgerð. • Moskvu, næstu viðkomuborg okkar heimsóttum við „Central Insti- tute of Orthopaedics and Traumato- •ogi“. Skortur á hjúkrunarfræð- ingum er almennur í Rússlandi, en ekki við þetta sjúkrahús, því það er í beinum tengslum við hjúkrunar- skóla og getur valið úr bestu nem- endunum. Öll vinnubrögð voru mjög vísindaleg líkt og við eigum að venjast hér heima, t.d. er tekið strok við fjöláverka og gefið sýklalyf sam- kvæmt næmi. Einnig eru skráð niður öll sýkingartilfelli, sem upp koma og þeim fylgt eftir með rannsóknum. Á hinn bóginn er tækjabúnaður úreltur °g gamall. Ég dáðist að nýtni starfs- fólksins og hugmyndaflugi til þess að bjarga sér. f>á heimsóttum við gjör- gæsludeild og hittum fyrir Dr. Val- entine yfirlækni. Þar starfar einn bjúkrunarfræðingur á hvern sjúkl- •ng. Vinnutími hjúkrunarfræðinga Þar er 12 klst. á dag og laun eru 500 túblur á mánuði, sem gera 1.500 kr., er> til þess að skilja hlutina í sam- bengi þá skal þess getið, að húsaleiga er 30 rúblur á mánuði með hita og rafmagni. Tækjabúnaður á gjörgæsludeild- inni var með besta móti, bæði önd- unarvélar og hjartasíritar. Við heim- sóttum einnig slysadeild, þar sem voru 60 rúm, og þar störfuðu aðeins 4 hjúkrunarfræðingar, þ.e. 15 sjúkl- ingar á hjúkrunarfræðing. í hverju herbergi á deildinni voru 4 rúm og þröng á þingi. Á þessum spítala var 40 rúma deild fyrir unga balletdans- ara, en mikið er um áverka á tám og ökklum í þeirra hópi, enda lítið um að þessir snillingar noti sérhannaða balletskó. Þeir klæðast bara þunnum leðurmokkasínum. í Moskvu heimsóttum við líka 3 aðra staði „Hospital No 15“, „Am- bulance center" og „Traumatologiu center“. Mjög áhugavert var að sjá hvernig þessir staðir nýta sér það sem þeir hafa og mættum við íslend- ingar ýmislegt af þeim læra á þessum síðustu og verstu tímum. í Búdapest heimsóttum við „Sem- melveise Traumacenter“, þar tók systir Ida á móti okkur. í Búdapest er mikill skortur á hjúkrunarfræð- ingum vegna mjög svo lélegra launa. Leiðsögumaður okkar um borgina var menntaður hjúkrunarfræðingur en starfaði ekki við hjúkrun vegna mikils álags og lélegra launa. Ekki gátum við fengið upp gefið hve mikil launin voru, fengum þau svör að það væri svo flókið að segja frá því. Við fengum þó þær upplýsingar eftir öðrum leiðum að greiðslur undir borðið tíðkast hjá starfsfólki í heil- brigðisþjónustunni. Ég nefni dæmi; þurfi ég að komast í aðgerð og bið- listi er langur þá fær læknirinn greiðslu undir borðið og sjúklingur er umsvifalaust kominn inn til að- gerðar. Sé hann ekki nógu ánægður með þjónustuna á spítalanum er gaukað að sjúkraþjálfurum, hjúkr- unarfræðingum og aðstoðarfólki. Miklar breytingar munu eiga sér stað í heilbrigðismálum Ungverja á næsta ári því til stendur að einkavæða heil- brigðisþjónustuna en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig. Dapurlegt er til þess að vita að svona kerfi skuli vera við líði, og vona ég að íslendingar eigi ekki eftir að upplifa slíka þjónustu. í Ungverjalandi sá ég tölvu í notkun hjá hjúkrunarfor- stjóranum og var hún með skráningu á starfsmannahaldi. Skráning hjúkr- unar er ekki til staðar, færður er inn hiti og blóðþrýstingur á sérhönnuð blöð sem liggja við rúm hvers sjúklings. Prag var fjórði og síðasti viðkom- ustaður okkar. Þar tóku fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins á móti okkur og skipst var á skoðunum um menntun almennt og menntun hjúkr- unarfræðinga. Fyrir komu okkar til Prag lá fyrir ósk um faglegt efni til handa hjúkrunarfræðingum þar í landi. Við gáfum mikið af greinum HJÚKRUN V92 - 68. árgangur 31

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.