Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 36
» FÉLAGSMÁL « Systir Irena sýnir okkur gerviliði sem notaðir eru í Rússlandi. og fyrirlestrum. Tékkar og Slóvakar stefndu að því að 1. janúar 1992 yrði starfsfólki í heilbrigðisþjónustu gert kleift að stunda eiginn rekstur sam- hliða ríkisrekstri en ekki var þó búið að útfæra þá hugmynd alveg. Tékkar ákváðu að sýna okkur nýjasta og besta sjúkrahúsið sitt sem var „Bur- lava Hospital Ortopedia“. Hjúkrun- arfræðingar þar eru töluvert langt komnir hvað varðar fræðslu til sjúkl- inga og skráningu hjúkrunar. Einnig voru húsakynni rýmri, en öll tæki í gamla stílnum svo og sjúkrarúmin. Lokaorð Hér á undan hef ég sagt frá heim- sókn minni til Pétursborgar, Moskvu, Búdapest og Prag. Eftir bestu getu hef ég reynt að segja frá aðstæðum og kjörum starfssystra okkar í austri. Niðurstaðan var sú að það er sama hvar við erum í heimin- um, markmið okkar eru alltaf þau sömu, að sinna skjólstæðingum okkar á sem bestan mögulegan máta, andlega, félagslega og líkam- lega. Þessi ferð var mér ógleymanleg og er ég sannarlega reynslunni ríkari. Erfitt var þó að vera eini fulltrúi landsins og þurfa alltaf að vera að segja frá landi sínu en það vandist þó fljótt. Mig langar til að nota tæki- færið hér og koma því á framfæri til hjúkrunarfræðinga að ef á þeirra vinnustað eru hlutir sem ekki eru nýttir í starfinu, t.d. tæki og ekki síst einnota hjúkrunarvörur, þá er vert að hafa í huga að þörfin fyrir þessa muni er gífurleg í austurvegi. Ég hef heimilisföng sjúkrahúsa í Pétursborg og Moskvu, en þaðan barst okkur hjálparbeiðni. Þó að land okkar sé lítið þá höfum við getað hjálpað öðrum þegar þörfin er hvað mest. Höfundur er hjúkrunarforstjóri Vinnu- og dvalarheimilisins Sjálfsbjargar. FYRIRLESTRARÖÐ — um kenningar sáigreiningar og notkun þeirra í meðferð Þerapeia hf. gengst fyrir fyrirlestraröð um kenningar sálgreiningar og notkun þeirra í meðferð og hófst hún 10. febrúar sl. Önnur lota hefst 27. apríl nk. - Fyrirlestrarnir eru ætlaðir fagfólki sem stefnir að því að vinna eftir þessum kenningum eöa hefur áhuga á að kynna sér þær. Fyrirlestraröðin er með svipuðu sniði og tvær fyrri fyrirlestraraðir Þerapeiu, en aukin. Henni er skipt í fjórar lotur og er þátttökugjald kr. 4.200 fyrir hverja. - Erindin eru haldin í Odda, húsi Háskóla íslands, stofu 201, kl. 20-21:30. - Framhald fyrirlestranna verða sem hér segir: 2. Lota Undirstöðuhugtök sálgreiningar li 27.04.1992 Draumar 04.05.1992 Hugsun 11.051992 Kenningar um þróunarskeið 18.05.1992 Aðskilnaður og myndun einstaklingsvit- undar (Seperation-individuation). 25.05.1992 Viðfangstengslakenningar 4. Lota „Psychopathology" 02.11.1992 Skilningur sálgreiningar á sjúklegum fyrirbærum sálarlífs 09.11.1992 Taugaveiklun 16.11.1992 „Narcissismi" 23.11.1992 „Borderline" fyrirbæri 30.11.1992 Þunglyndi og geðhvörf (maniodepr. sjd. 07.12.1992 Geðklofi 3. Lota 14.09.1992 21.09.1992 28.09.1992 05.10.1992 12.10.1992 19.10.1992 Samtalsmeðfer& Samtalsmeðferð eftir leiðum sálgreiningar „Psychotherapeutic intervention" Yfirfærsla, mótstaða og úrvinnsla Lok meðferðar Hópmeðferð eftir kenningum sálgreiningar Hjóna- og fjölskyldumeðferð eftir kenningum sálgreiningar Fyrirlesarar verða: Halldóra Ólafsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Högni Óskarsson, Ingvar Kristjánsson, Magnús Skúla- son, Oddur Bjarnason og Sigurjón Björnsson. Allar nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar í síma 623990, milli kl. 15-17. 32 HJÚKRUN Vn - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.