Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 38

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 38
» FRÉTTIR « F réttatilkynning Norræn ráðstefna um illa meðferð á börnum, Reykjavík, 3.-6. ágúst 1992 í byrjun ágúst 1992 verður haldin í Reykjavík ráðstefna um illa meðferð á börnum. Efni ráðstefnunnar er: Barnið í brennidepli - Vanræksla og forvarnir. í fyrirlestrum og hópvinnu verður fjallað um ýmsa fleti á van- rækslu barna, greiningu hennar og meðferð, samvinnu stofnana, laga- leg atriði og siðfræðileg. Meira en 50 sérfróðir aðilar munu flytja erindi um reynslu sína úr starfi svo og um rannsóknir. Þetta er 5. ráðstefnan sinnar teg- undar, en þær eru að jafnaði haldnar annað hvert ár. Að undirbúningi hafa staðið fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, en fulltrúar íslands í norrænu undirbúnings- nefndinni eru Hulda Guðmunds- dóttir, yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Sandholt, yfirmaður fjölskyldudeild- ar Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar og Gerður Helgadóttir, læknaritari. Auk þess skipa íslensku undirbúningsnefndina Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs íslands, Pétur Lúðvígsson, barnalæknir, Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í Heil- brigðisráðuneytinu og Bragi Guð- brandsson, aðstoðarmaður félags- málaráðherra. Gert er ráð fyrir að þátttakendur á ráðstefnunni verði ekki færri en 300, flestir úr starfsgreinum sem vinna að forvarnarstarfi með börnum eða stunda meðferð og rannsóknir á þessu sviði. Allar nánari upplýsingar veitir Gerður Helgadóttir í síma 696301. ★ Tilkynning um stofnun félags um heilbrigðislöggjöf Þann 17. apríl 1991 var stofnað í Reykjavík Félag um heilbirgðislög- gjöf og er það aðili að alþjóðasam- bandi félaga um sama efni. (World Association for Medical Law). Sam- kvæmt lögum félagsins er tilgangur þess einkum að afla upplýsinga og miðla þekkingu á heilbrigðislöggjöf; eiga frumkvæði að og taka þátt í gerð tillagna að lagasetningu á sviði heil- brigðismála; gefa umsagnir og stuðla að könnunum og rannsóknum um málefni er tengjast áhugasviði félagsins og hafa samstarf við hlið- stæð félög erlendis. í fyrstu stjórn félagsins voru kosin: Valgeir Pálsson, hdl., formaður, Örn Bjarnason, læknir, varaformað- ur, Páll Þórðarson, hdl., gjaldkeri, Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, rit- ari, Inga Þórsdóttir, hjúkrunar- og næringarfræðingur, Elín Hafsteins- dóttir, hjúkrunarfræðingur og Haukur Þórðarson, læknir. í félagið getur gengið hver sá, sem lokið hefur embættisprófi í lögfræði eða lokið hefur prófi í einhverri grein heilbrigðisfræða og fepgið löggildingu heilbrigðisráðherra til starfa. Ennfremur er stjórninni heimilt að veita öðrum aðild að félaginu, ef þeir stunda rannsóknir eða störf á áhugasviði félagsins eða hafa sýnt sérstakan áhuga á heil- brigðismálum. Þeir sem æskja inngöngu í félagið eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til Páls Þórðarsonar, gjaldkera, á skrifstofu læknafélaganna í Domus Medica við Egiisgötu (sími 91- 18331). Árgjald er kr. 500,-. 34 HJÚKRUN Vn - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.