Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 40
» FRÉTTIR « framförum í sínu landi með því að fylgja eftir samþykktum eða álykt- unum sem eru unnar á vegum ICN. - Efni frá ICN á Alþjóðadegi hjúkr- unarfræðinga aðstoðar hjúkrunar- félög víða að beina augum að efni sem er mikilvægt fyrir þeirra sam- félag og fyrir hjúkrunarfræðinga og ná þannig markmiðum er lúta að fræðslu, samskiptum við hið opinbera og samfélagið. - Með því að vera vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga frá 101 landi til að skiptast á skoðunum, veita gagnkvæma aðstoð, þá hefur ICN mikilsverð áhrif á þróun hjúkr- unar á alþjóðavettvangi. - Meðlimir aðildarfélaga ICN, eiga kost á að fá 3M styrkinn. - Aðildarfélög fá stöðugar upplýs- ingar og efni (frá ICN, WHO) sent mánaðarlega. ★ 100 ára söguverkefni ICN Árið 1999 munu Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga halda upp á 100 ára afmæli samtakanna. í undirbún- ingi er að gera sögulegt yfirlit sem ætlað er að greina áhrif ICN á hjúkrun sl. öld og þannig læra af reynslunni. Þessi könnun er mikil- væg fyrir framtíð hjúkrunar og fyrir ICN m.t.t. að skipuleggja starf sitt næstu 100 árin, þannig að ICN þjóni betur félögunum. Könnunin getur varpað ljósi á tengsl hjúkrunar við þjóðir heimsins. ICN biður um þátttöku hjúkrun- arfræðinga og hjúkrunarfélaga sem víðast að úr heiminum bæði sögulega og fjárhagslega, svo að tryggt megi verða að þetta verkefni reynist árangursríkt. Meginmarkmið þess- arar könnunar munu verða: - að komast að raun um hverju skipulögð hjúkrun breytti þegar lönd voru iðnvædd, urðu sjálfstæð eða endurskipulögð, vegna stríðs eða stjórnarfarslegra þátta - hvernig ICN og aðildarfélög þess svöruðu þessum eða öðrum rót- tækum atburðum í samvinnu við ríkisstjórnir, alþjóða- eða kvenna- samtök til þess að hafa áhrif á: * viðeigandi heilbrigðisþjónustu * hlutverk kvenna í þjóðfélaginu * þjóðlega- og alþjóðlega stefnu í heilbrigðismálum * fjárhags- og félagslegan aðbúnað hj úkrunarfræðinga * reglugerðir er varða hjúkrunar- starfið * siðfræði * hjúkrunarmenntun og -rannsóknir Könnunin mun verða framkvæmd í hjúkrunarbraut Háskólans í Penn- sylvaniu. ★ Frétt frá Vinnuverndarhópi HFÍ Ágætu félagar! Á fulltrúafundi 14.-15. maí 1991 var í tilefni af evrópsku vinnuvernd- arári 1992 samþykkt tillaga um að: „árið 1992 verði helgað aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi í vinnuum- hverfi hjúkrunarfræðinga“. Stjórn HFÍ hefur skipað eftirtalda hjúkrunarfræðinga í nefnd til að undirbúa og skipuleggja þetta starf: Guðmundu Sigurðardóttur, Heilsu- gæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði formann, Auði Sigurðardóttur, Heilsgæslustöðinni Akureyri, Berg- dísi Kristjánsdóttur, Landspítala, Hildigunni Friðjónsdóttur, fulltrúi stjórnar HFÍ, Hólmfríði Gunnars- dóttur, Vinnueftirliti ríkisins, Nönnu Ólafsdóttur, Landakotsspít- ala, Sigurhelgu Pálsdóttur, atvinnu- sjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, Unni Ragnarsdóttur, Borgarspítala og Pórdísi Sigurðar- dóttur, Geðdeild ríkisspítalanna. Fundir hafa verið haldnir einu sinni í mánuði. Nokkur tími hefur farið í að gera sér grein fyrir í hverju vinnuvernd er fólgin. Niðurstaða okkar er að ekki sé hægt að skilgreina vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga sem eitt ákveðið starfsumhverfi því að áhættuþættirnir séu bundnir hverjum starfsvettvangi fyrir sig. Þó er hægt að segja að nokkrir áhættu- þættir séu sameiginlegir. Hætta á vinnuslysum, þar með talin hætta á að verða fyrir ofbeldi, meðferð og geymsla hættulegra efna, þar með talin lyf, streita. I umræðunni hefur komið fram að vinnuslys eru ekki skráð á þar til gerð eyðublöð frá Vinnueftirliti ríkisins og var vitneskjan um tilvist þeirra mjög takmörkuð. Vitað er að stórar heilbrigðisstofnanir hafa jafnvel látið hanna sérstök eyðublöð í þessu skini. Einnig hefur komið fram að ekki er litið á heilbrigðisstofnanir sem vinnustaði á sama hátt og aðra eins og t.d. skrifstofur, verslanir eða byggingavinnustaði. Sú hugmynd er ríkjandi að heilbrigðisstofnanir séu staðir þar sem fólk fær bót meina sinna eða fer í rannsóknir, en ekki er rætt sérstaklega um þá áhættuþætti sem starfsfólk býr við samfara því að veita sjúku fólki meðferð eða aðhlynningu. Niðurstaða okakr er að reyna að taka fyrir brýn verkefni sem snerta sem flesta og fá hjúkrunarfræðinga til að líta í eigin barm og skoða sitt nánasta starfsumhverfi og ræða um hvernig það er og hvað mætti laga, en leggja megináherslu á þá ábyrgð sem við höfum gagnvart okkar eigin heilbrigði. Megináhersla verður lögð á: - Fyrirbyggingu ' vinnuslysa og óhappa, skráningu þeirra og til- kynningaskyldu til Vinnueftirlits ríkisins samkvæmt lögum. - Að fjalla um meðferð og geymslu á varasömum efnum, þar með talin lyf. - Vinnuvernd. Nefndin hefur skrifað bréf til allra hjúkrunarforstjóra á landinu og einnig til formanna allra svæðis- og sérgreinadeilda og kynnt þetta átak fyrir þeim. Einnig hefur Vinnueftir- liti ríkisins, Heilbrigðis- og Trygg- 36 HJÚKRUN V92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.