Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 7
Lovísa Baldursdóttir, dr. Helga Jónsdóttir og dr. Amór Guðmundsson Líðan fólks sem bíður eftir kransæðaskurðaðgerð* Köniuið var líðan fólks sem bíður eftir kransœðaskurðaðgerð á Islandi íþeim tilgangi að draga ályktanir um þörf þess fyrir heilbrigðisþjónustu. Höfundar þróuðu spurningalista sem var sendur tvisvar, með 10 mánaða millibili, til allra sem voru á biðlista fyrir kransœðaaðgerð á Landspítala á ákveðnum degi íhvort skipti. Svörun er 81,8% (N-72). Niðurstöður sýna að meðalbiðtími fólksins þegar rannsóknin var gerð var 5-6 mánuðir. Rúmlega 90% þátttakenda sögðu að hjartasjúkdómur þeirra hefði áhrif á vinnu þeirra og daglegt líf og svipaður jjöldi þátttakenda var ósáttur við heilsu sína. Algengustu einkenni vanlíðunar voru þreyta, mœði, brjóstverkur og breytingar á skapi. Mánuðinn fyrir könnun jókst andleg vanlíðan, sérstaklega kvíði, viðkvœmni, óþolinmœði, pirringur, vonleysi og þunglyndi. Flestir (86,6%) töldu sig haldna streitu, þar af 28,4% mikilli streitu. Tœpur helmingur þáttlakenda var ekki við stöif og svipað hlutfall taldi sjúkdóminn hafa slœm áhrif á jjárhag sinn. Mun stœrra hlutfall eða 76,1% gat um áhyggjur af fjárhag, þar af 22,3% um miklar áhyggjur. Flestir þátttakenda töldu veikindin hafa veruleg áhrif á líðan maka eða nánasta aðstandanda, sérstaklega á andlega líðan hans. Af niðurstöðunum má ráða að líðan fólks, sem bi'ður eftir kransœðaskurðaðgerð, er ekki góð. Á meðan á bið stendur þarfnast sjúklingar markvissrar hjúkrunar, einkum stuðnings og meðferðar við streitu og kvíða. I.ovísa Baldursdóttir, lauk meistaraprófi frá háskólanum í Madison-Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1985. Hún starfar sem hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Dr. Helga Jónsdóttir. Iauk doktorsprófi frá háskólanum í Minnesota árið 1994. Hún er lektor við námsbraut f hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Dr. Arnór Guðmundsson, þjóðfélagsfræðingur, lauk doktorsprófi frá háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1993. Hann starfar sem deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Kransæðaskurðaðgerðir hófust á Landspítala árið 1986. Þeim hefur fjölgað ár frá ári og á árinu 1994 voru þær 242. Biðtími eftir aðgerð á Landspítala hefur frá upphafí numið mörgum mánuðum. Lftið hefur verið skrifað um bið eftir hjartaskurðaðgerð. I erlendum rannsóknum em mismunandi rannsóknaaðferðir og mælitæki notuð, auk þess sem úrtak er að jafnaði lítið og samanburður á rannsóknum því erfiður. Enn fremur er mismunandi hvenær á biðtímanum upplýsinga er aflað. I þeim rannsóknum, sem eru tiltækar, er bið eftir kransæðaskurðaðgerð frá einum upp f sex mánuði, meðalaldur sjúklinga á bilinu 52 til 61 ár og hlutfall kvenna 5 til 22 % svarenda og em gögn ekki greind með hliðsjón af kynjamun (Klonoff, Campell, Kavanagh- Gray, Mizgala og Munro, 1989; Piper, Lepczyk og Caldwell, 1985; Undenvood, Firmin og Jehu, 1993). íslensk rannsókn á andlegri líðan hjartaskurðsjúklinga (N=60) fyrir og eftir aðgerð (Eirfkur Líndal, 1990) sýndi að fyrir aðgerð voru 17% haldnir meðal eða mikilli streitu og 19% meðal eða miklum kvíða. Meðalaldur þátttakenda var 59,4 ár. Þunglyndi var ekki mælt fyrir aðgerð, en þremur mánuðum eftir aðgerð reyndust 54% vera haldnir þunglyndi. I rannsókn Klonoff og samstarfsmanna (N=135) var meðalaldur þátttakenda 55,4 ár og voru 47% sjúklinga í vinnu fyrir aðgerð. Sextán % reyktu meðan þeir biðu aðgerðar, 27% sjúklinga töldu sig kvíðna, 22,5% voru þunglyndir, 7% fundu fyrir stöðugri reiði, 58% töldu sig haldna streitu og 35% töldu atvinnu eða atriði tengd atvinnu vera streituvalda. Underwood og samstarfsmenn (1993) sýndu fram á kvíða hjá rúmum fjórðungi sjúklinga (28%) og þunglyndi hjá tæpum helmingi þeirra (47%) Ritrýnd grein (N=68). Jákvæð fylgni var á milli kvíða og þunglyndis og lengdar biðtíma. Meðalbiðtími var 6,4 mánuðir og meðalaldur var 61 ár. Áttatíu og þrjú % höfðu minnkað við sig atvinnu, 75% höfðu skerta getu til þátttöku í félagslífi og 65% höfðu skerta getu til heimilisstarfa. Jákvæð fylgni var milli minni atvinnuþátttöku, versnandi sambands við fjölskyldu, minni þátttöku í félagslífi og Iengdar biðtíma. Piper, Lepczyk og Caldwell (1985) rannsökuðu eingöngu karlmenn (N=28). Meðalaldur þátttakenda var 54,3 ár. Þar kom fram að biðin hafði neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku, áhuga fyrir lífínu og á getu til heimilisstarfa. Langeluddecke, Fulcher, Baird, Hughes og Tennant (1989) sýndu fram á 56 ára meðalaldur (N=89). Af þátttakendum voru 54% í vinnu meðan á biðtíma stóð, 39,4% voru haldnir kvíða og 13,2% þunglyndi. Um helmingur taldi sjúkdóminn hafa neikvæð áhrif á kynlíf og 58% svarenda kváðu sjúkdóm sinn hafa áhrif á getu sína til að sinna heimilisstörfum. í rannsókn Mulgans og Logans (1990) var meðalaldur þátttakenda 59 ár og meðalbiðtími 6 mánuðir (N= 56). Þriðjungur (32%) taldi sig hafa orðið fyrir tekjutapi og 20% áttu við mikinn fjárhagsvanda að etja. Enn fremur töldu 45% maka að heilsa þeirra hefði beðið tjón á biðtímanum. Umtalsverð áhrif biðtíma á líðan maka hafa vi'ðar komið fram og hafa Artinian og Hayes (1992) sýnt fram á að b'fsgæði eiginkvenna hjarta- skurðsjúklinga eru minni en hjá heilbrigðum viðmiðunarhópi. Sjúklingar, sem bíða aðgerðar, eiga enn fremur á hættu að einkenni versni og hefur 2,2% dánartíðni verið lýst þar sem meðalbiðtími sjúklinga var 3 mánuðir (Suttorp o.fl., 1992). Þeir þættir sem juku líkur á dauðsföllum á biðtíma voru m.a. hjartastækkun, brjóstverkur í hvíld og reykingar. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.