Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 40
Kjaramál HELGIDAGA- OG GEÐDEILDARFRI Samkomulag um vinnureglur vegna ávinnslu, töku og fyrningu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, fjárniálaráðherra f.h. ríkissjóðs og líeykjavíkurliorg gera með sér eftirfarandi samkomulag um vinnureglur um ávinnslu, töku og fyrningu fría skv. bókun 5 með kjarasamningi aðila frá 30. niaí 1994. Frf þau sem hér um ræðir, eru: helgidagafri (gr. 2.6.9) og geðdeildarfrí (gr. 2.5.9). 1. HELGIDAGAFRÍ. Vinnureglur eru sem hér segir: I 1 Aviimsla miðast við almanaksárið. Sá stundafjöldi sem tilgreindur er í viðkomandi samningsgrein, miðast við fulla vinnu allt árið. Að jafnaði skal miða við að helgidagafrí ávinnist eftir mánaðafjölda í starfi og telst ávinnslan vera 7,33 klst. á mánuði miðað við fullt starf og hlutfallslega fyrir hlutastarf. 1.1.1 Veikincli á ávinnslutíma. Við ávinnslu helgidagafrís skerða veikindi ekki fríið. 1-1.2 Barnsburðar- og námsleyfi á ávinnslutíma. Engin ávinnsla reiknast í launuðum leyfum. 1.2 Taka frísins miðast við næsta almanaksár eftir ávinnsluár. Á sumarorlofstíma ber að taka sumarorlof á undan öðrum fríum. 1.2.1 Veikindi við töku frís. Um þau skulu gilda sömu reglur og um veikindi í orlofi, þ.e.a.s. að tilkynna skal veikindin eins fljótt og auðið er og staðfesta þau síðan með læknisvottorði, sbr. gr. 4.6.1 í kjarasamningi. Að öðrum kosti verða þau ekki tekin gild. 1.3 Framlenging töku. Heimilt skal að framlengja tökutímabil belgidagafrís um allt að 2 mánuði vegna veikinda eða aðstæðna á deild/stofnun. Verði töku frísins ekki lokið innan 14 mánaða, skal greiða eftirstöðvar þess sem hlutfall af mánaðarlaunum 1. apríl ár hvert. 1.3.1 Langvarandi veikindi á tökutímabili. Ef um langvarandi veikindi á tökutímabili er að ræða, þ.e. í einn mánuð eða lengur, skal tökutímabil lengjast um jafn langan tíma. 1.3.2 Barnsburðarleyfi á tökutúnabili. Lengja skal tökutímabil fría um allt að jafn löngum tíma og barnsburðarleyfi stendur. 1.4 Fyrning fría. Helgidagafrí fyrnist ekki, sbr. tl. 1.3 hér á undan. 1.5 Starfslok. Áunnið ótekið frí er reiknað sem hlutfall af mánaðarlaunum og greitt við starfslok. Semja má um töku slíks frís á uppsagnarfresti ef hægt er að koma því við vegna starfsemi stofnunar. Ekki skal nota ótekin frí til að lengja uppsagnarfrest umfram hina tilskildu þrjá mánuði. 1.6 Yf irlit. Stofnanir skulu leggja fram yfirlit um ávinnslu og töku fría a.m.k. tvisvar á ári, sem næst febrúar og október ár hvert. Á yfirliti þarf að koma fram hvenær frí fyrnast. 2. GEÐDEILDARFRÍ. Vinnureglur eru sem hér segir: 2.1 Avinusla miðast við almanaksárið. Sá stundafjöldi sem tilgreindur er f viðkomandi samningsgrein, miðast við fulla vinnu allt árið. Geðdeildarfn' ávinnst eftir mánaðafjölda í starfi og er 5,33 klst. á mánuði miðað við fullt starf og hlutfallslega fyrir hlutastarf. 2.1.1 Veikindi á áviiuislutíma. Við ávinnslu geðdeildaiín's skerða veikindi umfram 14 daga lengd frísins. Skerðingu sem nær ekki 8 vinnuskyldustundum, skal þó fella niður. 2.1.2 Barnsburðar- og náinsleyfi á ávinnslutíma. Engin ávinnsla reiknast í launuðum leyfum. 2.2 Taka frísins miðast við næsta almanaksár eftir ávinnsluár. Á sumarorlofstíma ber að taka sumarorlof á undan öðrum fríum. 2.2.1 Veikindi við töku frís. Um þau skulu gilda sömu reglur og um veikindi f orlofi, þ.e.a.s. tilkynna skal veikindin eins fljótt og auðið er og staðfesta þau síðan með læknisvottorði, sbr. gr. 4.6.1 í kjarasamningi. Að öðrum kosti verða þau ekki tekin gild. 2.3 Franilenging löku. Heimilt skal að framlengja tökutímabil geðdeildarfrís um allt að 2 mánuði vegna veikinda eða aðstæðna á deild/stofnun. 2.3.1 Langvarandi veikindi á tökutíinabili. Ef um langvarandi veikindi á tökutímabili er að ræða, þ.e. í einn mánuð eða lengur, skal tökutímabil lengjast um jafn langan tíma. 2.3.2 Barnsburðarleyfi á tökutúnabili. Lengja skal tökutímabil frfa um allt að jafn löngum tfma og bamsburðarleyfi stendur. 2.4 Fyrning fría. Frí fyrnast þegar 12 mánaða tökutímabili lýkur, sbr. þó tölulið 2.3 hér á undan. 2.5 Starfslok. Áunnið ótekið frf er reiknað sem hlutfall af mánaðarlaunum og greitt við starfslok. Semja má um töku slíks frís á uppsagnarfresti ef hægt er að koma þvf við vegna starfsemi stofnunar. Ekki skal nota ótekin frí til að lengja uppsagnarfrest umfram hina tilskildu þrjá mánuði. 2.6 Yfirlit. Stofnanir skulu leggja fram yfirlit um ávinnslu og töku fría a.m.k. tvisvar á ári, sem næst febrúar og október ár hvert. Á yfirliti þarf að koma fram hvenær frf fyrnast. Reykjavík, 30.janúar 1996 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.