Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 42
HANDBÓK FYRIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á vegum Félags íslenskra hjúkruríarfræðinga hefur verið ráðist í útgáfu á handbók fyrir hjúkrunarfræðinga. Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, hafði umsjón með verkinu í samvinnu við starfsfólk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og dagbók- arútgáfuna Kompu. Kápu bókarinnar hannað Jóna Sigríður Þorleifsdóltir (hönnuður merkisins) hjá AUK. Bókin er í þremur hlutuin: Símaskrá. dagbók og handbók. í símaskránni eru símanúmer ýmissa staða sem líklegt er að hjúkrunarfræðingar þurfi að leita til f starli sínu og eyður fyrir símanúmer eftir þöifum. í dagbókinni er 4,5 x 8 cm eyða fyrir hvern dag ársins. I dagbókinni er eirmig að finna póstnúmeraskrá, upplýsingar um ferðir strætisvagna á Reykjavíkursvæðinu og stundaskrá fyrir fjölskylduna. Dagbókin verður gefin út á hverju ári. í handbókinni eru í fyrsta lagi upplýsingar um stjórn, svæðisdeildir, nefndir, lög og fleira sem við kemur staifsenri félagsins. í öðru lagi ýmislegt um kjaramál, s.s. kjarasamningur félagsins, lög unr réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, reglugerðir um veikindaleyfi og fæðingarorlof og upplýsingar um Lt'feyrissjóð hjúkrunarkvenna. f þriðja lagi hefur hand- bókin að geyma hagnýtar faglegar upplýsingar, s.s. um rétt sjúklinga, verkjalyf, blöndun og geymsluþol sýklalyfja, dropahraða innrennslisvökva, endurlr'fgun, manneldismarkmið og líkamsþyngdartöflur. Sfmaskráin og handbókin eru gefnar út til tveggja ára t' senn. Bókin er í handlrægu broti þannig að auðvelt er að bera hatia í vasa. Hún fæst á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og hjá trúnaðarmönnum á vinnustöðum hjúkrunar- fræðinga. Verðið er 900 kr. og er þvt' mjög stillt í hóf. Athugið að dagbókarhlulinn fyrir árið 1997 er ekki innifalinn r' verðinu. ÞR Leiðrétting í handbók Landlæknisenrbættið vekur athygli á villum í texta um leiðbeiningar varðandi heilsufarsskoðanir og ónæmisaðgerðir á bls. 142 í handbókinni. Aðstandendur útgáfunnar biðjast afsökunar á þessunr nristökunr. 1. Titill síðunnar: Rangt: Leiðbeiningar landlæknisembættisins varðandi heilsufarsskoðanir og ónæmisaðgerðir til 16 ára aldurs. Rétt: Leiðbeiningar Landlæknisembættisins varðandi lreilsu- farsskoðanir og ónæmisaðgerðir til 6 ára aldurs. 2. 14 mánaða skoðun: Rangt: Polio 2 Rétt: Polio 3 3. ó vikna og 3 mánaða skoðun Skamnrstöfunin HL á að vera H+L. HEILSUGÆSLU- HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Ný stjórn Á aðalfundi fagdeildar lreilsugæsluhjúkrunarfræðinga 4. nóvenrber sl. var eftirfarandi stjórn kjörin: Anna Eyjólfsdóttir, fornraður Þórdís Kristinsdóttir, varaformaður Sigríður Haraldsdóttir, ritari Guðbjörg Ögmundsdóttir, gjaldkeri Dýrleif Kristjánsdóttir, meðstjórnandi Faghópur skólahjúkrunarfræðinga Innan faghóps lreilsugæslulrjúkrunarfræðinga var stofnaður faghópur skólahjúkrunarfræðinga 20. október 1995. Stofnfélagar voru 60. Fulltrúar faghópsins vinna nú að drögum að starfslýsingu skólahjúkrunarfræðinga. Fyrsta verkefni sem leitað hefur verið með til faghópsins er umsögn vegna þýðingar Jónu Ingibjargar Jónsdóttur á leiðbeiningum fyrir kynfræðslu í skólum. Fulltrúar hópsins eru: Björg Eysteinsdóttir, Dýrleif Kristjánsdóttir, Guðný Bergsveinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún Vignisdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Ég mæli með þessum skóm. Þeir em mjúkir og þægilegir. Ég er með plattfót og var alltaf með þreytuverki í fótum og mjöðmum, en flótlega eftir að ég fór að nota /fe-sandalana hurfu þessir verkir. Svo núna geng ég eingöngu á þessum skómívinnunni. Gunnhildur Sveinsdóttir Formaeur FÉLAGS HJÚKRUNARNEMA. Fótformuð, leðurklædd hvíldarinnlegg með loftdempun í hæl. Kvenstærðir frá 31/2 - 9i/2 Karlastærðir frá 61/2 —121/2 Fjölbreytt litaúrval. .v ^ Verð frá kr. 5880.- Gísli 'erdinandsson SKÓVERSLUN Lækjargata 4-6 • 101 Reykjavík Sími 551 471 1 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 1. tbl. 72. árg. 1996 41

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.