Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 25
Síðastliðna tvo áralugi ltaí’a mörg nefndarálit um ljósmóðurnám verið unnin (þau hafa hins vegar verið sett ti! hliðar hvert af öðru þar til nú). Það má segja að í gegnum þessa nefndarvinnu, þar sem tekið hafa þátt fulltrúar bæði ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga, hafi stefna í menntunarmálum ljósmæðra hvað varðar inntökuskilyrði, lengd námsins og staðsetningu verið mótuð. Arið 1964 varð ljósmóðurnámið tveggja ára nám. Frá árinu 1982 hefur Ljósmæðraskóli íslands fylgt þeirri stefnu að próf í hjúkrunarfræði væri inntökuskilyrði. Sú þróun hefur m.a. orðið vegna þess að það hefur hentað íslenskum aðstæðum að ljósmæður hafi einnig starfsleyfi sem hjúkrunar- fræðingar. A heilsugæslustöðvum bæði í Reykjavík og úti á landi hefur reynst vel að samnýta starfskrafta ljósntæðra sem einnig hafa hjúkrunarmenntun. Á með- göngu og kvenlækningadeildum og á blönduðum fæðinga- og kvensjúk- dómadeildum er einnig æskilegt að fagfólk starfi sem hefur bæði menntun í ljósmóður- og hjúkrunarfræði. Ljósmóðurfræði hefur stundum ranglega verið kölluð fæðingafræði. Þess vegna hefur hún líka verið talin hluti af læknisfræði og mörgum hefur þótt eðlilegt eins og raunin hefur verið að sá sem veitti Ijósmóðurnámi forstöðu væri læknir. Urn leið og nám í ljósmóðurfræði færist yfir á háskólastig, rúmum tveimur öldum frá upphafsárum skipulagðrar Ijósmæðrakennslu á íslandi, lítur loksins út fyrir að nám stéttarinnar verði í eigin höndum. Ljósmæður trúa því að það gerist í samræmi við breyttar aðstæður og kröfur í þjóðfélaginu. Nám ljósmæðra breytist og batnar með það fyrir augum að ljósmóðurfræðin sé fyrst og fremst fyrir konuna og fjölskyldu hennar, þar sem klínísk færni ljósmóðurinnar, fræðileg þekking, innsæi og tilfinningar fara saman. Heimildir Helga Þórarinsdóttir (1984) Ljósmœður á íslandi 2. bindi, ritslj. Björg Guðmundsdóttir, Saga Ljósmæðrafélags fslands 1919-1979, Reykjavík. Ljósmæðrafélag fslands Sigurjón Jónsson, (1959); Ágrip af sögu Ijósmœðrafrœðslu og Ijósmœðrastéltar á Islandi, Reykjavík. Frá námbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands NÁM í UÓSMÓÐURFRÆÐI Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Ijósmóðir í gegnum tíðina hafa miklar breytingar og þróun átt sér stað á námi í ljósmóður- fræði og í dag eru markverð tímamót í menntunarmálum ljósmæðra. Ljós- mæðraskóli fslands var lagður niður um leið og 30 ára göntul lög unt skólann voru felld úr gildi þann 1. júlí 1994. Saga ljósmæðra á íslandi sýnir að ljósmæður hafa alla tíð barist fyrir bættri menntun ljósmæðra í samræmi við breyttar aðstæður og kröfur þjóðfélagsins en 15. janúar 1996 hófsl nánt í ljósmóðurfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Islands. Skipulag nóms í Ijósmóðurfræði Námið tekur 18 mánuði og skiptisl í tvo hluta; annars vegar 24 eininga fræðilegt og klínískt nám, samlals 6 mánuðir, og hins vegar 12 mánaða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum. Kenndar verða 16 einingar á vormisseri og 8 einingar á haustmisseri 1996, nteð sumarleyfi á milli. Áætlað er að starfsþjálfun hefjist í nóvember 1996 á heilbrigðisstofnun- um, að stærstum hlula á Kvennadeild Landspílalans, en einnig á heilsugæslu- stöðvum og fæðingardeildum út um land. í lokin skila nemendur fræðilegu klínísku verkefni og taka munnlegt lokapróf í ljósmóðurfræði. Prófið tryggir starfsréttindi eftir að sótt hefur verið unt ljósmóðurleyfi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Nauðsynlegur undirbúningur Inntökuskilyrði er próf í hjúkrunarfræði, viðurkennt f því landi þar sem námið var stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tiyggingamálaráðu- neytinu. Til að námsskrá í ljósmóður- fræði á Islandi sé í samræmi við námsstaðla Evrópusambandsins og að kröfur sem gerðar eru á háskólasligi séu uppfylltar, þutfa hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa lokið BS prófi að ljúka 16 eininga fornámi. I fornátni ljósmóður- náms eru grunnnámskeið, sem kennd eru í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands; lífeðlisfræði, fóstur- fræði, heimspekileg forspjallsvísindi, tölfræði og aðferðafræði. Fornámið verður í boði skólaárið 1996-1997. Innritun í nóm í Ijósmóðurfræði Innritun verður takmörkuð við vissan nemandafjölda á ári vegna takmarkaðrar aðstöðu til klínísks nátns og starfsþjálf- unar á heilbrigðisstofnunum. í fyrsta hópi eru 8 nemendur. Námsnefnd í ljósmóðurfræði fjallaði um umsóknir í námið og tók viðtöl við umsækjendur. Hún vann samkvæmt leiðbeiningum sem samþykktar voru af námsbrautarstjórn og háskólaráði. Nefndinni er ætlað að taka endanlega ákvörðun um val á nemendum og tekur mið af: 1) Frammistöðu í þeirn náms- greinum sem tilheyra fornámi, 2) starfsreynslu við hjúkrun, þ.m.t. reynslu í kennslu, stjórnun og rann- sóknum, 3) umsögn fyrrverandi kennara eða yfirmanns á kennslu- eða heil- brigðisstofnun, 4) greinargerð um- sækjanda unt áhuga á námi ljósmóðurfræði og hvernig sá áhugi þróaðist, 5) annarri menntun/starfs- reynslu og reynslu af félagsstörfum. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.