Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 38
Kjaramál KJARASAMNINGUR Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborg annars vegar og Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga hins vegar gera með sér svofelldan kjarasamning: 1. grein Gildandi kjarasamningur aðila framlengist frá 1. janúar til 31. desember 1996 með þeirri breytingu sem í samningi þessum felast og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 2. grein Frá gildistíma samningsins skulu mán- aðarlaun skv. gr. 1.1.1 hækka um 3%. 3. grein Grein 2.6.9 í kjarasamningi aðila orðist svo: „Hjúkrunarfræðingur í fullu starfi sem vmnur á reglubundnum vöktum og skilar til jafnaðar 40 klst. vinnu á viku allt árið, getur í stað greiðslna skv. 2.3.2 fengið frí á óskertum föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári tniðað við heils árs starf. Hjúkrunarfræðingur í hluta- starfi, þó ekki í minna en 50% starfi, sem vinnur á reglubundnum vöktum og skilar að jafnaði fullri vinnuskyldu sinni á viku allt árið, getur átt sama val um frí í stað greiðslna. Lengd frísins reiknast sem hlutfall af 88 vinnuskyldustundum. Vinnu sem fellur á sérstaka frídaga og stórhátíðardaga sbr. framanritað, skal auk þess launa með vaktaálagi skv. 1 -6.1, sé þessi kostur valinn. Ávinnsla leyfisins miðast við almanaksárið. Hjúkrunarfræðingur sem óskar eftir að breyta vali sínu á milli leyfis og greiðslu, skal tilkynna það skriflega lil viðkomandi launaskrifstofu fyrir 1. desember næst á undan. Akvœbi til brábabirgba: Þeir hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur sem, fyrir gildistöku samnings þessa, höfðu lengra frí, allt að 96 vinnuskyldustundum, skulu halda því á meðan á samfelldri ráðningu þeirra stendur.“ 4. grein Þeir hjúkrunaiframkvæmdastjórar á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykja- víkur, sem jafnframt gegna starfi sviðsstjóra, raðist einum launaflokki ofar en ella. Röðun þessi gildir frá 1. janúar 1996. Reykjavík, 30. janúar 1996 Bólcanir með kjarasamningi uiidirrituðuiii 30. janúar 1996 Bókun 1 Aðilar eru sammála um að samstarfs- nefnd skuli fjalla um þær reglur sem gilda skulu um mat á viðbótarnámi í stjórnunarfræðum skv. tl. 2.3 í sam- komulagi um mat á viðbótarmenntun frá 30. maí 1994, og skal þeirri vinnu lokið fyrir 1. maí 1996. Viðbótamám í stjómunarfræðum getur bæði tekið ti! formlegs náms og einstakra námskeiða. Hækkun þeirra hjúkmnarfræðinga sem leggja fram gögn um slíkt nám fyrir 1. maí 1996, skal gilda frá ]. janúar 1996 enda fullnægi gögn þeim skilyrðum sem samstarfsnefnd ákveður. Bókun 2 Samkomulag er um að gera þær breytingar í 1. tölulið samkomulags um forsendur fyrir röðun í starfsheiti deildarhjúkrunarfræðinga frá 24. ágúst 1994 að stöðuheitið D1 taki til 20/100 stöðugilda almennra hjúkmnarfræðinga og stöðuheitið D2 taki til 10/100 stöðugilda almennra hjúkrunarfræðinga. Bókun 3 Aðilar em sammála um að í samráði við önnur stéttarfélög, sem að því máli koma, verði athuguð þörf á sérstökum tryggingum starfsfólks á geðdeildum, meðferðarheimilum, sambýlum og öðrum þeim stofnunum sem talin er hætta á meiðslum af völdum skjólstæðinga og um þær settar reglur í samræmi við þá niðurstöðu. Bókun 4 Aðilar hafa haft til umræðu vinnutíma dagvinnumanna í hlutastarfi á föstum mánaðarlaunum sem vinna ekki fasta vikudaga en skila sama stundafjölda í viku hverri, a.m.k. 20 stundir í viku að jafnaði, allar vikur ársins. Það er skilningur samningsaðila að um þá gildi að jafnaði hið sama og um aðra dag- vinnumenn hvað varðar stytlingu vinnuársins vegna sérstakra frídaga skv. gr. 2.1.4. Þannig er vikuleg vinnuskylda þeirra hlutfallslega styttri þær vikur sem sérstaka frídaga ber upp á mánudaga- föstudaga. Ef starfsmaður vinnur umfram vikulega vinnuskyldu f slfkri viku, fellur sú vinna undir grein 2.3.1. Framangreint tekur ekki til starfsmanna sem t.d. skipta með sér stöðu né sam- bærilegra tilvika. Stjórnunarnám Vi&bótarnám í stjórnunarfræðum getur hækkaó laun hjúkrunarfræ&inga frá 1. janúar 1996. Leggja þarf fram gögn um námið fyrir 1. mai 1996. (Sjá bókun 1). NÁMSKEIÐ FYRIR HJÚKRUNARSTJÓRNENDUR Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga hefur í vetur haldið tvö námskeið í kjara- og réttindamálum fyrir hjúkrunarstjórnendur. Fyrra námskeiðið var 8. nóvember 1995 og sfðara námskeiðið var 19. janúar 1996. Á þessum námskeiðum var m.a. fjallað um ráðningarréttindi launamanna, rétt til launa f veikinda- og barnsburðarleyfi, lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna auk ítarlegrar umfjöllunar um kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Námskeiðin voru mjög vel sótt og mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga halda áfram að bjóða hjúkrunarstjórnendum upp á námskeið sem þessi með reglulegu millibili. TtMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 1. ibl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.