Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 38
Kjaramál KJARASAMNINGUR Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborg annars vegar og Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga hins vegar gera með sér svofelldan kjarasamning: 1. grein Gildandi kjarasamningur aðila framlengist frá 1. janúar til 31. desember 1996 með þeirri breytingu sem í samningi þessum felast og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 2. grein Frá gildistíma samningsins skulu mán- aðarlaun skv. gr. 1.1.1 hækka um 3%. 3. grein Grein 2.6.9 í kjarasamningi aðila orðist svo: „Hjúkrunarfræðingur í fullu starfi sem vmnur á reglubundnum vöktum og skilar til jafnaðar 40 klst. vinnu á viku allt árið, getur í stað greiðslna skv. 2.3.2 fengið frí á óskertum föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári tniðað við heils árs starf. Hjúkrunarfræðingur í hluta- starfi, þó ekki í minna en 50% starfi, sem vinnur á reglubundnum vöktum og skilar að jafnaði fullri vinnuskyldu sinni á viku allt árið, getur átt sama val um frí í stað greiðslna. Lengd frísins reiknast sem hlutfall af 88 vinnuskyldustundum. Vinnu sem fellur á sérstaka frídaga og stórhátíðardaga sbr. framanritað, skal auk þess launa með vaktaálagi skv. 1 -6.1, sé þessi kostur valinn. Ávinnsla leyfisins miðast við almanaksárið. Hjúkrunarfræðingur sem óskar eftir að breyta vali sínu á milli leyfis og greiðslu, skal tilkynna það skriflega lil viðkomandi launaskrifstofu fyrir 1. desember næst á undan. Akvœbi til brábabirgba: Þeir hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur sem, fyrir gildistöku samnings þessa, höfðu lengra frí, allt að 96 vinnuskyldustundum, skulu halda því á meðan á samfelldri ráðningu þeirra stendur.“ 4. grein Þeir hjúkrunaiframkvæmdastjórar á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykja- víkur, sem jafnframt gegna starfi sviðsstjóra, raðist einum launaflokki ofar en ella. Röðun þessi gildir frá 1. janúar 1996. Reykjavík, 30. janúar 1996 Bólcanir með kjarasamningi uiidirrituðuiii 30. janúar 1996 Bókun 1 Aðilar eru sammála um að samstarfs- nefnd skuli fjalla um þær reglur sem gilda skulu um mat á viðbótarnámi í stjórnunarfræðum skv. tl. 2.3 í sam- komulagi um mat á viðbótarmenntun frá 30. maí 1994, og skal þeirri vinnu lokið fyrir 1. maí 1996. Viðbótamám í stjómunarfræðum getur bæði tekið ti! formlegs náms og einstakra námskeiða. Hækkun þeirra hjúkmnarfræðinga sem leggja fram gögn um slíkt nám fyrir 1. maí 1996, skal gilda frá ]. janúar 1996 enda fullnægi gögn þeim skilyrðum sem samstarfsnefnd ákveður. Bókun 2 Samkomulag er um að gera þær breytingar í 1. tölulið samkomulags um forsendur fyrir röðun í starfsheiti deildarhjúkrunarfræðinga frá 24. ágúst 1994 að stöðuheitið D1 taki til 20/100 stöðugilda almennra hjúkmnarfræðinga og stöðuheitið D2 taki til 10/100 stöðugilda almennra hjúkrunarfræðinga. Bókun 3 Aðilar em sammála um að í samráði við önnur stéttarfélög, sem að því máli koma, verði athuguð þörf á sérstökum tryggingum starfsfólks á geðdeildum, meðferðarheimilum, sambýlum og öðrum þeim stofnunum sem talin er hætta á meiðslum af völdum skjólstæðinga og um þær settar reglur í samræmi við þá niðurstöðu. Bókun 4 Aðilar hafa haft til umræðu vinnutíma dagvinnumanna í hlutastarfi á föstum mánaðarlaunum sem vinna ekki fasta vikudaga en skila sama stundafjölda í viku hverri, a.m.k. 20 stundir í viku að jafnaði, allar vikur ársins. Það er skilningur samningsaðila að um þá gildi að jafnaði hið sama og um aðra dag- vinnumenn hvað varðar stytlingu vinnuársins vegna sérstakra frídaga skv. gr. 2.1.4. Þannig er vikuleg vinnuskylda þeirra hlutfallslega styttri þær vikur sem sérstaka frídaga ber upp á mánudaga- föstudaga. Ef starfsmaður vinnur umfram vikulega vinnuskyldu f slfkri viku, fellur sú vinna undir grein 2.3.1. Framangreint tekur ekki til starfsmanna sem t.d. skipta með sér stöðu né sam- bærilegra tilvika. Stjórnunarnám Vi&bótarnám í stjórnunarfræðum getur hækkaó laun hjúkrunarfræ&inga frá 1. janúar 1996. Leggja þarf fram gögn um námið fyrir 1. mai 1996. (Sjá bókun 1). NÁMSKEIÐ FYRIR HJÚKRUNARSTJÓRNENDUR Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga hefur í vetur haldið tvö námskeið í kjara- og réttindamálum fyrir hjúkrunarstjórnendur. Fyrra námskeiðið var 8. nóvember 1995 og sfðara námskeiðið var 19. janúar 1996. Á þessum námskeiðum var m.a. fjallað um ráðningarréttindi launamanna, rétt til launa f veikinda- og barnsburðarleyfi, lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna auk ítarlegrar umfjöllunar um kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Námskeiðin voru mjög vel sótt og mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga halda áfram að bjóða hjúkrunarstjórnendum upp á námskeið sem þessi með reglulegu millibili. TtMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 1. ibl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.