Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 14
Sigríður Snæbjömsdóttir
Forgangsröðun í
heilbrigðisþjónustunni
- hvers vegna?
Unnið upp úr erindi sem haldið var á málþingi hjúkrunarnema og lœknanema
(Eirbergi 10. nóvember 1995
Sigríður Snæbjörnsdóttir, M.S.
próf í hjúkrunarstjórnun frá
háskólanum í Madison -
Wisoonsin í Bandaríkjunum
1984, lijúkrunarforstjóri
Sjúkraliúss Reykjavíkur.
Til skamms tíma hefur það hugarfar ráðið rfkjum innau
heilbrigðisþjónustunnar, að ekkert nema það mesta og besta sé
nógu gott. Peningar hafa ekki verið hindrun, þegar ákvarðanir um
meðferð sjúklinga hafa verið teknar. Lög um heilbrigðisþjónustu
nr. 97/1990 hafa endurspeglað þetta viðhorf „Allir landsmenn
skulu eiga kost á lullkomnuslu heilbrigðisþjónustu, sem á
hverjum tíma eru tök á að veita....“ Sl. 10 ár hefur það verið alar
ljóst í hugum okkar, sem vinnum við stjórnun heilbrigðismála, að
bilið milli fjárveitinga til heilbrigðismála annars vegar og eftir-
spum eftir þjónustu hins vegar, myndi breikka grfðarlega. Lengra
verður ekki gengið í hagræðingaraðgerðum, við vinnum nú við
öryggismörk, þ.e. erfitt er orðið að tryggja öryggi sjúklinga ef
meira verður skorið af fjárveitingum miðað við óbreyttan rekstur.
Stórfelldur niðurskurður á þjónustu blasir nú við.
Ekki em nema 2-3 ár frá því að einhver málefnaleg umræða
hófst meðal heilbrigðisstarfsfólks og í fjölmiðlum hér á íslandi um
forgangsröðun. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Stjórnmála-
menn fóru þar mikinn og áttu ekki til nógu sterk orð til að lýsa
vandlætingu sinni á umræðuefninu.
Yfirlýsing eins og sú, að allir íslendingar fái bestu
heilbrigðisþjónustu er hjóm eitt. Það vita þeir, sent bíða eftir
þjónustu, oft við slæma líðan, og þeir, sem útskrifast af sjúkra-
húsunum mikið veikir. Við, sem vinnurn við stjómun, vitum líka
að kvörtunum fer fjölgandi, bæði óformlegum og formlegum.
Ákvarðanir um, hvernig beri að raða verkefnum, eru faglegar,
siðfræðilegar og pólitískar. Stjórnmálamenn geta ekki lengur vikið
sér undan slíkum ákvörðunum, þeir geta ekki krafist endalauss
niðurskurðar án þess að taka þátt í, hvar á að skera niður.
Þeir verða að taka ákvarðanir um, hvernig heildarhags-
munum þjóðarinnar verði best borgið, hvort auka eigi fjárveitingar
til heilbrigðismála á kostnað einhvers annars málaílokks, hvaða
þjónustu eigi að veita og hvaða þjónustu eigi að skerða.
Lokanir deilda
Flatur niðurskurður og krafa unt lokanir deilda er oft og tíðum
óréttlátasta leiðin til að forgangsraða. Lokanir deilda „f spamaðar-
skyni“ er reyndar sú leið, sem flestir þekkja, en kannski gera
færri sér grein fyrir því að lokun deilda er afskaplega takmörkuð
leið til spamaðar. Lokanir deilda eða fækkun sjúkrarúma í notkun
leiða fyrst og fremst til tilfærslu á fjármununt, að þvf tilskildu, að
ekki sé verið að veita óþarfa þjónustu á viðkomandi deildunt.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996