Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 37
Kjaramál NÝR KJARASAMNINGUR Kjarasamningur milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborg hins vegar var undirrilaður 30. janúar sl. Kjara- sanmingurinn gildir frá 1. janúar 1996 til 31. desember 1996. Kjarasamning- urinn er birtur í heild sinni í þessu blaði auk nýrrar launatöflu og röðunartöflu. Meginefni kjarasamningsins er að laun allra hjúkrunarfræðinga hækka um 3% frá 1. janúar 1996. I samningnum eru einnig nokkrar aðrar greinar og bókanir. Ástæða er til að vekja athygli hjúkrunarfræðinga á eftirfarandi atriðum í samningnum: Grein 3: Helgidagal’rí (vetrarfrí) fyrir lijúkrunarfræðinga í 50- 99% starfshlutfalli Grein 2.6.9 í kjarasamningi er breytt þannig að nú hafa hjúkrunarfræðingar sem eru í 50-99% starfshlutfalli möguleika á að fá helgidagafrí. Helgidagafrí er 88 vinnuskyldustundir að lengd fyrir hjúkrunarfræðinga f fullu starfi en reiknast sem hlutfall af 88 vinnuskyldustundum fyrir hjúkrunar- fræðinga í hlutastarfi. Ef hjúkrunar- fræðingar óska eftir að fá helgidagafrí lá þeir greitt vaktaálag fyrir vinnu á sérstökum frídögum og stórhátíðar- dögum. Hjúkrunarfræðingar í hlutastarfi hafa hingað til ekki átt þess kost að fá helgidagafrí, þeir hafa hins vegar fengið greitt yfirvinnukaup fyrir vinnu á sérstökum frídögum og stórhátíðum og greidda svokallaða „bætingu“ fyrir þá sérstöku frídaga og stórhátíðardaga sem ekki eru unnir og ekki lenda á laugardegi og sunnudegi (laugardagur fyrir páska undanskilinn). Nú geta hjúkrunarfræðingar í 50-100% starfshlutfalli valið um hvort þeir vilji fá helgidagafrí eða fá greidda yfirvinnu og bætingu vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga. Ef hjúkrunarfræðingar óska eftir að breyta vali sínu á milli leyfis og greiðslu skal lilkynna það skriílega til viðkomandi launaskrifstofu fyrir 1. desember næst á undan. Bókun 2: Fleiri deildar- hjúkrunarfræðingar - alls 30% af stuðugildum alinennra hjúkrunarfræðinga raðast í starfsheiti deildarhjúkrunar- fræðings I kjarasamningnum sem undirritaður var 30. maf 1994 var samið um það að 15% stöðugilda almennra hjúkrunarfræðinga skuli raðast í starfsheitið deildar- hjúkrunarfræðingur 1 og 8% stöðugilda hjúkrunarfræðinga skuli raðast í starfsheitið deildarhjúkrunarfræðingur 2. Deildarhjúkrunarfræðingur 1 raðast einum launaflokki fyrir ofan starfsheiti almenns hjúkrunarfræðings og deildar- hjúkrunarfræðingur 2 raðast tveimur launaflokkum fyrir ofan starfsheiti almenns hjúkrunarfræðings. 1 bókun 2 í þessum kjarasamningi er síðan gert samkomulag um að fjölga stöðugildum deildarhjúkrunarfræðinga þannig að nú eiga 20% af stöðugildum almennra hjúkrunarfræðinga raðast í starfsheitið deildarhjúkrunarfræðingur 1 og 10% af stöðugildum almennra hjúkrunarfræðinga að raðast í starfs- heitið deildarhjúkrunarfræðingur 2. Bókun 3: Atliuguð þörf á sérstökum tryggingum fyrir starfsfólk á geðdeilduin og fleiri stofnunum Þessi bókun er einnig í kjarasamningum hjá öðrum stéttarfélögum starfsmanna á heilbrigðisstofnunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er, í samvinnu við Starfsmannafélag ríkisstofnana og Sókn, að hefja undirbúning á athugun á réttarstöðu og tryggingum starfsfólks sem verður fyrir ofbeldi á vinnustöðum. Einnig er í undirbúningi könnun á tíðni ofbeldis gagnvart þessu starfsfólki svo og athugun á því hvaða leiðbeiningar starfsfólk fær til að fyrirbyggja ofbeldi. VJ Launatafla félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1. janúar 1996: Mánaðarlaun: 1. þrep Prúfald. 0 ár Lffald. 2. þrep 1 ór 3. þrep 2 ór 4. þrep 4 ár 5. þrep 6 ór 30 óra 6. þrep 10 ór 40 ára 7. þrep 15 ár 50 ára 8. þrep 20 ór Tímakaup í dagv. Vaktaálag: 33.33% 45% LFL 201 66.837 69.510 72.291 75.182 78.189 81.317 84.570 87.953 500,10 166,68 225,04 202 68.842 71.595 74.459 77.438 80.535 83.757 87.107 90.591 515,10 171,68 231,80 203 70.907 73.743 76.693 79.761 82.951 86.269 89.720 93.309 530,56 176,83 238,75 204 73.034 75.956 78.994 82.154 85.440 88.857 92.412 96.108 546,47 182,14 245,91 205 75.225 78.234 81.364 84.618 88.003 91.523 95.184 98.991 562,87 187,60 253,29 206 77.482 80.581 83.805 87.157 90.643 94.269 98.040 101.961 579,75 193,23 260,89 207 79.807 82.999 86.319 89.771 93.362 97.097 100.981 105.020 597,15 199,03 268,72 208 82.201 85.489 88.908 92.465 96.163 100.010 104.010 108.171 615,06 205,00 276,78 209 84.667 88.053 91.576 95.239 99.048 103.010 107.130 111.416 633,51 211,15 285,08 210 87.207 90.695 94.323 98.096 102.020 106.100 110.344 114.758 652,52 217,48 293,63 211 89.823 93.416 97.152 101.039 105.080 109.283 113.655 118.201 672,09 224,01 302,44 212 92.518 96.218 100.067 104.070 108.233 112.562 117.064 121.747 692,26 230,73 311,51 213 95.293 99.105 103.069 107.192 111.480 115.939 120.576 125.399 713,02 237,65 320,86 214 98.152 102.078 106.161 110.408 114.824 119.417 124.194 129.161 734,41 244,78 330,49 215 101.097 105.140 109.346 113.720 118.269 122.999 127.919 133.036 756,45 252,12 340,40 216 104.129 108.295 112.626 117.131 121.817 126.689 131.757 137.027 779,14 259,69 350,61 217 107.253 111.543 116.005 120.645 125.471 130.490 135.710 141.138 802,51 267,48 361,13 218 110.471 114.890 119.485 124.265 129.235 134.405 139.781 145.372 826,59 275,50 371,97 219 113.785 118.336 123.070 127.993 133.112 138.437 143.974 149.733 851,39 283,77 383,12 220 117.199 121.887 126.762 131.832 137.106 142.590 148.294 154.225 876,93 292,28 394,62 221 120.715 125.543 130.565 135.787 141.219 146.868 152.742 158.852 903,24 301,05 406,46 222 124.336 129.309 134.482 139.861 145.455 151.274 157.325 163.618 930,33 310,08 418,65 223 128.066 133.189 138.516 144.057 149.819 155.812 162.044 168.526 958,24 319,38 431,21 Niðurstaða atkvæðagreiðslu 21. febrúarl996 Niðurstaða atkvæðagreiðslu unt kjarasantninga sent skrifað var undir 30. janúar 1996. A kjörskrá voru 1711. Atkvæði greiddu: 771 já sögðu: 574 nei sögðu: 90 auð atkvæði: 4 ógild alkvæði 103 TÍMAHIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. ibl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.