Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 8
Við núverandi aðstæður á íslandi er erfitt að stytta bið fólks
eftir hjartaskurðaðgerð, en hana má líklega gera bærilegri á
ýmsan hátt. í rannsókn þessari er leitast við að lýsa lfðan fólks,
sem bíður eftir kransæðaskurðaðgerð, með það að leiðarljósi að
draga ályktanir um þörf þess fyrir heilbrigðisþjónustu. Voru
rannsóknarspumingar því eftirfarandi:
A. Hvemig em félagslegar aðstæður fólks sem bíður eftir krans-
æðaskurðaðgerð?
B. Hvernig er líkamleg lfðan fólks sem bíður eftir krans-
æðaskurðaðgerð?
C. Hvernig er andleg líðan fólks sem bíður eftir krans-
æðaskurðaðgerð?
D. Hvaða óskir og þarfir hefur fólk, sem bíður eftir krans-
æðaskurðaðgerð, fyrir þjónustu, stuðning og upplýsingar?
Þátttakendur og aðferð
Urtak
Þýði var skilgreint sem allir sjúklingar á biðlista eftir
kransæðaskurðaðgerð á Landspítala, hvort heldur um var að ræða
kransæðaaðgerð eingöngu eða kransæðaaðgerð ásamt annarri
aðgerð á hjarta, á tveimur fyrir fram ákveðnum dögum með 10
mánaða millibili, þegar vitað var að fjöldi sjúklinga á biðlista var
í hámarki. Undanskildir voru sjúklingar sem voru andlega
vanheilir eða höfðu ofnotað áfengi. Enn fremur vom þeir
sjúklingar undanskildir sem búið var að kalla inn til aðgerðar. Því
náðist alla jafna ekki í veikustu sjúklingana, þ.e. þá sem vom á
svokölluðum flýtilista. Sá hópur, sem rannsóknin beindist að, er
því ekki eiginlegt úrtak heldur nær rannsóknin til alls þýðis.
Biðtími var skilgreindur sem tími frá því sjúklingur fékk að vita
að hann væri kominn á biðlista og þar til hann svaraði
spurningalistanum.
Spurningalisti
Líðan er meginhugtak rannsóknarinnar. Það er yfirgripsmikið og
flókið hugtak og byggir á líkamlegum, tilfinningalegum og
félagslegum þáttum sem hver um sig er margslunginn. Ekki var
mögulegt að finna mælitæki sem mælir líðan. Sú leið var því
valin að þróa spurningalista sem byggir á eigin mati sjúklings á
líðan sinni og aðstæðum, en ýmislegt bendir til að eigið mat
sjúklings á neikvæðum afleiðingum ákveðins sjúkdóms gefi
raunsanna mynd af líðan. Inntak spurningalistans er byggt á
óbirtum upplýsingum sem einn höfunda (L.B.) aflaði í
hálfstöðluðum viðtölum við 200 hjartaskurðsjúklinga á árunum
1987-1989, ásamt vitneskju úr erlendum rannsóknum á
svipuðum viðfangsefnum. Hjúkrunarfræðingar og læknar, sem
annast hjartaskurðsjúklinga, voru fengnir til að leggja mat á
spurningalistann.
Spurningarnar taka til fjögurra meginþátta. Fyrsti hluti
inniheldur almennar og lýðfræðilegar spurningar. Annar hluti
fjallar um atriði tengd sjúkdómi, s.s. hversu lengi viðkomandi
hefur verið á biðlista, áhrif sjúkdóms á atvinnu og fjárhags-
afkomu, hreyfigetu og virkni, um lyfjanotkun og reykingar. Þriðji
hlutinn er viðamestur og tekur til ýmissa þátta er lúta að líðan. Þar
er sjúklingur beðinn um að meta andlega og líkamlega li'ðan sína
á 5 eða 7 stiga kvarða (t.d. mjög mikið, frekar mikið, frekar lítið,
mjög lítið, alls ekki). í síðasta hlutanum er spurt um hvaða
upplýsingar og stuðning viðkomandi hefur fengið á biðtíma og
hvaða óskir hann hefur um slíkt. f lokin er viðkomandi gefinn
kostur á að bæta við frá eigin brjósti því sem honum þykir
mikilvægt að komi fram varðandi veikindi sín.
Framkvœmd
Að fengnu leyfi Tölvunefndar ríkisins, siðanefndar læknaráðs
Landspítala og hjúkrunarrannsóknanefndar Landspítala var
mælitækið forprófað á 7 einstaklingum, eða 8,0% þátttakenda.
Einungis minni háttar breytingar vonj gerðar á spumingalistanum
eftir forprófun og því voru þeir einstaklingar hafðir með í
aðalrannsókninni. Tvívegis, með 10 mánaða millibili, þegar vitað
var að fjöldi sjúklinga á biðlista var í hámarki, var spurninga-
listinn póstlagður. Hann var sendur til allra sem vom á biðlista á
ákveðnum degi í hvort skipti og féllu undir skilgreiningu á þýði,
samtals 88 einstaklinga. Alls svömðu 72 einstaklingar eða 81,8%
af úrtakinu. Viku eftir póstlagningu spurningalistans var hringt í
allflesta þátttakendur. Tilgangur símtalsins var að ná fram
heildstæðari mynd af líðan þátttakenda með því að gefa þeim
tækifæri til að ræða um líðan sína, bjóða þeim aðstoð við að fylla
út spurningalistann og til að auka svömn.
Niðurstöður
•cS
Greining gagna byggir á lýsandi tölfræði, einfaldri tíðni,
krosslöflum og kí-kvaðrat prófi.
Einkenni svarenda
Rúmlega fjórðungur þátttakenda var konur (26,4%) og
meðalaldur þátttakenda var 62,4 ár (40-79 ára). Meðalaldur
kvenna var 61,5 ár og karla 64,7 ár. Rúm 70% (70,8%) vom 67
ára og yngri. Þrír fjórðu þátttakenda var giftur eða í sambúð
(76,4%), 11,1% höfðu misst inaka og 12,5% voru einhleypir.
Ríflega helmingur bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu (54,3%).
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996