Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 16
Má þar nefna Noreg, Bandaríkin (Oregon módelið), Holland, Nýja- Sjáland og Svíþjóð. Það, sem greinir þessi kerfi að, er m.a. skipulag og upp- bygging heilbrigðisþjónustu og mismunandi siðfræðilegt gildis- mal í viðkomandi landi. Kerfin eða leiðbeiningarnar eru annars vegar ætluð fyrir stjómmálamenn til að stýra á kerfisbundinn hátt takmörkuðu fé eða aðföngum (resources) með þjóðarhagsmuni fyrir augum. Þeir hafa það hlutverk að skipta fjárveitingum milli málaflokka (s.s. heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála) og þeir verða að byggja ákvarðanir sínar á upplýsingum um heildarþörf (eftirspum) þjóðarinnar fyrir þjónustu. Hins vegar em kerfin ætluð fyrir sljórnendur og heilbrigðisstarfsfólk til að for- gangsraða klínískum verkefnum eftir mikilvægi, liyggð á þörf fyrir þjónustu innan stofnunar. Þau gæta hagsmuna einstaklinga eða smærri hópa og leitast við að uppfylla þarfir þeirra. Hagsmunaárekstrar eru tíðir milli heilbrigðisstarfsmanna þegar fjárveitingar eru annars vegar. 011 hafa þessi kerfi kosti og galla. Þau geta verið byggð á listum yfir sjúklingahópa eða sjúkdóma raðað í flokka/forgang, jafnvel byggð á kvótakerfi (Oregon modelið) eða byggð á hugmyndafræði um mikilvægi grunnþjónustu og rökstuðningi. Tilgangurinn er jafnan sá að bæta aðgang þeirra sem em þurfandi fyrir þjónustu og dreifa takmörkuðum fjármunum réttlátar milli einstaklinga. Leiðbeiningar, sem virðast hafa hlotið nokkuð almenna viðurkenningu: 1. Meiri þörf fyrir meðferð/umönnun er tekin fram yfir minni þörf. 2. Lífsgæði vega jafnþungt og líkamlegar/heilsufarslegar þarfir. 3. Þegar talað er um sjúkdómsgreiningu/sjúkdómaílokk, sem er í forgangi, er áll við allt, sem tilheyrir meðferð, umönnun, endurhæfingu og forvörnum. 4. Reynt er að tryggja hagsmuni minnihlutahópa. 5. Mikilvægi hvatningar, upplýsinga og stuðnings til sjálfshjálpar er viðurkennt. 6. Meðferð, sem skilar ekki árangri, á ekki að vera á forgangslista. 7. Heilbrigðisþjónustu, sem á að veita skv. lögum, verður að tryggja. (Priorilies in Health Care: Ethics, economy, implementation, 1995:5. Final report hy The Swedish Parliamentary Priorities Commission) Með öðrum orðum, lífshættulegir sjúkdómar og sjúkdómar, sem geta leitt til örkumla eða dauða án meðferðar, eru yfirleitt settir fram yfir allt annað (d. öndunarbilun). Næst koma alvarlegir sjúkdómar, líknandi meðferð og umönnun/meðferð þeirra, sem eru ósjállbjarga. I kjölfarið koma forvarnir og endurhæfing. Síðan er meðferð/ umönnun sjúkdóma, sem ekki eru eins alvarlegir og skaðlegir (d. gigt). Því næst eru tilfelli, sem eru á mörkum þess að geta talist til sjúkdóma (d.hormónameðferð fyrir mjög lágvaxið fólk, barnleysi). Síðast er gjarnan á listanum þörf fyrir þjónustu, sem orsakast af öðru en sjúkdómum eða slysum. ísland í dag Af framansögðu er ljóst, að við íslendingar eigum mikið verk fyrir höndum. í raun gengur heilbrigðisþjónustan á íslandi fyrir vararafhlöðu, vegna þess að allir orkugjafar hafa verið nýttir. Ekki hefur verið unnið nægilega markvisst að stefnumótun í heilbrigðismálum. Það að hafa enga ákveðna stefnu, er óviðunandi og getur verið dýrkeypt. Þar er nauðsynlegt að svara spurningum á borð við, hver er skynsamleg skipting fjármuna milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, milli sjúkrahúsanna í Reykjavík og milli heilsugæslu og sjúkrahúsa, svo dæmi séu tekin. Hvaða lögmál eiga að ráða, þegar takmörkuðu fjármagni er skipl milli málaflokka í víðri eða þröngri merkingu? Eiga þeir háværustu að hafa forgang eða þeir, sem eiga góða vini í mikilvægum embættum eða þeir, sem eru ríkastir eða þeir, sem eru best menntaðir? Fulltrúar þessara hópa standa almennt betur að vígi hvað varðar aðgang að þjónustu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvar liggja hagsmunir heildarinnar, hvaða áhrif á almenningur að hafa á nýtingu fjármagns í heilbrigðisþjónustu? Ef við hefðum aðstöðu og starfsfólk til að inna af hendi ákveðin verk, en ekki opinberar fjárveitingar til þeirra, eigum við að bjóða fólki að kaupa sér þá þjónustu gegn sérstakri aukagreiðslu? A hinn bóginn má spyrja, hvort aðgangur að heilbrigðisþjónustu skuli alltaf undir öllum kringumstæðum vera jafn. Fáar þjóðfélagsaðstæður aðrar lúta þeim lögmálum, og er þá ef til vill barnaskapur að ætla, að við getum búið við fullkominn jöfnuð í heilbrigðisþjónustu? Nefnd um forgangsröðun Heilbrigðisráðherra hefur nýverið tilkynnt að nefnd verði skipuð, sem fái það hlutverk að koma með tillögu að leiðbeiningum um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu á Islandi. Auk stjórnmála- manna mun hún verða skipuð fulltrúum hjúkrunarfræðinga, lækna og siðfræðinga. Ákvörðun ráðherra er mikið fagnaðarefni. Stjórnmálamenn, sem fara í nefnd um forgangsröðun, hafa aðgang að heilbrigðisnefndum sinna flokka og hafa allan þann aðgang að fagfólki, sem þeir kjósa. I þessum nefndum er kjörinn vettvangur til að vinna að stefnumótun um forgangsröðun í samvinnu við fagfólk. Heilbrigðisnefnd Alþingis verður síðan að samræma hugmyndir þingílokksnefndanna að svo miklu leyti, sem æskilegt getur talist og hún hefur þekkingu til. Síðan tekur fagfólkið við og útfærir hugmyndir þingsins innan gefins fjárlagaramma, þar sem klínísk þekking og reynsla verða höfð að leiðarljósi. Samantekt Víða í hinum vestræna heimi hefur forgangsröðun innan heilbrigðisþjónustunnar verið tekin upp. Orsökin er sú, að eftirspurn er meiri en framboð á þjónustu. Tilgangurinn er fyrst og fremst að bæta aðgang þeirra, sem eru þurfandi, og dreifa takmörkuðum fjármunum réttlátar milli einstaklinga í þörf. Komið er að því, að íslendingar verða að gera upp hug sinn gagnvart forgangsröðun. Heilbrigðisráðherra mun á næstunni skipa í nefnd til að gera tillögur um forgangsröðun á íslandi, sem mun væntanlega taka til starfa á næstunni. Viðhorf gagnvart forgangs- röðun hafa að lduta byggst á fáfræði, því er öll umræða afar nauðsynleg, en hún er undanfari þeirra viðhorfabreytinga, sem þarf, til að unnt sé að taka ákvarðanir byggðar á faglegum rökum. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINCA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.