Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 15
Dæmi um núverandi forgangsröðun Á sjúkrahúsum er rúmum skipt milli liinna ýmsu sérgreina, t.d. milli hjartasjúkdóma, bæklunarsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Um leið og rúmaskipting er ákveðin milli sérgreina, hefur átt sér stað ákveðin forgangsröðun, bæði innbyrðis milli sérgreinanna ^ sem og gagnvart öðrum sérgreinum, því heildarrúmafjöldi er sá sami. Aðstaða sjúklinga og aðgangur að þjónustu eru því miður mjög misjöfn. Erlendar kannanir sýna, að oft nolfæra sjúklingar sér persónuleg kynni við starfsfólk, aukin menntun og þekking sjúklinga á kerfinu auðveldar aðgang þeirra að þjónustu og frumskógarlögmálið er í fullu gildi, þegar framboð er minna en eftirspurn. Allt em þetta dæmi um, hvernig forgangsröðun getur átt sér stað. Bráðavaktir sjúkrahúsanna em notaðar sem neyðarúrræði til að „koma sjúklingum inn“, sem ekki liafa fengið bót á meinum sínum eftir öðrum (réttum) leiðum. Þvf miður er þetta stundum eina leiðin til að tryggja að sjúklingar fái þá þjónustu, sem þeir þurfa á að halda. Einnig er ljóst, að þegar margir bráðveikir sjúklingar koma til skoðunar á sömu bráðavaktinni, er að sjálfsögðu reynt að forgangsraða innlögnum. í öllum fjárveitingum til heilbrigðismála felst forgangsröðun. Þegar tekin er ákvörðun um að byggja nýja álmu við sjúkrahús eða veita fé til ákveðinna tækjakaupa verður minna til skiptanna til annarra sjúkrahúsa. Kannanir um vilja til forgangsröðunar Sænskar kannanir á viðhorfum til heilbrigðismála gefa m.a. til kynna að 61% aðspurðra vildu, að þeir, sem væm veikastir hefðu forgang og karlmenn em hlynntari því en konur, að hinir veikustu hafi forgang. Níutíu % aðspurðra vildu að stjórnmálamenn tryggðu þjónustu við þá sem væru minni máttar. Þegar spurt var um, hvaða 3 málaflokkum af 11 ætti að hlífa við niðurskurði, vildu 61% að langtímameðferð (long-temi medical care) yrði hlíft, 53% að heilbrigðisþjónustu við böm yrði hlfft og 52% að meðferð líkamlegra sjúkdóma yrði hlíft. Aftur á móti vildu 85% að V lýtalækningar í fegurðarskyni væm takmarkaðar. Árið 1993 töldu 47% hjúkmnarfræðinga og61% lækna, að skilvirkni í þjónustu hefði aukist á s.l. ári, 85% lækna sögðust meðvitaðir um mismunandi kostnað við hina ýmsu meðferðar- kosti sem stæðu sjúklingum til boða, 60% hjúkmnarfræðinga og 85% lækna sögðu, að tillit ætti að taka til árangurs meðferðar, 46% lækna fannst, að stjómmálamenn ættu að taka ákvörðun um, hvort 10 ára drengur, sem þyrfti á lifrarfgræðslu að halda, sem kostaði 1 milljón s.kr., fengi hana, og um helmingur hjúkrunarfræðinga og lækna taldi að aldur ætti að skipta máli þegar forgangsraðað væri. Ejörtíu og átta % stjórnenda, stjórnmálamanna og lækna í Svíþjóð töldu að unnt væri að auka skilvirkni og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu, svo ekki þyrfti að koma til forgangsröðunar, helmingur var á öndverðri skoðun. Sextfu og þrjú % töldu að þeir, sem hættu að reykja eða reyktu ekki, ættu að hafa forgang að öllu eða einhverju leyti fram yfir þá, sem reykja, þegar að meðferð kæmi, svipað var um þá, sem hættu að drekka eða drekka ekki, 70%. (Priorities in Health Care: Ethics, economy, implementation, 1995:5. Final report by The Swedish Parliamentary Priorities Commission) Landlæknisembættið á íslandi stóð fyrir skoðanakönnun meðal almennings, þingmanna og heilbrigðisstarfsfólks snemma á árinu 1994 um forgangsröðun þjónustu. Fólk var beðið að ímynda sér, að það væri heilbrigðismálaráðherra og hann þyrfti að spara og með hvaða aðferðum hann hygðist ná þeim spamaði, t.d. með því að fækka hjartaaðgerðum eða minnka framlög til skólaheilsugæslu o.s.frv. Miklar umræður spunnust um málið, en stundum er erfitt fyrir okkur, sem störfum á sjúkrahúsum, að skilja samhengið milli raunveruleikans og umræðunnar f fjölmiðlunum. Það, sem vakti sérstaka athygli var, að ýmsir aðilar, stjómmálamenn sem og almenningur, sem hafa verið spurðir um, hvort forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu eigi rélt á sér, virðast ekki átta sig ekki á þvf, að verkefnum í heilbrigðisþjónustu er nú þegar raðað í forgang, gjarnan á handahófskenndan hátt eins og áður er getið. Kjósendur hafa gefið alþingismönnum umboð til að fara með æðsta ákvörðunarvald í heilbrigðismálum. Reyndar finnst mörgum heilbrigðisstarfsmönnum, að stjórnmálamenn mættu verja meiri tíma í þennan umfangsmikla og dýra málaflokk og sýna honum meiri áhuga. Á aðalfundi Landssambands sjúkrahúsa íjúní 1995 kynnti Kristján Oddson, læknir, niðurstöður, þar sem hugur almennings, stjómmálamanna og heilbrigðisstarfsmanna til forgangsröðunar hér á Islandi var skoðaður. Meirihluti svarenda vildi ekki, að árangur meðferðar réði ákvörðunum um, hver fengi þjónustu, eða að þeir veikustu nytu forgangs í heilbrigðiskerfinu. Stjórnendur, hjúkmnarfræðingar og læknar vildu heldur að árangur meðferðar nyti forgangs. Sama gilti um þá, sem voru langskólagengnir, karlmenn og höfuðborgar- búa; meirihluti þeirra vildi að þeir, sem væru alvarlegast veikir nytu forgangs. Sextfu % kvenna og 40% karla vildu að glasafrjóvganir nytu forgangs, en áberandi fáir stjórnendur eða aðeins 2,5%. Tekið var fram, að mikils ósamræmis gætti í svömm, sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum og læknum. Hvað þýðir hugtakið forgangsröðun? Með hugtakinu forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu er átt við, að sjúklingum sé raðað í ákveðna röð, einn er tekinn fram yfir annan, eftir því hve mikilvægt og nauðsynlegt er að þjónusta sé veitt. Forgangsröðun er tvískipt, annars vegar er verið að velja milli mismunandi kosta í meðferð samkvæmt þörfum sjúklings (klfnísk), liins vegar er verið að raða verkefnum vegna ónógra fjárveitinga (stjórnunarleg). Hugtakið forgangsröðun í þessari merkingu varð til f Bandaríkjunum á árunum upp úr 1960, þegar nýrnavélar komu fyrst á markaðinn og langt var frá því að fjöldi þeirra annaði eftirspurn eftir þjónustu. Þá var tekið til við að raða sjúklingum með skerta eða enga nýmastarfsemi í vélamar. Sú forgangsröðun, sem unnið var eftir, endurspeglaði siðfræðilegt gildismat bandarísku þjóðarinnar á þeim tíma. Þar var giftum ein- staklingum með fjölskyldu og böm og þeim sem höfðu atvinnu, raðað fram yfir ógifta, barnlausa og atvinnulausa. En eins og margir vita tók ekki langan tíma að framleiða þann fjölda nýrnavéla, sem þurfti til að fullnægja eftirspurn, en þá tók kannski við annar kafli, hvemig átti að greiða fyrir allar vélamar. Forgangsröðun hjó öðrum þjóðum Vegna almennt hækkandi meðalaldurs þjóða og gífurlegrar byltingar í þekkingar- og tækniþróun, sem kostar mikla peninga, eykst bilið jafnt og þétt milli framboðs og eftirspurnar eftir heilbrigðisþjónustu. Ymsar þjóðir hafa um nokkurt árabil unnið markvisst að því að þróa kerfi eða leiðbeiningar, sem unnt væri að styðjast við til að raða sjúklingum í ákveðna röð eftir þjónustu. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA I. tbl. 72. árg. 1996 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.