Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 45
Félagsráðsfundur 17. nóvember 1995 Skv. 34. gr. laga Félags íslenskra hjúkrunar- jrœðinga skal á vettvangi félagsins starfa félagsráð sem í eiga sœli stjórnarmenn félagsins, formenn ( stjórnum nefnda, formenn svœðisdeilda og formenn fagdeilda. Félagsráð skal vera stjórn félagsins til ráðgjafar og funda a.m.k. tvisvar á ári. Síðasli félagsráðs- fundur var haldinn 17. nóvemher sl. en sá nœsti verður 23.febrúar 1996. Á félagsráðsfundinum í nóvember sl. sagði Ásta Möller, formaður félagsins, frá því helsta sem er á döfinni hjá félaginu. Hefur verið greint frá flestu af því í Tímariti hjúkrunarfræðinga á síðasta ári, s.s. samþykktum fulltrúa- þings, stofnun nýrra nefnda o.íl. Kjaramál Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, sagði frá endurskoðun á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í júlí sl. Hún sagði samkomulagið fela í sér u.þ.b. 4,5% meðaltalshækkun á launum hjúkrunar- fræðinga. Launataflan hækkaði um 3% og lijúkrunarstjórnendur fengu 1-2 launaflokka hækkun þar að auki. Kjarasamningar félagsins voru lausir um áramót og greinir Vigdís annars staðar hér í hlaðinu frá efnisatriðum nýs kjarasamnings félagsins við fjármála- ráðherra og Reykjavíkurhorg sem undirritaður var 30. janúar sl. Hugmyndafræði og stefnumótun í hjúkrun og heilbrigðismálum Kynning á störfum hjúkrunarfræðinga Þorgerður Ragnarsdóttir, ritstjóri, sagði frá kynningu á störfum hjúkrunar- fræðinga á síðasta ári. Ymislegt var gert og margir hjúkrunarfræðingar lögðu hönd á plóginn. Má meðal annars nefna kynningu á merkinu með veggspjöldum og bolum, 12. maí, heilsuvernd í almenningshlaupum, HM ’95 og fleira. Á fundinum spunnust umræður um hvort og hvernig ætti að standa að framhaldinu. Tímarit Þorgerður kynnti einnig sameiningu fræðirits og fréttablaðs hjúkrunar- fræðinga íTímarit hjúkrunarfræðinga. Á fundinum voru flestir ánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið en þó komu einnig fram óánægjuraddir. Þar sem skiptar skoðanir virðast vera innan félagsins um það hvernig hlaðið á að vera lögðu Herdís Sveinsdóttir, formaður ritnefndar, og Þorgerður, ritstjóri, til að efnt yrði til opins fundar um þessi mál snemma árs 1996. Þá var greint frá nýjum samningi sem liefur verið gerður við fyrirtækið Hæni sf. um söfnun auglýsinga í blaðið. Herdís Sveinsdóltir, formaður ritnefndar, óskaði eftir því að öll fréttabréf sem gefin eru úl á vegum deilda félagsins yrðu send til ritnefndar sem gæti þá hugsanlega nýtt efni úr þeim í tfmaritinu ef |iau væru áhugaverð fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Sama gildir um tilkynningar á námstefnur eða fræðsluerindi hjá einstökum deildum. Þar sem Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem starfar hjá félaginu var fjarverandi, sagði Ásta Möller frá verkefni hennar sem er að vinna að hugmyndafneði félagsins og stefnumótun í hjúkrun og heilbrigðis- málum. Myndaður verður bakhópur til að vinna með Sesselju að verkefninu. Áætlað er að vinnan verði vel á veg komin á næsta hjúkrunarþingi sem verður 25. október 1996. Þjónusta skrifstofu við fagdeildir Að fenginni fyrirspurn upplýsti Ásta Möller að starfsfólk skrifstofunnar gæti ekki tekið að sér ritarastörf fyrir fagdeildir, en húsnæðið og önnur aðstaða félagsins, s.s. tölva, væri þeim til afnota eftir þörfum. Allur póstur fagdeildanna er á ábyrgð þeirra sjálfra. Saga hjúkrunar á íslandi Ásta Möller sagði frá hugmyndum um útgáfu á sögu hjúkrunar á Islandi. Áhugasamir hjúkrunarfræðingar hafa unnið töluvert undirbúningsstarf fyrir útgáfu á sögu hjúkrunar en nú er stefnt að því að vinna markvissar að útgáfunni. Vonandi skýrast línur í því máli fyrri hluta árs 1996. Könnun á ofbeldi á vinnustöðum Ásta Möller vakti athygli á því að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sókn og Starfsmannafélag ríkisins hefðu hug á að kanna ofbeldi í garð félagsmanna sinna á sjúkrastofnunum m.t.l. forvarna og réttarstöðu þeirra. Guðbjörg Sveinsdóttir, formaður í deild geðhjúkrunarfræðinga, tók upp öryggismál hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks á geðdeildum. í umræðum um málið kom fram að ofbeldi getur átt sér stað á öllum deildum og innan heilsugæslunnar. Sums staðar í útlöndum fara t.d. alltaf tveir saman í vitjanir í heimahús. Þá kom einnig fram að ofljeldi þyrfti að skoða f víðu sam- hengi þ.e. bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi, sem sjúklingar og samstarfsfólk geta beitt hjúkrunarfræðinga. Hjúkrun '96 Ásrún Kristjánsdóttir, formaður fræðslu- og menntamálanefndar félagsins, sagði frá ráðstefnunni Hjúkrun’96 sem stefnt er að í maí 1996. Hún benti á mikilvægi þess að nýta árið á milli ráðstefna t.d. fyrir málþing, umræðufundi o.fl. og óskaði eftir hugmyndum fundarmanna um hátíðahöld á 12. maí í framtíðinni. Orlofsnefnd Hanna I. Birgisdóttir, formaður orlofsnefndar, sagði frá hugmyndum orlofsnefndar um möguleg íbúðaskipti við erlenda hjúkrunarfræðinga. Stungið var upp á að orlofsnefnd alhugaði möguleika á að kaupa tjaldvagn. Hanna upplýsti að 70% umsækjenda um orlofshús á árinu hefðu fengið úthlutun. Endurskoðun siðareglna Ólöf Ásta Ólafsdóttir, formaður siðanefndar sagði að meginverkefni siðanefndar á komandi ári væri mótun siðareglna og að mögulega yrði stofnaður bakhópur um verkefnið. Hildur TÍMÁRIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. thl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.