Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 9
Af þátttakendum voru 12,5% ekki í starfi fyrir veikindi en
það hlutfall hafði hækkað f 44,4% eftir að viðkomandi veiktust.
Af þeim sem ekki voru í starfi voru 5% á eftirlaunum. Langflestir
höfðu hætt störfum að læknisráði (28,8%). Þriðjungur (33,3%)
var í fullu starfi og 22,3% í hlutastarfi. Tæpur helmingur
þátttakenda (48,3%) taldi sjúkdómsástand sitt hafa slæm áhrif á
fjárhag, en mun fleiri eða 76,1% gátu um áhyggjur af fjárhag, þar
af 22,3% uin miklar áhyggjur.
Ymsir lifnaðarhættir voru skoðaðir sérstaklega. Kom í ljós að
12,5% þátttakenda reykti, rúmur fjórðungur hafði aldrei reykt
(26,4%) og ríflega helmingur hafði reykt en var hættur (61,1%).
Svo til allir sem einhvern tíma höfðu reykt eða gerðu það þegar
rannsóknin var gerð höfðu reykt í meira en 10 ár (71,8%). Aðeins
einn þátttakandi (1,5%) hafði aukið áfengisneyslu sína eftir að bið
hófst, 18,5% neyttu minna magns en fyrir veikindi, 24,6% neyttu
sama magns og rúmur helmingur neytti ekki áfengis (55,4%).
Tæpur helmingur (42,4%) taldi sig of þungan og 82,6% stunduðu
ekki reglubundna líkamsrækt.
Biðin eftir hjartaskurðaðgerð
Þegar rannsóknin var gerð höfðu sjúklingar að meðaltali beðið 5-
6 mánuði, sjá mynd 1, og höfðu 40,8% beðið lengur en 5 mánuði.
Aðgerð hafði verið frestað í 18,6% tilvika og var það oftast vegna
aðstæðna á spítalanum. Aðeins 4,2% þátttakenda höfðu farið í
hjartaaðgerð áður. Flestir (73,9%) bjuggust við að framtíðin yrði
þeim betri, 1,4% að hún yrði veni og 24,6% veltu henni ekki fyrir
sér.
9-10 mánuðir
Mynd 1. Tími á biðlista þegar rannsókn var gerð (n=71).
Líðan virtist versna eftir því sem þátttakendur biðu lengur
eftir aðgerð þó ekki væri um marktækt samband að ræða. Dæmi
um slæm áhrif biðar voru að samband við fjölskyldu og vini
versnaði, óánægja með starf jókst, kynlif versnaði og mæði og
þreyta jukust. Áhrif lengri biðtíma á mæði og þreytu reyndist
tölfræðilega marktæk (kí-kvaðrat p < 0.05). Þeir þátltakendur,
sem beðið höfðu í 3-4 mánuði, virtust vera verr settir á mörgum
sviðum en þeir sem beðið höfðu styttra og lengur þó sambandið
væri ekki tölfræðilega marktækt. Þeim fannst biðin erfiðust og
voru óánægðastir með Iífið, heilsu sína, andlega líðan, starf,
fjárhag og félagsleg tengsl.
Lýsing d líðan
Flestir þátttakenda vom ósáttir við lieilsu sína (87,9%). Rúmlega
þriðjungur (39,1%) mat lieilsu sína fremur eða mjög slæma
undanfarinn mánuð. Um 40% (39,7%) gat um brjóstverk eða
óþægindi sem tengjast hjarta af og til yfír sólarhringinn. Auk þess
gátu 5,2% um brjóstverk eða óþægindi sem tengjast hjarta stöðugt
allan sólarhringinn. Þegar spurt var við hvaða aðstæður van-
líðunar yrði vart kom fram að algengustu aðstæðurnar voru við
líkamlega áreynslu (67,1%), andlegt álag (42,9%) og í hvíld
(11,4%).
Eigin orð fimm þátttakenda lýsa djúpstæðri vanlíðan:
Egfœ einkenni þegar ég er stressaður. Ég hef ekki fengið leið-
beiningar um hvernig ég get ráðið við streituna. Hef heyrt að fólk
deyi á biðlistanum.
Ég er mjög eirðarlaus og hef minni einbeitingu. Ég borða of mikið
og reyki í laumi. Ég er mjög kvíðinn og biðin er mjög erfið. Égfœ
brjóstverk við alla áreynslu og við geðshræringu.
Sjúkdómurinn stjórnar öllu. Biðin er erfið og margar spurningar
vakna.
Mér líður mjög illa og er kvíðinn og stressaður.
Ég hef komist að því að þessi bið er bœði andleg og li'kamleg
niðurlœging.
Þættir, sem lúta að andlegri líðan, vom skoðaðir sérstaklega og
kom í ljós að 54,8% þátttakenda töldu áhrif biðar á andlega líðan
slæma, 32,3% töldu hana ekki hafa áhrif og 12,9% sögðu að biðin
hefði jákvæð áhrif á andlega líðan. Spurt var hvort þátttakendur
fyndu fyrir streitu, 86,6% sögðu svo vera, þar af fundu 28,4% fyrir
mikilli streitu. Karlar vom jafnframt verr haldnir af streitu en
konur (kí-kvaðrat p<_0.10).
I Ijós kom að andleg líðan mánuðinn fyrir rannsóknina hafði
versnað. Sérstaklega varð vart aukins kvfða (60,9%), viðkvæmni
(41,2%), óþolinmæði (40,4%), pirrings (39,2%), vonleysis
(29,8%) og þunglyndis (21,7%). Örfáir fundu fyrir minni
einkennum (2,0-4,3%) nema kvíða sem ekki dró úr hjá neinum.
Ekki reyndist munur milli kynja á þessum þáttum. Yngri
einstaklingar sýndu marktækt meiri kvíða, þunglyndi,
viðkvæmni, óþolinmæði og pirring en þeir sem eldri voru og
reyndist það samband marktækt með kí-kvaðrat prófi er
þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir aldri (p< 0.05).
Svefntruflanir virtust ekki mjög algengar. Tæpur fjórðungur átti
erfitt með að sofna og svaf illa á nóttunni (20,9%), 12,3%
þátttakenda notuðu svefnlyf að staðaldri, 8,8% róandi lyf og 2,7%
geðlyf.
Eftirfarandi frásögn eins þátttakenda er dæmigerð fyrir vanlíðan
þeirra:
Að bíða marga mánuði eftir aðgerð er mjög erfitt, ekki bara fyrir
mig heldur alla mína Jjölskyldu. Er það aðallega vegna þess að
líðanin er misgóð. Vinnu getur maður ekki stundað nema mjög
takmarkað, svo skapsmunirnir verða erfiðir, t.d. viðkvœmni og
reiði svo eilthvað sé nefnt. Verst er þó að þegar biðin á að vera á
enda og komið að aðgerð, þá stenst það ekki og það sem verra
er, þá virðist enginn geta sagt til um hve biðin muni lengjast
mikið. Þetta heftr mjög slœm áhrif bœði andlega og líkamlega.
Þau einkenni, sem ollu mestri vanlíðan mánuðinn fyrir könnun,
þóttu jafnframt áhugaverð og var spurt um þau sérstaklega.
Þreyta, mæði, brjóstverkur og breytingar á skapi voru þar
algengust, sjá mynd 2. Þegar kynjamunur var skoðaður á þessum
einkennum kom í ljós að konur höfðu meiri óskilgreinda verki (kí-
kvaðrat p < 0.10), fundu fyrir meiri vökvasöfnun (p < 0.05) og
meiri hjartsláttaróreglu (p < 0.05) en karlar.
TI'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996