Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 11
halda voninni væri stór þáttur í starfi þeirra. Þeim fannst „óþægilegt" og „erfitt" að hjálpa fjölskyldunni að viðhalda óraunhæfri von, erfitt gæti verið að finna réttu orðin og bregðast rétt við. Einn þátttakandinn lýsti því að þrátt fyrir vilja hjúkrunarfræðinga til að ræða um vonina eða dauð- ann við deyjandi sjúklinga og fjölskyldur þeirra þá væri það oft erfitt á bráðadeild: Einu sinni við sjúkling, við vorum að byrja, þá þessi h... sími, þetta var á matartíma, við vorum svo fáar að vinna, hann hringdi og hringdi og hringdi þar til ég varð að svara. Á acút deild þorir maður ekki að láta símann hringja það getur allt komið inn, þetta er í eina skiptið sem sjúklingur hefur farið að tala um svona mál. Þessum hjúkrunarfræðingi fannst það leiðinlegt að geta ekki talað um þetta við sjúklinginn og reyndi aftur, en það gekk ekki. Einnig kom í Ijós hjá þátttakendum að aldur sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma eða deyjandi gat haft áhrif á von um betra eða lengra líf. Það fer eftir aldrinum á sjúklingnum, efað þetta er ungt fólk þá er það náttúrlega vonin, ég man þegar ég var nemi þá kom inn ung stúlka sem allir stóðu ráðþrota gagnvart, ég man bara að ég skildi ekki að hún skyldi deyja, þetta var bara eins og ég í rúmi, að hún skyldi deyja, þessi stúlka, ég bara skildi það ekki. Hjúkrunarfræðingarnir lýstu líðan sinni við þær aðstæð- ur þegar fjölskyldan heldur í von sem ekki er raunhæf. Mér finnst þá náttúrlega mikilvægt að þeir geri sér raunhæfar vonir líka, svo að þeir séu ekki með einhverjar gloríur, og svo hérna kannski, er þetta kannski bara ein- hver brostin von sem að þeir kenna svo okkur um, af hverju sagðir þú ekki neitt? Ég hef það á tilfinningunni að þeir komi til með að hugsa, sko, þú vissir þetta. Umræður um niðurstöður í tengslum við fræðilegt efni Scullion (1994) segir að samskipti séu ferli sem er litið á sem mikilvægan þátt innan heilbrigðiskerfisins. Af þeim sökum snúist kvartanir sem berist til forráðamanna þess aðallega um samskipti. Hann segir jafnframt að fjölskyldur hafi sig ekki í frammi vegna hættu á því að verða óvinsæl- ar. Almennt sé vitað um óánægju með samskipti er að heilbrigðisstarfsfólk gefi henni ekki nægilegan gaum og reyni ekki að gera betur. Samkvæmt Kristínu Björnsdóttur (1994) felur hjúkrun í sér umönnun, að stuðla að vellíðan manneskjunnar og þroska, einnig að aðstoða einstaklinginn við þá þætti sem fullnægja þörfum hans og óskum. Umönnun hjúkrunar- fræðingsins miðast við lífsreynslu sjúklings og áhrif veik- inda á líf hans og aðstandenda hans. Kristín skilgreinir slíka hjúkrun eitthvað á þessa leið: Hjúkrun byggir á þekk- ingu og reynslu skjólstæðingsins, einnig á viðbrögðum hans og skilningi á því hvaða merkingu atburðir og að- stæður hafa fyrir hvern einstakling. Hjúkrunarfræðingurinn öðlast þekkingu aðallega í samskiptum sínum við sjúkling- inn og fjölskyldu hans, þar eð næmi fyrir þörfum og líðan einstaklingsins er nauðsynlega samfara því að kynnast heimi skjólstæðinganna, sögu þeirra og daglegu lífi. Hjúkr- unarfræðingarnir í þessari rannsókn töluðu um eigin við- brögð við þjáningu og sorg fjölskyldunnar og lýstu því hvernig þeir skynjuðu þarfir einstaklingsins og fyndu á sér hvaða viðbrögð væru viðeigandi við hverjar aðstæður. Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á hlut- verki hjúkrunarfræðinga byggjast flestar á viðtölum við hjúkrunarfræðingana sjálfa. Flestar þeirra leggja áherslu á umönnun. Persónueinkenni hjúkrunarfræðingsins skipta miklu máli og geta ráðið úrslitum um hvernig gengur að vinna traust skjólstæðingsins (Reimer o.fl., 1991). Þessi rannsókn leiddi í Ijós að hindranir gátu verið til staðar þegar hjúkrunarfræðingarnir voru að byggja upp traust tengsl við skjólstæðinga sína. Þeir töldu það oftast stafa af því að þeir vissu of lítið um sjúklinginn og það gerði þá óörugga sem fagmanneskjur. Hickey og Lewandowski (1988) segja að hjúkrunar- fræðingurinn sé oft milligöngumaður á milli læknis og fjöl- skyldunnar. í rannsókn þeirra kom í Ijós að gjörgæsluhjúkr- unarfræðingar töldu samskipti við fjölskylduna ófullnægj- andi ef óljóst var hvaða upplýsingar hún hafði fengið hjá lækni. Jones (1989) ræðir mikilvægi þess að góð samvinna og góð tjáskipti séu meðal þeirra sem leggja á ráðin um meðferð sjúklings og gefa honum og fjölskyldu hans upp- lýsingar. Þar leggur hún sérstaka áherslu á nauðsyn þess að hjúkrunarfræðingurinn sé meðvitaður um öll smáatriði varðandi áform og framkvæmdir, og kosti þeirra og galla fyrir sjúklinginn. Hjúkrunarfræðingarnir í þessari rannsókn töldu það vera lykilatriði að fá að vita nákvæmlega hvað læknirinn hefði sagt því að það væru hjúkrunarfræðingarnir sem þyrftu að hugsa um fjölskylduna eftir á og hjálpa henni að glíma við viðbrögðin. May (1993) telur engan vafa leika á því að þessar að- stæður séu hjúkrunarfræðingum mjög erfiðar. Hjúkrunar- fræðingurinn sé að kynnast sjúklingnum, ekki bara sem einstaklingi sem siðir og venjur sjúkrahússins eða þróun banvæns sjúkdóms hafa sett úr lagi, heldur einnig sem persónu sem hugsanlega þarf að taka erfiðar ákvarðanir um. Ákvarðanir þurfa ekki að vera í samræmi við gildismat hjúkrunarfræðingsins. Ef þær samrýmast ekki þeirri vinnu sem hann hefur lagt í til að kynnast sjúklingnum sem hann annast þá grafa þær undan viðleitni hans til að uppfylla þarfir sjúklingsins. Hjúkrunarfræðingarnir í þessari rannsókn ræddu um óöryggi gagnvart aðstandendum. Þeir töldu það koma sérstaklega fyrir þegar þeir vissu ekki hvað fjölskyldan vissi mikið. Þeim fannst það skipta miklu máli að vita um ástand, horfur og framhaldið hjá sjúklingnum til þess að geta myndað góð tengsl. Sumir þátttakenda álitu að það væri ekki hægt að veita fjölskyldunni stuðning nema vitað væri á hvaða forsendum ætti að gefa hann. 147 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.