Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 31
Tjölsk^Uu(?j(mus'U. á geðsviði SHR / fjölskylduþjónustu felst að aukin áhersla er á að styðja og fræða aðstandendur og taka þá með í umönnun/meðferð sjúklings þar sem við á. Litið er svo á að sjúklingurinn sé hluti af fjölskylduumhverfi sínu og þarfir fjölskyldunnar og sjúklingsins skarist að einhverju leyti. Félagslegt samspil sé mikil- vægur þáttur í lífi sjúklingsins. Haustið 1996 hófst undirbúningur fyrir skilvirkari fjölskylduþjónustu á deild A-2. í því skyni voru hönnuð og tekin í notkun ný upplýsingablöð í hjúkrun, þar sem aukin áhersla var lögð á að meta þarfir fjölskyldunnar. Þá voru og haldnir þverfaglegir fræðslu- og rabbfundir um markmið, tilgang og framkvæmd fjölskylduþjónustu á geðdeild. í október 1997 voru sendir út spurningalistar til ákveðins hóps aðstandenda sjúklinga er dvalið höfðu á A-2 á tímabilinu 1995-1997. Spurt var um hvort og í hve miklum mæli aðstandendur hefðu notið fræðslu- og/eða stuðnings starfs- fólks deildarinnar meðan einhver úr fjölskyldunni dvaldi þar. Einnig var spurt um óskir fjölskyldunnar um fræðslu og stuðning. Eftirfarandi vísbendingar komu fram: • Aðstandendur söknuðu mjög fræðslu um sjúkdóm ástvinar, með- ferð hans og horfur. Einnig var nefnd fræðsla um viðbrögð við ákveðnu atferli. • Aðstandendur tjáðu þörf fyrir fundi á deildinni, þar sem bæði sjúklingurinn og meðferðaraðilar kæmu saman ásamt aðstand- endum og hin ýmsu mál væru tekin til umfjöllunar. • Aðstandendur tjáðu sig um almenna ánægju með viðmót starfsfólks á deildinni. Þeim, sem fengu spurningalist- ana, var um haustið boðið að sækja námskeið fyrir aðstandendur sjúklinga á A-2, haustið 1997. Var það haldið á dagdeild geðsviðs á Hvítabandi og fór fram með fyrirlestrum og hópum- ræðum. Fyrirlestrarnir voru: • Kynning á starfsemi deildar A-2 (Guðrún Guðmundsdóttir) • Geðklofasjúkdómur - fyrri hluti (Kjartan Kjartansson) • Geðklofasjúkdómur - seinni hluti (Kjartan Kjartansson) • Tilfinningar aðstandenda, áföll og kreppur (Guðný A. Arnþórsdóttir) • Félagsleg úrræði og almannatrygg- ingar (Ása Þorgeirsdóttir) Að loknum hverjum fyrirlestri voru umræður og boðið var upp á kaffi. Námskeiðsgestir voru beðnir um að fylla út matsblöð eftir hvern fyrirlestur og kom þar fram almenn ánægja með fyrirlestrana og umræðurnar og það að fá tækifæri til að hitta aðra aðstandendur. Að námskeiðinu loknu voru sendir út spurningalistar á nýjan leik til sama markhóps í þeim tilgangi að kanna hvort breyting hefði orðið á upplifun af fræðslu og/eða stuðningi á deild A-2. Fjölskylduþjónustan felst ekki eingöngu í fræðslu heldur einnig í beinum tengslum við fjölskylduna meðan á innlögn ástvinar stendur. Starfsfólk á A-2 og aðstandendur virðast vera meðvitaðri um þörf beinna tengsla við fjölskylduna, sem lýsir sér meðal annars í tíðari fjöl- skyldufundum frá haustinu 1996. Fyrirhugað er annað aðstand- endanámskeið haustið 1998, sem verður væntanlega með svipuðu sniði og hið fýrra. Þá er og fyrirhugað að hjálpa aðstandendum að mynda sjálfshjálparhópa. Guðný Anna Arnþórsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavikur og Guðrún Guðmundsdóttir deildarstjóri deild A-2. íbúð í París Lítj stúdíóíbúð rétt við Sigurbogann í París er til leigu í júlí og ágúst, t.d. vika í senn eða lengri tíma. Upplýsingar í símum 477 1136 og 892 8950. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.