Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 33
boðið neitt hlutverk!" Ekki löngu síðar var hringt til mín og mér boðið hlutverk í leikriti. Ég gat ekki þegið það þá því ég var upptekin í öðru en síðar þegar mér bauðst annað hlutverk í opnunarsýningu bæjarleikhússins, í gamla áhalda- húsinu sem leikfélagið fékk að gjöf, þá sló ég til. Þetta var revía sem var sérstaklega samin fyrir þessa opnun. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Leikhúsið var t.d. ekki tilbúið svo maður tók að sér öll störf sem þurfti til að hægt væri að koma því í stand, í viðbót við leikarastarfið. Síðan hef ég tekið þátt í öllum sýningum leikfélagsins, annað hvort sem leikari eða unnið önnur nauðsynleg störf. Núna er ég t.d. gjaldkeri félagsins auk þess sem ég er að leika í Stálblómi." En hlutverkin sem María hefur leikið eru ekki bara bundin við leikhúsið í Mosfellsbæ. Hún lék nokkuð stórt hlutverk I kvikmynd Óskars Jónassonar, Perlur og svín, og var þar eini áhugaleikarinn sem var í hlutverki. En hvernig kom það til að hún fór að leika í kvikmynd? „Við, hjá leikfélaginu í Mosfellsbæ, höfum gert mikið af því að vera „statistar" í kvikmyndum, aðallega til að afla fé- laginu einhverra peninga. Við vorum t.d. í Djöflaeyjunni. Óskar hringdi til mín og spurði hvort ég vildi lesa hlutverk Karólínu kökugerðarkonu í Perlum og svín, sem ég gerði. Seinna bauðst mér svo hlutverkið og þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk greitt fyrir að leika og þetta er mun betur launað en hjúkrunarstarfið. Um síðustu jól var ég svo að leika í barnamynd hjá Guðnýju Halldórsdóttur. Myndin er samnorrænt verkefni og verður sýnd í sjónvarpinu um næstu jól.“ Hvort er skemmtilegra að leika í kvikmynd eða leikhúsi? María hugsar sig aðeins um en segir svo: „Hvort tveggja er skemmtilegt. En ég er kvíðnari á sviði. Þar þarf að fara með mikinn texta í einu, sem er mjög krefjandi. Kvikmyndin er tekin upp í hlutum og það er alltaf hægt að endurtaka ef maður fipast." Færi í leiklistarnám Eins og fyrr segir er María komin á eftirlaun þó ekki sé hún alveg hætt að vinna. En taka leikarastörfin ekki mikinn tíma? „Manninum mínum finnst allavega stundum að ég sé ansi mikið í burtu. Þegar við erum að æfa þá æfum við frá kl. 8-12 á hverju kvöldi í 5-6 vikur, en reynum þó að eiga frí eitt kvöld í viku. Dóttir mln er svo komin á kaf f þetta líka. í fyrrasumar fórum við á alveg frábært leiklistarnámskeið í Svarfaðardal. Til að dóttir mín gæti farið líka þá leigðum við sumarbústað og maðurinn minn kom með og passaði börnin hennar á meðan við vorum á námskeiðinu. Þarna hittum við áhugaleikara frá leikhúsum alls staðar á landinu og lærðum alveg ótrúlega margt hjá kennaranum, Hörpu Arnardóttur, leikkonu. Núna í júní verður framhaldsnám- skeið og ég ætla á það. Ég held ég sé komin á þá skoðun núna að ef ég væri yngri þá færi ég í leiklistarskóla." Þá er það lokaspurningin: Hvernig fara þessi tvö störf saman; hefur leiklistin gagnast í hjúkrunarstarfinu? Og ekki bregst svarið: „Er maður ekki alltaf að setja upp eitthvað annað andlit í hjúkruninni?" Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.