Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Síða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Síða 29
Á heilsugæslunni í Hafnarfirði Heilsugæslustöðin á Sólvangi í Hafnarfirði þjónar um 20.000 íbúum. Á stöðinni starfa 19 hjúkrunarfræðingar. Einn þeirra er Ingi- björg Ásgeirsdóttir. Hún býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni og þremur börnum. Leið Ingibjargar til æðri menntunar hófst í Kvennaskólanum, lá svo í Kennaraskólann og loks í Hjúkrunarskóla íslands. Þaðan útskrifaðist hún I september 1976 um það leyti sem hún eignaðist sitt fyrsta barn. Árin 1979 til 1980 lagði hún stund á frekara nám í hand- og lyflæknishjúkrun í Nýja hjúkrunar- skólanum og gerðist að því loknu deildarstjóri blóðskil- unardeildar Landspítalans. Hún vann á Landspítalanum til ársins 1984 þegar hún eignaðist þriðja barnið sitt. Um haustið sama ár hóf hún störf á Heilsugæslustöðinni í Hafnarfirði þar sem hún hefur unnið síðan. Þar fékk hún áhuga á frekara námi í heilsu- gæsluhjúkrun og frá 1987-89 var hún í Nýja hjúkrunar- skólanum. „Hópurinn minn var sá síðasti sem fór í gegnum þennan skóla. Núna er hluti námsins innan B.S. námsins í HÍ en ekkert heilsteypt nám í heilsugæsluhjúkrun stendur til boða. Okkur, sem störfum á þessu sviði, finnst það miður og við vonumst til að viðbótarnám verði sett á laggirnar við Endurmenntunarstofnun Háskólans.“ Skyldur og starfsemi Heilsugæslan er grunneining heilbrigðisþjónustunnar á hverju svæði. „Samkvæmt lögum eigum við að sinna fjöl- mörgum verkefnum. Meginverkefni heilsugæslustöðva auk læknisþjónustu er heimahjúkrun og heilsuvernd. Má þar nefna geðvernd, vímu- og tóbaksvarnir, slysavarnir, fyrir- byggjandi heilbrigðisfræðslu og ónæmisvarnir. Mörgu af þessu höfum við enga möguleika á að sinna eins og staða mála er í dag.“ Mikilvægur þáttur heilsuverndar, að mati Ingibjargar, lýtur að eftirliti með aðbúnaði starfsfólks á vinnu- stöðum. Hún telur að vinnuvernd sé áhrifarík leið til að draga úr áhættu á sjúkdómum og vanheilsu og þyrfti að sinna betur. Starf hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðinni í Hafnar- firði er aðallega fólgið í heimahjúkrun, skólaheilsugæslu, ungbarna- og mæðravernd og hjúkrun við bráða- og slysaþjónustu stöðvarinnar. „Það eru ekki margar heilsu- gæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem veita bráða- þjónustu. Þetta er mjög þungur og stór þáttur starf- seminnar." Að þessu leyti á heilsugæslan í Hafnarfirði meira sammerkt með heilsugæslunni úti á landi álítur Ingi- björg. Henni sýnist sem fólk af landsbyggðinni kjósi gjarnan Hafnarfjörð þegar það flyst á suðvesturhornið. „Hér er höfn og sjórinn blasir við. Ég held að fólk fái örlitla tilfinningu sem líkist því að búa á smærri stað á landsbyggðinni." Hún er ekki fædd og uppalin í Hafnarfirði en hefur búið þar í 24 ár. „Margir sem vinna á stöðinni eru Hafnfirð- ingar enda virðast innfæddir halda mikilli tryggð við staðinn. Stundum talar fólk eins og allir þekki alla en bærinn hefur stækkað ört hin síðari ár og staðreyndin er sú að við erum alltaf að sjá ný andlit hérna.“ Ingibjörg segir starfinu á stöðinni vera of þröngur stakkur sniðinn, 13 stöðugildi hjúkrunarfræðinga sé einfaldlega of lítið. Heilsugæslustöðin í Hafnarfirði hafi ekki vax- ið í samræmi við fjölgun íbúanna og auknar skyldur. „Við gerum okkur vonir um að fá að ráða fleiri hjúkrunarfræðinga fljótlega því það fékkst leyfi til að ráða fleiri lækna. Sennilega fáum við lika viðbótarhúsnæði sem er brýnt því við búum mjög þröngt. Við sjáum því fram á betri tíð.“ Tekið á sorginni Ingibjörg telur að starfsfólk í heilsugæslu reyni alltaf að gera vel en raunin sé sú að heilsugæslan hafi ekki sinnt öllum þeim þáttum sem henni er ætlað. Hún nefnir sem dæmi að fólki í sorg sé ekki markvisst veitt sú eftirmeðferð sem þyrfti. Hún segir að bæði heilsugæslustöðin og skólaskrifstof- an í Hafnarfirði hafi mikinn áhuga á að aðstoða skólana við að takast á við mál vegna sorgaratburða sem tengjast börnunum í skólanum á einhvern hátt. „í einum skólanum erum við að mynda hóp fólks sem hefur áhuga, vilja og getu til að taka til dæmis á dauðsfalli nemanda, foreldra, systkina eða kennara til að geta þannig hlúð að ein- staklingnum eða bekknum sem á í hlut. Þetta er úrræði til að takast á við fyrsta áfallið þegar sorgin ber að dyrum. Það þarf að vera ákveðið fyrirkomulag í skólunum til að takast á við svona mál. Ingibjörg telur nauðsynlegt að vera með einhver úrræði til reiðu svo ekki þurfi áfall til að ýta undir skipulega vinnu í þessum málum. „Við byggjum á teymisvinnu: Fyrst og fremst verður það starfsfólk skólans sem mun sinna þessu starfi en við á heilsugæslunni og skólaskrifstofunni höfum tekið þátt í mótun og undirbúningi. Skólastjórnendur, kennarinn og skólahjúkrunarfræðingurinn eru lykilaðilar ásamt ef til vill prestinum í sókninni. Oft er þetta líka spurn- ing um að ná til fólks, því sumir leita sér ekki hjálpar að fyrra bragði." Skólaheilsugæsla Ingibjörg er deildarstjóri og hennar svið er skólaheilsugæsla. Níu hjúkrunarfræðingar vinna í skólahjúkruninni með 3400 nemendur. Starf Ingibjargar er þó einnig mikið innan stöðvarinnar. Hún tekur þátt í bráðamóttökunni og hefur umsjón með hjúkrunarnemum þegar þeir koma í námsvist. Skólahjúkrunin tekur mestan tíma á haustin en síðan er starfið jafnt og þétt yfir veturinn. „Ég er ekki með fasta við- 165 Ingibjörg Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.