Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 30
veru í neinum skóla þennan veturinn heldur sé um að samhæfa vinnu þeirra sem eru í skólunum. Skólahjúkr- unarfræðingar eru með 500-700 nemendur og fást við alla flóruna af vandamálum. Þess vegna þurfa þeir að vera sjálfstæðir í starfi og hafa faglega þekkingu á breiðu sviði.“ Ingibjörgu hefur þótt ánægjulegt að vera bakhjarl þess- ara hjúkrunarfræðinga. „Það eru ýmis mál sem berast til heilsugæslunnar sem þarf að koma á framfæri í skólunum og slíkt gengur betur þegar samstarf á milli skóla er í föst- um skorðum." Ingibjörg segir skólahjúkrunarfræðinga hafa fasta viðveru í skólunum og hversu mikil sú viðvera er sé háð stærð skólanna. „Við erum ekki alltaf ánægðar með þann mælikvarða því þetta þyrfti frekar að ákvarðast eftir þyngd skólans. Þyngdin fer ekki endilega eftir fjölda nem- enda, frekar eftir aldurssamsetningu og aðstæðum þeirra." Fjölskyldan og fagfólkið „Öll börn hafa einhver samskipti við skólahjúkrunarfræð- inga en það er alltaf ákveðinn hópur sem á við erfið vandamál að stríða", segir Ingibjörg. Til að taka á vanda- málunum þurfa hjúkrunarfræðingar að taka þátt í þverfag- legri samvinnu við aðra fagaðila innan skólans. Markmiðið er hið sama hjá öllum, velferð barnanna. í flestum skólum eru samráð milli skólastjórnenda, kennara, hjúkrunarfræð- inga og jafnvel fleiri aðila komin í ákveðinn farveg. Ingibjörgu finnst það ánægjuleg þróun og einmitt það sem stundum skortir í heilsugæslunni. „Það vantar fleiri fagstéttir í teymisvinnuna á stöðinni. Ég er þá að tala um iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og félagsráðgjafa; Fagfólk sem styrkir hvert annað." Hún bætir því við að lögum samkvæmt eigi að vera bæði sjúkraþjálfari og iðju- þjálfi á heilsugæslustöðvum en það hafi ekki verið til fjármagn fyrir þá starfskrafta. Þó hefur fengist fjármagn til að standa að tilraunaverk- efnum á nokkrum heilsugæslustöðvum. í Reykjavík var gerð tilraun með sjúkraþjálfara sem tókst svo vel að fram- hald hefur orðið á og tilraunaverkefni með iðjuþjálfa í Hafnarfirði lofar góðu. „Við höfum alitaf vitað að þetta væri gott fyrir starfsemina í heilsugæslunni en alltaf hefur strandað á fjárveitingum. Heilsugæslustöð á Akureyri fékk til dæmis fjölskylduráðgjafa til starfa og það verkefni hefur heldur betur sannað gildi sitt.“ Ingibjörg útskýrir að samkvæmt hugmyndafræði í heilsu- gæsluhjúkrun sé unnið út frá fjölskyldunni. „Við viljum leggja áherslu á teymisvinnu þar sem við vinnum saman, læknar og hjúkrunarfræðingar, með hagsmuni fjölskyld- unnar í huga. Fjölskyidan hefur á einu tímaskeiði þörf fyrir ungbarnavernd og seinna hugsanlega þörf fyrir heima- hjúkrun. Þá er það sama fólkið hjá okkur sem tæki þátt í hvoru tveggja ef þess er nokkur kostur. Við reynum eftir megni að búa til samfellu fyrir fjölskylduna." Starf hjúkrunarfræðinga í umhverfi skjólstæðingsins gerir kröfur um að hjúkrunarfræðingarnir starfi sjálfstætt. 166 „Hjúkrunarfræðingurinn er einn á ferð og hleypur ekki fram á gang til að hafa samráð eins og gert er á sjúkrahúsi. Við höfum að sjálfsögðu samráð á stöðinni en við stöndum ein þegar við erum heima hjá skjólstæðingnum." Af einskærum áhuga Ingibjörg notar tímann vel og er núna í starfstengdu námi í Endurmenntunarstofnun Háskólans í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu. „Það ákvað ég fyrst og fremst til að skilja betur hvernig ákvarðanir eru teknar. Maður er svolítið svekktur að vinna alltaf við fjársvelti og mannekiu." Hún telur breytingarnar í heilbrigðiskerfinu vera í þeim dúr að álagið muni aukast í heilsugæslunni. „Fólk er út- skrifað fyrr af sjúkrahúsum. Það gerir meiri kröfur um að fá að vera heima hjá sér í veikindum. Ef heilsugæslan á að geta komið til móts við þarfir fólksins þá þarf að efla hana og passa að hún sé ekki í fjársvelti þannig að hún geti tek- ið við nýjum verkefnum. Það virðist skorta skipulega stefnu um hvernig skuli eyða þeim fjármunum sem fara til heil- brigðisþjónustunnar." Ingibjörg hefur sótt mörg námskeið hérlendis og er- lendis. Henni finnst hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu vera duglegir að sækja alls konar námskeið. „Það er ekki svo mikið af formlegu námi í heilsugæsluhjúkrun í boði og við þurfum að vera dugleg að afla okkur þekkingar sjálf.“ Að gera betur Eitt af því sem hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu gera til að bæta þjónustuna er að hafa samráð sín á milli. Ingibjörg bendir á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samstarfs- vettvang. Skólahjúkrunarfræðingar af höfuðborgarsvæðinu og úr nágrannasveitarfélögunum hittast reglulega yfir vet- ’urinn og bera saman bækur sínar. „Þetta hefur gefist mjög vel. Svipað samráð er í gangi meðal hjúkrunarfræðinga í ungbarnavernd. Þannig má segja að það sé gott samstarf á milli heilsugæslustöðva." Ingibjörg álítur hjúkrunarfræðinga hafa faglegan áhuga og metnað til að byggja heilsugæsluna upp. „Við viljum alltaf leggja okkur fram um að gera betur. En það getur verið snúið eins og þessa dagana þegar hjúkrunarfræðing- ar eru mjög óánægðir með launakjör sín. Því miður hefur það alltaf veruleg áhrif á starfsemina og það er erfitt að vinna við slíkar aðstæður." Hjúkrunarfræðingar eru eins og annað fólk, þeir verða þreyttir þegar þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum. „Þegar við vinnum undir miklu álagi er ekki gaman að heyra óánægjuraddir fólksins þegar það fær ekki þá þjón- ustu sem það óskar. Það stangast á við að við leggjum okkur eins mikið fram og við geturn." Ingibjörg leggur þó áherslu á að flestir séu jákvæðir í garð starfsfólks heilsu- gæslustöðvarinnar og það skipti höfuðmáli. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.