Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 34
Asta Möller Sótt um aukaaðild PCN Stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga samþykkti á fundi sínum 2. febrúar sl. að sækja um aukaaðild að samtökum félaga hjúkrunarfræðinga í löndum Evrópusambandsins, öðru nafni PCN (Standing committee of Nurses of the EU, en hét áður „Per- manent commitee of Nurses of the EC" (PCN)) en samtökin mynda fastanefnd um hjúkrunarmál innan Evrópusambandsins (ESB). í þessari grein verður í stuttu máli gerð grein fyrir starfi samtakanna og ákvörðun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga um að gerast aðilar að þeim. Bakgrunnur PCN Ýmsar ráðgefandi nefndir eru starfandi innan ESB og hafa þær hver um sig ákveðið starfssvið. Félög hjúkrunar- fræðinga í löndum ESB mynduðu á árinu 1971 ráðgefandi nefnd um hjúkrunarmál og er hún viðurkennd opinberlega innan sambandsins. Nefndin mótaði m.a. tilskipanir um gagnkvæma viðurkenningu á starfs- réttindum og menntun hjúkrunarfræð- inga í löndum ESB og hefur hin síðari ár verið vettvangur til að skoða og styðja við þróun hjúkrunar í Evrópu. Aðild að samtökunum eiga félög hjúkrunarfræðinga þeirra landa sem eiga aðild að ESB. Samtök hjúkrun- arfræðinga í löndum sem hafa form- lega sótt um aðild að ESB hafa átt rétt til að senda áheyrnarfulltrúa á fundi nefndarinnar, ásamt Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) og Alþjóðasamtökum hjúkrunarfræðinga (ICN). í nóvember sl. var tekin ákvörðun um að bjóða félögum hjúkrunarfræðinga landa sem eiga aðild að Evrópuráðinu og 170 eru jafnframt aðilar að ICN að gerast aukaaðilar að samtökunum og barst Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga slíkt boð í desember sl. Fjölmörg félög hjúkrunarfræðinga í Evrópu, sem eru utan ESB hafa þekkst boðið. Fundir PCN eru haldnir tvisvar ári, tvo daga í senn. Á haustfundum sl. tvö ár hafa jafnframt verið haldnir form- legir samráðsfundir samtakanna með Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar annars vegar og evr- ópskum samtökum hjúkrunarfræð- inga innan sérgreina hin.s vegar. Núverandi formaður samtakanna er Christine Hancock, framkvæmda- stjóri The Royal College of Nursing, en hún tók við af Kirsten Stallknecht, formanni ICN. PCN hefur fasta skrif- stofu I Brussel og einn starfsmann. Tilgangur og verkefni Tilgangur PCN er aavekja athygli ESB á raunverulegu og hugsanlegu samstarfi hjúkrunarfræðinga til að takast á við heilbrigðisþarfir þegna bandalagsins og að standa vörð um starf, stöðu og hagsmuni hjúkrunar- fræðinga innan bandalagsins. Meðal markmiða PCN er að skoða, skilgreina, bregðast við, vera ráðgefandi um og hafa áhrif á öll mál sem tengjast hjúkrun, hjúkrunarfræð- ingum og heilbrigðismálum innan ESB. Einnig að hafa samvinnu við alþjóðlegar og evrópskar stofnanir, samtök og félög sem vinna að hjúkr- unar- og heilbrigðismálum. ESB hefur ekki afskipti af skipu- lagningu heilbrigðisþjónustu í löndum sambandsins, en hefur sett fram ákveðin markmið til að takast á við tiltekin heilbrigðisvandamál, m.a. til að samræma átak landanna. Má þar nefna áætlanir til að auka heilbrigði, um aðgerðir gegn krabbameini, alnæmi og misnotkun vímuefna og um öryggi á vinnustað. Þá hefur verið unnið að því að styrkja hjúkr- unarannsóknir innan aðildarland- anna. Kom þessi ákvörðun í kjölfar fundar heilbrigðisráðherra landanna 1990 og var hugsuð sem liður í að styrkja nám hjúkrunarfræðinga og rannsóknir innan hjúkrunar. PCN hefur safnað og miðlað upplýsingum um heilbrigðis- og hjúkrunarmál sem hefur verið mikill styrkur fyrir samtök hjúkrunarfræð- inga og stuðlað að framförum í málefnum hjúkrunar jafnt á vettvangi ESB, sem innan hvers aðildarlands. Meðal athugana sem PCN hefur staðið að er könnun á hvernig lögum og reglugerðum um hjúkrun er háttað, könnun á skorti á hjúkrunarfræðingum og úttekt á menntun hjúkrunarfræðinga í aðildar- löndum bandalagsins. Sérstakt átak var hafið á árinu 1992 á vegum PCN til að skoða og efla kennslu og mennt- un hjúkrunarfræðinga um krabba- mein í aðildarlöndum ESB. Þá hefur PCN skipulagt fjölmargar ráðstefnur um málefni hjúkrunar og nýtur styrkja frá ESB í því sambandi. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur mikilvægt að félagið taki virkan þátt í samstarfi evrópskra félaga hjúkrunarfræðinga innan PCN, sem er heilbrigðis- pólitískur vettvangur innan ESB. Með þátttöku í starfi PCN gefst tækifæri til að fylgjast með og hafa áhrif á ákvarðanir um málefni hjúkrunar sem teknar eru á vettvangi Evrópusam- bandsins, en allar slíkar ákvarðanir hafa áhrif á íslenska hjúkrunarfræðinga og íslenska heilbrigðiskerfið vegna þátttöku íslendinga innan evrópska efnahags- svæðisins. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.