Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 28
koma þurfum viö að meðhöndla fleiri sár og áverka, eftir minni háttar óhöpp eða slys.“ Þrátt fyrir aukið álag á sumrin er engu starfsfólki bætt við. „Við vinnum bara hraðar", segir Ragnhildur. „Þegar maður er orðinn vanur undirmönnun getur maður varla ímyndað sér hvernig er að hafa fullmannað." Að þekkja sitt fólk Ragnhildur segir að hjúkrunarfræðingarnir á heilsugæslunni þekki flesta sem þangað leita. „Mér finnst það vera kostur í starfi, en ég reyni að vera vakandi fyrir að það hefur líka ókosti. Maður er svo nálægt fólkinu að fordómar geta haft áhrif á starfið. Það er hættan í svo litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Ég reyni meðvitað að láta slíkt ekki hafa áhrif á mig.“ Þessu fylgja einnig kostir sem hægt er að færa sér í nyt. „Maður getur gengið út frá ýmsum hlutum af því maður þekkir fjölskyldu viðkomandi og afgreitt hlutina svolítið öðruvísi en þegar maður er að annast fólk sem maður þarf að fræðast um frá grunni. Ég get nefnt sem dæmi konu sem er að eiga sitt þriðja barn og ég þekki hana af því að ég tók á móti fyrsta barninu hennar. Það skiptir auðvitað máli.“ Ragnhildur rifjar upp árin sem hún var Ijósmóðir. „Það var rosalega gaman. Þá var ég með mæðraeftirlitið, tók á móti börnunum og sá líka um ungbarnaeftirlitið. Það var toppurinn fyrir mig sem fagmanneskju og væntanlega líka fyrir konurnar. Það ætti að vera takmarkið í heilsugæsl- unni.“ En saknar hún þá ekki Ijósmóðurhlutverksins? „Jú, ég sakna þess mikið. Ljósmóðir þarf hins vegar að veraN tilbúin að hlaupa í fæðingu hvenær sem er og ég hef ekki tök á því. Mér finnst erfitt að vera á bakvöktunn og vil vera í vinnunni á föstum tímum og vera í fríi þegar ég er ekki á vinnustaðndm." Heilsugæslustörfin henta því vel sem stendur. „Nú, þegar ég hef prófað að vera í heilsugæslunni þar sem maður vinnur mjög sjálfstætt þá langar mig ekki að fara inn á sjúkrahús aftur. Á heilsugæslunni hittir maður alla aldurshópa, börn, ungt fólk og gamalt. Og maður hittir heilu fjölskyldurnar," segir Ragnhildur. Erfiðar andstæður Stundum getur starfið líka verið erfitt. „Það er þetta óvænta. Vanalega er maður mjög afslappaður í vinnunni en svo koma upp þessi óvæntu atvik sem erfitt er að takast á við. En sem betur fer gengur maður ekki með hnút í maganum út af því á hverjum degi.“ Óvænt slys og dauðsföll eru ekki daglegt brauð á stöð- um eins og Egilsstöðum. „Ég var einu sinni nýbúin að klæða látið barn og svo fékk ég fýrsta barnið inn í ungbarna- eftirlitið. Mamman fór að klæða það úr og það hreyfði sig og ég hrökk við. Mér fannst það svo skrýtið. Ég hafði ekki verið nógu fljót að svissa yfir og mér fannst ég ekki vera nógu „pro“. En seinna þegar ég hafði hugsað þetta allt saman sá ég að það er eiginlega ekki hægt að krefjast þess af manni - að maður geti svissað svona á milli án þess að sýna nokkur viðbrögð. Þetta eru svo miklar andstæður." Ekta piparsveinn Ragnhildur reynir að sækja námskeið til að Ragnhildur Rós afla sér frekari þekkingar sem nýst getur í heilsugæslunni. „Við sækjum okkur líka efni héðan og þaðan, bæði innlent og erlent. Þó skömm sé frá að segja þá veit maður ekki nógu vel hvað er verið að gera í heilsugæslu annars staðar á landinu, maður er ekki nógu duglegur að kynna sér það.“ Aukna þekkingu hefur Ragnhildur meðal annars nýtt við kennslu á námskeiðum fyrir almenning um slys á börnum. Hún hefur einnig haldið námskeið í skyndihjálp á vegum Rauða krossins og fyrir fyrirtæki. Meðal þess sem starfsfólk heilsugæslunnar hefur reynt að leggja áherslu á er að fólk hjálpi sér meira sjálft og leiti ekki á stöðina af minnsta tilefni. Á slysavarnanámskeiði sagði Ragnhildur dæmisögu af manni til að sýna hvað hægt er að gera með gömlum hús- ráðum. „Það kom maður á stöðina með tættan og marinn fingur. Við bjuggum um sárið og sögðum honum síðan að skipta sjálfur um umbúðir og koma ekki aftur til okkar nema það kæmi illt í sárið. Maðurinn kom ekki aftur fyrr en eftir hálfan mánuð og þá var sárið næstum gróið „Þetta hefur gengið svona vel“, sagði ég við hann. „Nei, nei, það kom veruleg sýking í sárið, en ég setti bara rauðan pipar á það og þá lagaðist það.“ Þá heyrðist í einum á námskeiðinu: „Þetta hefur þá verið ekta piparsveinnl!" Um víða veröld Ragnhildur hefur stundað hjúkrun í þremur heimsálfum. Hún hefur verið á Vesturbakka Jórdanár, í Thailandi, Eþíópíu, Noregi og Svíþjóð. Hún hefur bæði starfað fyrir Rauða krossinn og unnið erlendis á eigin forsendum. Hún telur þá reynslu hafa verið mjög lærdómsríka og gefið sér víðsýni og þekkingu sem nýtist beint og óbeint í starfi. Eins og fyrr segir vaknaði áhugi hennar á Ijósmóður- starfinu í útlöndum. [ Eþíópíu lenti hún oft í fæðingarhjálp af því að það var Ijósmóðir í hópnum hennar. „Við höfðum þann sið að gefa konunum teppi eftir fæðingu og við urð- um svo vinsælar að allar vildu eiga börnin hjá okkur. Fyrir fólk sem á ekki neitt er eitt teppi alveg stórkostlegt." Það er langur vegur frá Eþíópíu til íslands. Ragnhildur segist enda ekki hafa læknast af útþránni ennþá. „Mig langar alltaf út aftur - sérstaklega til Afríku og til að taka þátt í þróunaraðstoð. En ég myndi vilja hafa fjölskylduna með mér.“ 164 Tímarit Hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 74. árg. 1998 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.