Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 46
"{“[j úkvunAv-stAY''^ í Englandí Margaret Fry og Celeste Mangal í tveimur síðustu tölublöðum Tímaríts hjúkrunarfræðinga var auglýst eftir íslenskum hjúkrunar- fræðingum til starfa í Englandi. Þar skortir vel menntaða hjúkr- unarfræðinga til starfa og þeirra er leitað alþjóðlega, ekki síst á Norðuríöndum. £ Auglýsingarnar vöktu talsverða at- hygli af ýmsum ástæðum. Fyrir fáum árum var erfitt fyrir útlenda hjúkrunar- fræðinga að fá hjúkrunar- og atvinnu- leyfi í Bretlandi en samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur breytt því. Fjölmargir hjúkrunarfræð- ingar hafa sagt upp störfum sínum á íslenskum sjúkrahúsum vegna óvissu og óánægju með kjör. Sumir þeirra munu væntanlega hleypa heimdrag- anum til að spreyta sig á vinnu í öðrum löndum. Samanburður á kjör- um milli landa er hins vegar erfiður. Þrír sendiboðar frá Bretlandi komu til landsins um miðjan maí í leit að hjúkrunarfræðingum sem vildu starfa í Bretlandi. Þeir voru Elaine Cosgrove frá ráðningarfyrirtækinu Kate Cowhig International Recruit- ment Company í Dublin og tveir hjúkrunarfræðingar frá Hammersmith- sjúkrahúsinu í London, Margaret Fry, hjúkrunarframkvæmdastjóri í öldrunar- þjónustu og Celéste Mangal, vakt- stjóri (charge nurse) á gjörgæslu. Fyrirfram höfðu 14 íslenskir hjúkrun- arfræðingar skráð sig í viðtöl hjá þeim. í auglýsingunni var óskað eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á ýms- um deildum Flammersmithsjúkra- hússins og í boði var frítt far, 5 vikna frí auk almennra frídaga, aðlögun, símenntun, möguleikar á sérhæfingu, aðstoð við að finna húsnæði, trygg- ingar og útvegun hjúkrunar- og atvinnuleyfis. Fyrir fáum árum gengu íslenskir hjúkrunarfræðingar í Bretlandi frá Heródesi til Pílatusar og fengu ekki atvinnuleyfi nema þeir hefðu hjúkrun- arieyfi og ekki hjúkrunarleyfi nema þeir hefðu atvinnuleyfi. Eftir að samningur- inn um evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi hefur dæmið snúist við og fólk er nú gert út af örkinni til íslands til að sækja hjúkrunarfræðinga. En hvers vegna vantar hjúkrunarfræðinga í Bretlandi? Sendiboðarnir bresku töldu upp nokkrar ástæður. í fyrsta lagi segja þær að fyrir 5 árum hafi áherslur í hjúkrunarmenntun breyst þannig að nú sé meira lagt upp úr háskólamenntun hjúkrunarfræðinga en áður. Nú er ekki lengur hægt að reikna með hjúkrunarnemum sem starfskrafti og auknar kröfur í hjúkr- unarmenntun hafa leitt til þess að færri fara í hjúkrunarnám og Ijúka hjúkrunarnámi en áður. Enn er verið að fylla í skörðin sem mynduðust við breytinguna. í öðru lagi telja þær að nútímahjúkrun með aukinni tækni og sívaxandi öldrunarþjónustu sé einfald- lega frek á mannskap. í þriðja lagi er manneklan mest á stórum sjúkrahús- um því mikið er lagt upp úr heilsu- gæsluþjónustu í hjúkrunarnáminu sem þýðir að nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar verða spenntari fyrir að starfa úti í samfélaginu en á sjúkra- húsum. Loks segja þær að í London sé mikil hreyfing á íbúunum. Fólk sækir til borgarinnar til að starfa á meðan það er ungt og óbundið. Borgarsamfélagið er hins vegar ekki aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk og það flytur úr borginni. í London er því mik- ið af ungu fólki sem staldrar stutt við, líka í vinnu á sjúkrahúsunum. Til að fylla í skörðin var farið að leita að og ráða erlenda hjúkrunar- fræðinga til starfa. Ráðningarfyrir- tækið gerir út sendinefndir víðs vegar um heiminn í leit að vel menntuðum og reyndum hjúkrunarfræðingum sem vilja breyta til í starfi eða bæta enskukunnáttu sína. í Evrópu eru mjög mismunandi kröfur gerðar til 182 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.