Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Page 46
"{“[j úkvunAv-stAY''^ í Englandí Margaret Fry og Celeste Mangal í tveimur síðustu tölublöðum Tímaríts hjúkrunarfræðinga var auglýst eftir íslenskum hjúkrunar- fræðingum til starfa í Englandi. Þar skortir vel menntaða hjúkr- unarfræðinga til starfa og þeirra er leitað alþjóðlega, ekki síst á Norðuríöndum. £ Auglýsingarnar vöktu talsverða at- hygli af ýmsum ástæðum. Fyrir fáum árum var erfitt fyrir útlenda hjúkrunar- fræðinga að fá hjúkrunar- og atvinnu- leyfi í Bretlandi en samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur breytt því. Fjölmargir hjúkrunarfræð- ingar hafa sagt upp störfum sínum á íslenskum sjúkrahúsum vegna óvissu og óánægju með kjör. Sumir þeirra munu væntanlega hleypa heimdrag- anum til að spreyta sig á vinnu í öðrum löndum. Samanburður á kjör- um milli landa er hins vegar erfiður. Þrír sendiboðar frá Bretlandi komu til landsins um miðjan maí í leit að hjúkrunarfræðingum sem vildu starfa í Bretlandi. Þeir voru Elaine Cosgrove frá ráðningarfyrirtækinu Kate Cowhig International Recruit- ment Company í Dublin og tveir hjúkrunarfræðingar frá Hammersmith- sjúkrahúsinu í London, Margaret Fry, hjúkrunarframkvæmdastjóri í öldrunar- þjónustu og Celéste Mangal, vakt- stjóri (charge nurse) á gjörgæslu. Fyrirfram höfðu 14 íslenskir hjúkrun- arfræðingar skráð sig í viðtöl hjá þeim. í auglýsingunni var óskað eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á ýms- um deildum Flammersmithsjúkra- hússins og í boði var frítt far, 5 vikna frí auk almennra frídaga, aðlögun, símenntun, möguleikar á sérhæfingu, aðstoð við að finna húsnæði, trygg- ingar og útvegun hjúkrunar- og atvinnuleyfis. Fyrir fáum árum gengu íslenskir hjúkrunarfræðingar í Bretlandi frá Heródesi til Pílatusar og fengu ekki atvinnuleyfi nema þeir hefðu hjúkrun- arieyfi og ekki hjúkrunarleyfi nema þeir hefðu atvinnuleyfi. Eftir að samningur- inn um evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi hefur dæmið snúist við og fólk er nú gert út af örkinni til íslands til að sækja hjúkrunarfræðinga. En hvers vegna vantar hjúkrunarfræðinga í Bretlandi? Sendiboðarnir bresku töldu upp nokkrar ástæður. í fyrsta lagi segja þær að fyrir 5 árum hafi áherslur í hjúkrunarmenntun breyst þannig að nú sé meira lagt upp úr háskólamenntun hjúkrunarfræðinga en áður. Nú er ekki lengur hægt að reikna með hjúkrunarnemum sem starfskrafti og auknar kröfur í hjúkr- unarmenntun hafa leitt til þess að færri fara í hjúkrunarnám og Ijúka hjúkrunarnámi en áður. Enn er verið að fylla í skörðin sem mynduðust við breytinguna. í öðru lagi telja þær að nútímahjúkrun með aukinni tækni og sívaxandi öldrunarþjónustu sé einfald- lega frek á mannskap. í þriðja lagi er manneklan mest á stórum sjúkrahús- um því mikið er lagt upp úr heilsu- gæsluþjónustu í hjúkrunarnáminu sem þýðir að nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar verða spenntari fyrir að starfa úti í samfélaginu en á sjúkra- húsum. Loks segja þær að í London sé mikil hreyfing á íbúunum. Fólk sækir til borgarinnar til að starfa á meðan það er ungt og óbundið. Borgarsamfélagið er hins vegar ekki aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk og það flytur úr borginni. í London er því mik- ið af ungu fólki sem staldrar stutt við, líka í vinnu á sjúkrahúsunum. Til að fylla í skörðin var farið að leita að og ráða erlenda hjúkrunar- fræðinga til starfa. Ráðningarfyrir- tækið gerir út sendinefndir víðs vegar um heiminn í leit að vel menntuðum og reyndum hjúkrunarfræðingum sem vilja breyta til í starfi eða bæta enskukunnáttu sína. í Evrópu eru mjög mismunandi kröfur gerðar til 182 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.