Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 24
lífshættulegt. Vissulega voru sumir að gera hluti sem gátu haft alvarlegar afleiðingar. Ég skynjaði þó alltaf að þetta var þeirra val, á þeirra ábyrgð og það hvarflaði ekki að þeim að utanaðkomandi heilbrigðisstarfsfólk ætti nokkuð með að hafa áhrif á það. Fólk sem velur óhefðbundna meðferð gerir það af ábyrgð og það hlustar á líkama sinn frekar en rök heilbrigðisstétta. Ýmsum aðferðum getum við mælt með t.d. slökun sem við vitum úr rannsóknum að dregur úr kvíða, bætir svefn, lækkar blóðþrýsting o.s.frv. Um aðra hluti sem við þekkjum ekki vel gildir að við verðum að hlusta á útskýringar sjúklingsins og styðja hann í ákvörðun sinni.” Hvað fær fólk út úr því að leita óhefðbundinna leiða umfram það sem boðið er í heilbrigðiskerfinu? „Margir finna áhrif af meðferðinni, t.d. bætta líðan, minni verki og fl. Hvort þar er um að ræða líkamlega verkun meðferðar, jákvæða hugsun, orkuflutning frá meðferðar- aðila til sjúklings eða lyfleysuáhrif er erfitt að segja. En sjúklingunum finnst það aukaatriði ef þeim líður betur. Þeir sem veita óhefðbundna meðferð gefa skjólstæðingum sínum yfirleitt mun meiri tíma en sem nemur viðtalstíma hjá lækni. Eitt skipti í langri meðferð getur tekið eina til tvær klukkustundir. Óhefðbundin meðferð er oft veitt í afslöpp- uðu umhverfi þar sem meðferðaraðilinn hlustar á sjúkl- inginn, hvetur til slökunar og gefur ráð byggð á heildrænu mati á lífi skjólstæðingsins. Þetta er persónuleg þjónusta og oft nánari en sú sem heilbrigðiskerfið býður. Svo spilar einnig inn ( að þetta er meðferð sem fólk velur sjálft, stjórnar sjálft og tekur heilshugar þátt í.“ Auðna segir að í rannsókn sinni hafi komið glöggt í Ijós að fólkinu sem valdi óhefðbundna meðferð þótti vænt um sjálft sig og vildi annast sig sem best. í nútímaþjóðfélagi er sú skoðun að ryðja sér til rúms að fólk beri ábyrgð á eigin heilsu. Ef óhefðbundnar aðferðir reynast fólki vel til að viðhalda heilsu sinni eða lækna sig af sjúkdómum þá er það ánægt og heldur þeim áfram. Aðrir hætta óhefðbund- inni meðferð ef þeir finna að hún gerir þeim ekki gott. Það sama gildir um hefðbundnar lækningar t.d. hætta margir að taka penisillín eftir miðjan kúr af því að þeir fá illt í magann af því. Mörgum þykir óhefðbundin meðferð dýr og að Trygg- ingastofnun ætti að niðurgreiða fleira en gert er. Auðna er á öðru máli. „Lykilatriðið er að fólk velur sjálft þá meðferð sem það vill nota og þar eru ótal valkostir. Ég held að opinbert kerfi geti aldrei og eigi ekki að reyna að ná utan um alla möguleika. Hins vegar er sífellt verið að endurskoða hvað Tryggingastofnun tekur þátt í að greiða af meðferð og smám saman trúi ég að muni síast inn í það kerfi ýmislegt sem enn telst óhefðbundið en heilbrigðis- starfsfólk vísar í vaxandi mæli á. Niðurgreiðslur munu hafa áhrif á val fólks á meðferð að einhverju leyti en hins vegar munu einstaklingar sem hafa áhuga á að nota óhefð- bundna meðferð aldrei binda sig eingöngu við það“ segir hún og bætir við: „Sumt af óhefðbundinni meðferð krefst 160 töluverðra fjárútláta sem er ekki á allra færi að greiða. Ég veit dæmi þess að fólk hafi hætt slíkri meðferð vegna kostnaðar. Eftir því sem ég best veit er verðskráin hér á landi samt ekki ósanngjörn t.d. ef miðað er við fótsnyrtngu eða annað slíkt. Munurinn liggur í því að meðferðin fer gjarnan fram í fleiri skipti í langan tíma og það gerir hana dýra. Fólk velur hins vegar í hvað það vill setja peningana sína. Ég heyrði um daginn lækni hneykslast á einhverjum sem eyddi milljón í að fara til Mexíkó til að drekka seyði af apríkósukjörnum við langvinnum sjúkdómi. Þessi læknir keyrir örugglega um á 3 milljón króna jeppa sem varia telst skynsamleg fjárfesting. ( okkar þjóðfélagi er viðurkennt að eyða peningum í laxveiði og dýra bíla en ekki í óhefð- bundna meðferð. Fólk, jafnt heilbrigt sem sjúkt, á hins vegar rétt á að stjórna sinni meðferð og heilbrigðisstarfs- fólki ber sem fagmönnum að virða það.” Rannsóknir og nýjungar í hjúkrun Ráðstefna á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldin 16. og 17. apríl 1999 að Hótei Loftleiðum. • Ráðstefnan er tileinkuð rannsóknum íslenskra hjúkrunarfræðinga og nýjungum í störfum þeirra. • Mikilvægi þess að þekking í hjúkrun sé byggð á rannsóknum og þær séu nýttar í hjúkrunarstarfinu er óumdeild nú þegar við stefnum inn í 21. öldina. • Skiiafrestur útdrátta (Abstrakta) er til 15. nóvember 1998. • Nánari upplýsingar veitir: Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur Félagi íslenskia hjúkrunarfræðinga Suðiirlandsbraiit 22 108 Reykjavík Sími: 568 7575 Fax: 568 0727 Netfang: adalbjorg@hjukiun.is Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.