Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 22
ákveðið jafnvægi hugar, tilfinninga og líkama og var sjálfs- vinnan talin skilyrði fyrir því að vinna með annað fólk. Þegar litið er á úrvalið af sjálfstæðum meðferðarform- um eða valmeðferð reynist ýmislegt vera sameiginlegt með þeim. Lífssýnin er önnur og krefst breyttra viðhorfa á eðli Iffs og heilsu. Austurlensk hugmyndakerfi eru algeng undir- rót. Yfirleitt er litið á manneskjuna á heildrænan hátt og í meðferðinni er það manneskjan fremur en sjúkdómurinn sem skiptir mestu máli. Leitað er að rótum vandans og undirrót ójafnvægis og sjúkdóma skoðuð (huglæg, tilfinn- ingaleg og líkamleg) fremur en að einblína á einkenni. Meðferðin er mjög einstaklingshæfð og algengt er að fólk með sömu einkenni og sjúkdómsgreiningu fái ólíka með- ferð eins og t.d. í Ayurveda lækningum. Náttúruiegar að- ferðir sem eru yfirleitt uppistaðan í valmeðferð taka yfirleitt nokkurn tíma til að snúa ferli ójafnvægis og sjúkdóma í já- kvæða átt og nauðsynlegt er að einstaklingurinn sé virkur þátttakandi. Meðferðartilþoðin eiga það sameiginlegt í flestum tilvikum að þau má nota til forvarna og heilsuefl- ingar, sem aðalmeðferð eða stoðmeðferð allt eftir því sem við á hverju sinni. Áhugi almennings á náttúrulegum meðferðarformum er sífellt að aukast. Fólk leitar leiða sem eru án skaðlegra auka- verkana, eru betri fyrir umhverfið og eru fyrirbyggjandi. Fleiri og fleiri eru farnir að skilja hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu og farnir að kjósa lífsstíl sem samræmist viðhorfum náttúrulækninga. Það virðist líka færast í aukana að fólk kjósi að taka virkan þátt í eigin meðferð, vilji skilja hvað um er að ræða og geta tekið ákvarðanir byggðar á haldgóðri fræðslu og ráðgjöf. Fólk gerir því aðrar og meiri kröfur á þessu sviði en áður fyrr. Hér er ég ekki að segja að valmeðferð eigi að koma í stað hefðbundinna eða ríkjandi lækninga og meðferðarforma. Ekkert kemur í stað hátæknimeðferðar þegar svo ber undir, en aftur á móti gæt- um við örugglega bætt alla meðferð og mannleg samskipti með því að víkka sjóndeildarhringinn. Ríkjandi meðferðarform og valmeðferð þyrftu því í auknum mæli að haldast í hendur. [ Bandaríkjunum er starfandi félag hjúkrunafræðinga sem nefnist „The American Holistic Nurses’ Association", skammstafað AHNA. Félagið hefur það á stefnuskrá sinni að efla rannsóknir á sviði heildrænna meðferðaforma (val- meðferðar) og í hugmyndafræði félagsins segir m.a.: „Heild- ræn hjúkrun byggir á breiðum fræðilegum bakgrunni sem felur í sér úrval kenninga sem samþætta list, vísindi, rök- hyggju og innsæi." Það gæti verið gagnlegt fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga að kynna sér nánar starf og reynslu þessa fagfélags sem hluta af undirbúningi við stefnumótun á sviði sjálfstæðra meðferðarforma eða valmeðferðar. L//orYvm ráðstefna um s-tjómuM. í Ke.ilbrÍMði^[7jónu5-tM Stjórn Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, SSN, hefur ákveðið * að halda opna ráðstefnu um stjórnun í heiibrigðisþjónustu á íslandi. Ráðstefnan verður haldin dagana 17.-19. mars 1999 á Hótel sögu. Markhópurinn er yfirstjórnendur í hjúkrun og vænst er þátttöku milli 200 - 300 hjúkrunarstjórnenda frá öllum Norðurlöndunum. SSN hefur skipað vinnuhóp sem sér um undirbúning og skipulagningu ráðstefnunnar. I vinnuhópnum eru: Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Kristbjörg Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslustöðvar Miðbæjar Rannveig Guðnadóttir, hjúkrunarforstjóri Skógarbæ Bergljot Ihlen, hjúkrunarforstjóri Landssjúkrahúsið, Thorshavn Berit Berg, Ass. fagsjef, Norsk Sygepleiereforbund Elsy Athlin, Omvárnadsschef Östersunds sjukhys Marit Helgerud, sekretær SSN Vinnuheiti ráðstefnunnar er „toppledelse av sykeplejetjenesten - funksjon, organisering og kompetanse” Ráðstefnan verður nánar auglýst síðar. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir 158 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.