Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 15
Niðurstöður Aldur þátttakenda var á bilinu 47-60 ár, meðalaldur var 49 ár (tafla 2). Þegar þátttakendur hófu neyslu var aldur þeirra að jafnaði 18 ár. Meðalaldur þátttakenda þegar þeir fóru í fyrstu áfengismeðferðina var 39 ár. Tveir hjúkrunarfræð- ingar voru giftir en fjórir fráskildir þegar könnunin fór fram. Fjórir töldu að neyslan hefði byrjað í kjölfar atburða sem gerst höfðu í umhverfi þeirra (neyslu eiginmanns, vina eða fjölskyldu), áfalla í bernsku (sorgar, sársauka, misþyrminga eða kynferðislegs ofbeldis), eða veikindum og lyfjaneyslu er tengdist því. Fimm af sex þátttakendum höfðu notað fleira en eitt vímuefni og neytt vímuefna í vinnunni. Fjórir töldu tíðar fjarvistir úr vinnu hafa verið algengasta merki þess að neysla var í gangi. Fimm þátttakendur mátu það svo að hjúkrunarleyfi þeirra hefði verið í hættu á neyslutímabilinu. Flestir þátttakendur töldu „afskiptaleysi" hafa einkennt viðbrögð vinnuveitenda þegar mistnotkun uppgötvaðist. Oft var reynt að leysa málið með því að færa hjúkrunar- fræðinginn á milli deilda eða reka þá úr starfi. Þetta túlk- uðu þátttakendur sem „skilningleysi" vinnuveitenda. Eftir- farandi eru svör þátttakenda: „Vinnuveitandi minn hafði stutt mig til að leita mér með- ferðar, en sagði mér síðan upp störfum. “ „Vinnuveitendur mínir horfðu of lengi framhjá þessum vanda, áður en mér voru settir úrslitakostir. “ „Oft var reynt að koma fyrir mig vitinu, ef svo má segja. Læknir og félagsrágjafi sem unnu með mér bentu mér á og voru að rétta mér bæklinga um áfengissýki, en ég botnaði lítið í því. Mér var ráðlagt að fá vinnu við áfeng- Tafla 2. Reynsla hjúkrunarfræðinga af að ná bata eftir áfengis- og/eða vímuefnamisnotkun: Nokkrar niðurstöður. Breytur N % Aldur: 40 - 49 ára 5 83% 50 - 59 ára 2 17% Hjúskapur: Giftar 4 67% Fráskildar 2 33% Neysla í vinnu : Já 5 83% Nei 1 17% Hjúkrunarleyfi í hættu: Já 5 83% Nei 1 17% Laun á meðan meðferð stóð: Full laun 2 33% Hluta laun 4 67% Endurtekin meðferð: Nei 2 33% Já 4 67% ismeðferð, sem var auðvitað út í hött. Yfirmaður minn tók mig í viðtöl, en talaði alltaf um afleiðingarnar og ein- kenni og ég upplifði afskipti hans mjög ógnandi. Hann sendi fólk heim til mín, kom sjálfur og talaði mjög niður til mín." Fimm hjúkrunarfræðinganna höfðu farið í skipulagða áfengismeðferð en einn hafði hætt neyslu sjálfur. Fjórir þeirra þurftu að leita sér aðstoðar oftar en einu sinni. Fimm höfðu fengið greidd laun eða hluta af launum á meðan á meðferð stóð. Helmingur þátttakenda hélt áfram vinnu á sama stað, en hinir skiptu um vinnustað eftir áfengismeðferð. Þátttak- endur töldu móttökur á vinnustað að lokinni áfengismeð- ferð hafa verið jákvæðar. Vinnuskilyrðum eins og takmörk- uðu aðgengi að lyfjaskáp var ekki beitt. En þó sögðu hjúk- runarfræðinar. „Mér fannst ég sett í óþægilega aðstöðu. Oftreyst eina stundina en vantreyst hina. “ „Ég fann ekki fyrir vantrausti, fremur oftrausti. Það var mikill vilji að styðja mig en ég þurfti sjálfað bera ábyrgð á að setja mér mörk og skilyrði. Ég hefði gjarnan viljað hafa meira aðhald, eins og lyfjaprófanir og einhvers konar eftirlit. “ Eftir fjögurra ára edrútímabil sagði einn hjúkrunarfræð- ingur af samskiptum sínum við fyrrum yfirmann: „Ég ætlaði I framhaldsnám og vildi takast á við gamla vinnustaðinn minn sem breytt manneskja og allsgáð og sótti þar um vinnu. Það var mikil skömm í mér vegna þess sem á undan var gengið og mér fannst ég best geta unnið mig frá því með því að takast á við hana á þennan hátt. Eftir meðferð hafði ég unnið á öðrum vinnustað og hafði þaðan meðmæli. Mér gekk allt I haginn persónulega og í starfi. Eftir ótrúlega auðmýkj- andi athugasemdir frá fyrrverandi yfirmönnum mínum og langa bið eftir svari var mér neitað um vinnu. Ég sótti síðar um vinnu á öðrum stað og fékk strax. “ Allir þátttakendur voru sammála um að innan heilbrigðis- stétta ríktu miklir fordómar í garð þeirra sem misnotað hefðu áfengi og/eða önnur vímuefni. „Mjög miklir fordómar, dómharka, og lítilsvirðing er ríkjandi í garð þeirra sem ofnota áfengi- eða önnur vímuefni. “ Rót fordómanna töldu þátttakendur vera vanþekkingu. Álit eins þátttakandans var: „Ekki er mikill skilningur á að þetta sé sjúkdómur. Ég varð oft fyrir háði og látið að því liggja að lítið gefið og illa uppalið fólk lenti í svona aðstöðu. “ Annar taldi að heilbrigðisstarfsmenn væru margir með- virkir: „/' afstöðu sinni og sveifluðust frá algerri undanláts- hjartagæsku yfir í reiði, sárindi og höfnun. “ Þriðji taldi orsökina vera að hjúkrunarfræðingar: „störfuðu of lengi veikir og væru ef til vill búnir að brenna flestar brýr að baki sér áður en að þeir næðu tökum á sjúkdómnum. “ Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 151 I

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.