Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 15
Niðurstöður Aldur þátttakenda var á bilinu 47-60 ár, meðalaldur var 49 ár (tafla 2). Þegar þátttakendur hófu neyslu var aldur þeirra að jafnaði 18 ár. Meðalaldur þátttakenda þegar þeir fóru í fyrstu áfengismeðferðina var 39 ár. Tveir hjúkrunarfræð- ingar voru giftir en fjórir fráskildir þegar könnunin fór fram. Fjórir töldu að neyslan hefði byrjað í kjölfar atburða sem gerst höfðu í umhverfi þeirra (neyslu eiginmanns, vina eða fjölskyldu), áfalla í bernsku (sorgar, sársauka, misþyrminga eða kynferðislegs ofbeldis), eða veikindum og lyfjaneyslu er tengdist því. Fimm af sex þátttakendum höfðu notað fleira en eitt vímuefni og neytt vímuefna í vinnunni. Fjórir töldu tíðar fjarvistir úr vinnu hafa verið algengasta merki þess að neysla var í gangi. Fimm þátttakendur mátu það svo að hjúkrunarleyfi þeirra hefði verið í hættu á neyslutímabilinu. Flestir þátttakendur töldu „afskiptaleysi" hafa einkennt viðbrögð vinnuveitenda þegar mistnotkun uppgötvaðist. Oft var reynt að leysa málið með því að færa hjúkrunar- fræðinginn á milli deilda eða reka þá úr starfi. Þetta túlk- uðu þátttakendur sem „skilningleysi" vinnuveitenda. Eftir- farandi eru svör þátttakenda: „Vinnuveitandi minn hafði stutt mig til að leita mér með- ferðar, en sagði mér síðan upp störfum. “ „Vinnuveitendur mínir horfðu of lengi framhjá þessum vanda, áður en mér voru settir úrslitakostir. “ „Oft var reynt að koma fyrir mig vitinu, ef svo má segja. Læknir og félagsrágjafi sem unnu með mér bentu mér á og voru að rétta mér bæklinga um áfengissýki, en ég botnaði lítið í því. Mér var ráðlagt að fá vinnu við áfeng- Tafla 2. Reynsla hjúkrunarfræðinga af að ná bata eftir áfengis- og/eða vímuefnamisnotkun: Nokkrar niðurstöður. Breytur N % Aldur: 40 - 49 ára 5 83% 50 - 59 ára 2 17% Hjúskapur: Giftar 4 67% Fráskildar 2 33% Neysla í vinnu : Já 5 83% Nei 1 17% Hjúkrunarleyfi í hættu: Já 5 83% Nei 1 17% Laun á meðan meðferð stóð: Full laun 2 33% Hluta laun 4 67% Endurtekin meðferð: Nei 2 33% Já 4 67% ismeðferð, sem var auðvitað út í hött. Yfirmaður minn tók mig í viðtöl, en talaði alltaf um afleiðingarnar og ein- kenni og ég upplifði afskipti hans mjög ógnandi. Hann sendi fólk heim til mín, kom sjálfur og talaði mjög niður til mín." Fimm hjúkrunarfræðinganna höfðu farið í skipulagða áfengismeðferð en einn hafði hætt neyslu sjálfur. Fjórir þeirra þurftu að leita sér aðstoðar oftar en einu sinni. Fimm höfðu fengið greidd laun eða hluta af launum á meðan á meðferð stóð. Helmingur þátttakenda hélt áfram vinnu á sama stað, en hinir skiptu um vinnustað eftir áfengismeðferð. Þátttak- endur töldu móttökur á vinnustað að lokinni áfengismeð- ferð hafa verið jákvæðar. Vinnuskilyrðum eins og takmörk- uðu aðgengi að lyfjaskáp var ekki beitt. En þó sögðu hjúk- runarfræðinar. „Mér fannst ég sett í óþægilega aðstöðu. Oftreyst eina stundina en vantreyst hina. “ „Ég fann ekki fyrir vantrausti, fremur oftrausti. Það var mikill vilji að styðja mig en ég þurfti sjálfað bera ábyrgð á að setja mér mörk og skilyrði. Ég hefði gjarnan viljað hafa meira aðhald, eins og lyfjaprófanir og einhvers konar eftirlit. “ Eftir fjögurra ára edrútímabil sagði einn hjúkrunarfræð- ingur af samskiptum sínum við fyrrum yfirmann: „Ég ætlaði I framhaldsnám og vildi takast á við gamla vinnustaðinn minn sem breytt manneskja og allsgáð og sótti þar um vinnu. Það var mikil skömm í mér vegna þess sem á undan var gengið og mér fannst ég best geta unnið mig frá því með því að takast á við hana á þennan hátt. Eftir meðferð hafði ég unnið á öðrum vinnustað og hafði þaðan meðmæli. Mér gekk allt I haginn persónulega og í starfi. Eftir ótrúlega auðmýkj- andi athugasemdir frá fyrrverandi yfirmönnum mínum og langa bið eftir svari var mér neitað um vinnu. Ég sótti síðar um vinnu á öðrum stað og fékk strax. “ Allir þátttakendur voru sammála um að innan heilbrigðis- stétta ríktu miklir fordómar í garð þeirra sem misnotað hefðu áfengi og/eða önnur vímuefni. „Mjög miklir fordómar, dómharka, og lítilsvirðing er ríkjandi í garð þeirra sem ofnota áfengi- eða önnur vímuefni. “ Rót fordómanna töldu þátttakendur vera vanþekkingu. Álit eins þátttakandans var: „Ekki er mikill skilningur á að þetta sé sjúkdómur. Ég varð oft fyrir háði og látið að því liggja að lítið gefið og illa uppalið fólk lenti í svona aðstöðu. “ Annar taldi að heilbrigðisstarfsmenn væru margir með- virkir: „/' afstöðu sinni og sveifluðust frá algerri undanláts- hjartagæsku yfir í reiði, sárindi og höfnun. “ Þriðji taldi orsökina vera að hjúkrunarfræðingar: „störfuðu of lengi veikir og væru ef til vill búnir að brenna flestar brýr að baki sér áður en að þeir næðu tökum á sjúkdómnum. “ Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 151 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.