Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 25
Inga Teitsdóttir hjúkrunarstjóri sýkingavarna á Landspítala og hugsanlegar afleiðingar Smit afvöldum stunguóhappa og mengaðra líkams- vessa er talsvert áhyggjuefni meðai heilbrigðis- starfsmanna. Skráning slíkra óhappa er nauðsyn- leg til að fá yfirlit yfir þau og finna leiðir til úrbóta. Á Landspítala hefur ýmislegt verið gert til að minnka líkur á slysum af þessu tagi. Algengustu veirur sem geta smitað með blóði eða öðrum líkamsvessum eru hepatitis B, hepatitis C og Hl veiran. Mikill munur er þó á smithættu eftir stunguóhapp með nál mengaðri blóði frá einstaklingi sýktum af HIV, einstaklingi sýktum af hepatitis B eða hepatitis C. Hætta á smiti ef starfsmaður stingur sig á nál frá HIV pos. sjúklingi er 0,3% -HCVpos. er 3-10% - HBV pos. er 30-50% Skráning stunguóhappa er nauðsynleg til að fá yfirlit yfir hversu algeng slík óhöpp eru, hvaða starfsstéttir verða oftast fyrir þeim, við hvaða aðstæður þau verða helst og hvort hugsanlega er hægt að fá starfsfólk til að breyta ákveðnum vinnubrögðum í því skyni að draga úr óhöpp- unum. Fram til loka ársins 1987 var skráning stunguóhappa mjög ófullkomin á Lsp. Átímabilinu febrúar 1986 til ársloka 1987 bárust 15 tilkynningar um stunguóhöpp á Land- spítala. Sýkingavarnanefnd Lsp. þótti Ijóst að þessi tala væri ekki raunhæf og sendi því frá sér leiðbeiningar til starfsfólks um meðferð við stunguóhöppum með sérstakri áherslu á skráningu og hófst sú skráning í byrjun árs 1988. Jafnframt var byrjað að bólusetja starfsmenn gegn hepatitis B. Á næstu fjórum árum bárust alls 193 tilkynn- ingar um stunguóhöpp ( 44, 64, 45 og 40). Skráningin leiddi í Ijós að hjúkrunarfræðingar urðu oft- ast fyrir stunguóhöppum eða í 54,4% tilvika, síðan læknar 18,1%. Athygli vakti að ófaglært starfsfólk (ræstingafólk, starfsfólk í þvottahúsi og vaktmenn) sem ekki notar sprautur eða nálar við vinnu sína töldu 10,9%. Miklu færri tilkynningar bárust frá öðrum starfsstéttum. Þar sem skorti oft skýringar á því hvernig óhöpp bar að sendi sýkingavarnanefnd í byrjun ársins 1992 frá sér nýjar leiðbeiningar um viðbrögð, meðferð og skráningu stungu- óhappa. Á nýju eyðublöðin eru skráðar nákvæmari upplýsingar um hvar, hvenær og hvernig óhappið vildi til. Hvort það verður við að setja hólkinn aftur á nál eftir notkun, við vinnu á rannsóknarstofu, við að taka blóð, vinnu á skurð- stofu, meðhöndlun og frágang á rusli, (s.s.nálum) eða eitt- hvað annað sem starfsmaður útskýrir þá nánar. Tilgang- urinn með þessari nákvæmari skráningu er að reyna að koma auga á áhættuvinnubrögð og komast að hvort mismunur sé á óhöppum eftir starfsstéttum. Þetta sama ár (1992) bárust tvöfalt fleiri tilkynningar um stunguóhöpp og sá fjöldi hefur haldist svipaður síðan eða u.þ.b. 80 á ári, þar til á síðasta ári (1997) að tilkynningum fjölgaði til muna, en þá voru stunguóhöpp og óhöpp vegna líkamsvessamengunar 133. Af þeim láðist 34 að senda skýrslur um óhappið til sýkingavarnanefndar en sendu blóð í skimun og skortir þar af leiðandi útskýringar á tildrögum þeirra óhappa. Enn sem fyrr verða hjúkrunarfræðingar oftast fyrir stungu- óhöppum og þar næst læknar. Þriðji fjölmennasti hópurinn er ófaglært starfsfólk og það er vissulega umhugsunarefni. Þetta er hópur sem ekki notar nálar við vinnu sína og kemur ef til vill ekki nálægt | Hjúkrunarfr. 49,6% ■ Læknar 18,8% Ófaglært. 10,5% ■ Sjúkraliðar 6,8% | Meinatæknar 6,0% ■ Röntgent. 4,5% hjúkr.nemar 3,0% ■ Röntg.t.nemar 0,8% Mynd 7. Stunguóhöpp og líkamsvessamengun á Lsp 1997. sjúklingum, en skaðast augljóslega vegna kæruleysis annarra starfsstétta (mynd 1). Ef við lítum á tildrög atvika (mynd 2) og reynum að meta hvaða vinnubrögð væri hugsanlega hægt að hafa áhrif á er það einna helst tvennt. í fyrsta lagi að setja hólkinn aftur á nál að lokinni notkun og í öðru lagi lélegur frágangur á nálum þ.e. nálar á glámbekk. Óhöppin við að setja hulstrið aftur á nál verða á þrjá vegu; a) Nál fer fram hjá hulstri og stingst í fingur, b) Nál fer í gegnum hulstrið og stingst þá í fingur eða hendi og c) hulstur dettur af nál. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.