Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 37
Ásta Möller formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ^koV'tUY'á ijúkrunarfræðingum til starfa Niðurstaða könnunar á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa á heilbrigðisstofn- unum hefur verið viðvarandi hér á landi árum saman. Starfandi hjúkrunarfræðingar á íslandi á árið 1997 voru 2150 og er þá átt við þá sem taka laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þá eru ekki taldir með þeir sem taka laun skv. kjarasamningum annarra stéttar- félaga t.d. þeir sem stunda kennslu í framhalds- og há- skólum eða starfa hjá einkafyrirtækjum. Undanfarin ár hafa árlega útskrifast á bilinu 80-100 hjúkrunarfræðingar, en það hefur ekki dugað til að fylla lausar stöður. í byrjun árs 1998 tók stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga ákvörðun um að gera athugun á skorti á hjúkr- unarfræðingum til starfa hér á landi. Spurningalisti var sendur til hjúkrunarforstjóra allra heilbrigðisstofnana í febrúar s.l. þar sem óskað var upplýsinga um mönnun á viðkom- andi heilbrigðisstofnun miðað við 1. janúar 1998. í fram- haldi af þessu hefur stjórn félagsins ákveðið á að skoða nánar vinnumarkað stéttarinnar, þörf fyrir hjúkrunar- fræðinga á heilbrigðisstofnunum, ástæður fyrir skorti á þeim til starfa og jafnframt gera tillögur til úrbóta. Mun stjórnin í samvinnu við fagdeild hjúkrunarforstjóra á sjúkra- húsum og að áeggjan þeirra setja á stofn nefnd sem mun taka þetta til athugunar á næstu mánuðum. Fyrri kannanir Kannanir á skorti á hjúkrunarfræðingum hafa verið gerðar með óreglulegu millibili undanfarin ár. Hjúkrunarfélag ís- lands gerði slíka könnun á árinu 1984 og var spurningalisti sendur til 52 heilbrigðisstofnana hér á landi. Svör bárust frá 46 stofnunum eða 88,5%. Samkvæmt könnuninni eru aðeins nýtt 85,7% stöðugilda hjúkrunarfræðinga. Þannig mældur var skorturinn því 14,3% árið 1984.1 í könnun Landlæknisembættisins árið 1985 var leitað upplýsinga um hjúkrunarfræðinga í starfi á sjúkrahúsum og langdvalarstofnunum. í athuguninni kom í Ijós að á deildar- skiptum sjúkrahúsum voru 83% stöðugilda notuð og á geðdeildum 63% stöðugilda. Þar sem stöðuheimildir hjúkrunarfræðinga höfðu ekki verið ákvarðaðar á mörgum öldrunarstofnunum, var ekki hægt að lesa úr niðurstöðum hve marga vantaði til starfa þar. Á heilsugæslustöðvum voru hjúkrunarfræðingar ráðnir í 95% heimilaðra stöðu- gilda hjúkrunarfræðinga.2 Hjúkrunarfélag (slands (HFÍ) og Félag háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga (Fhh) stóðu saman að gerð könn- unar á skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til starfa á árinu 1992. Spurningalisti var sendur til hjúkrunar- forstjóra allra heilbrigðisstofnana hér á landi. Óskað var upp- lýsinga um stöðuheimildir stéttanna á viðkomandi stofnun, notkun á stöðugildum og fjölda hjúkrunarfræðinga (mælt í stöðugildum) í leyfum. Skv. niðurstöðum könnunarinnar voru 82% stöðugilda hjúkrunarfræðinga setin og skortur á hjúkrunarfræðingum á heilbrigðistofnunum var því þannig mældur 18% á árinu 1992. Þó var skorturinn afar mis- munandi eftir tegund heilbrigðisstofnana. Á öldrunarstofn- unum voru hjúkrunarfræðingar í 71,6%, á heilsugæslustöðv- um í 88,2% og á sjúkrahúsum í 82,9% stöðuheimilda. Á árinu 1992 var því skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa um 18% m.v. heimiluð/áætluð stöðugildi.3 Könnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1998 í febrúar 1998 sendi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga spurningalista til hjúkrunarforstjóra allra heilbrigðisstofnana hér á landi, sem töldust vera 104. Óskað var eftir að fá upp- lýsingar um eftirfarandi: 1. Setin stöðugildi hjúkrunarfræðinga á stofnuninni (þ.m.t. stöðugildi hjúkrunarfræðinga í náms-, veikinda- og barnsburðarleyfum). 2. Hve mörg stöðugildi þar af eru í barnsburðar-, náms- og veikindaleyfum. 3. Hve marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa miðað við heimiluð stöðugildi. 4. Hve mörg stöðugildi hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á stofnunina miðað við áætlaða þörf fyrir hjúkrunar- fræðinga. Upplýsingarnar skyldu miðaðar við 1. janúar 1998. Sér- staklega var tekið fram, vegna sameiningar sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á ýmsum stöðum á landsbyggðinni um þessi áramót, að óskað var eftir sundurliðuðum upplýs- ingum frá þessum stofnunum. Þegar talað er um heimiluð stöðugildi hjúkrunarfræð- inga á stofnun er átt við reiknaðan eða áætlaðan fjölda stöðugilda sem metið er að þurfi m.v. fjölda og hjúkrunar- þörf skjólstæðinga stofnunar og sem fjárhagsáætlanir mið- 173 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.