Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 27
Helga Björk Eiríksdóttir Fjölbreytni í hjúkrun Hlutverk heilsugæslunnar á íslandi er að veita öllu fólki grunnheilbrigðisþjón- ustu. Samkvæmt lögum hefur heilsugæslan mjög víðtækar skyldur en nær hins vegar ekki að sinna nema hluta af því sem henni er ætlað. Starfsfólk hennar er misjafnt eftir stöðum, samsetning íbúa hvergi sú sama, aðbúnaður ekki alls staðar jafngóður og því verða áherslur breytilegar. Yfirleitt er þó rót vandans mannekla og peningaskortur. Er munur á starfi hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu eftir því hvar á landinu þeir starfa? Ragnhildur Rós Indriðadóttir á Egilsstöðum og Ingibjörg Ásgeirsdóttir í Hafnarfirði varpa Ijósi á þessa spurningu. Hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir Ragnhildur Rós Indriðadóttir vinnur á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Hún býr ásamt manni sínum og þremur börnum hinum megin við Lagarfljótið, í Fellabæ. Hún er fædd í Reykjavík fyrir rúmum 40 árum en hefur búið eystra í 10 ár. Ragnhildur hóf nám í málfræði við Háskóla íslands, en fór svo í Hjúkrunarskólann og lauk þaðan prófi árið 1982. Eftir það sfarfaði hún meðal annars í Eþíópíu en þar kviknaði áhugi hennar á Ijósmóðurstarfinu. Þegar heim kom fór hún því í Ljósmæðraskólann og útskrifaðist þaðan árið 1987. Aftur hélt Ragnhildur til útlanda á vit nýrra ævintýra. Ári seinna lá leiðin austur þar sem hún hefur alið manninn síðan. Til að byrja með gegndi Ragnhildur tveimur stöðum á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. „Ég var í 40% vinnu sem Ijós- móðir og í 50% vinnu sem hjúkrunarfræðingur. Ég hætti sem Ijósmóðir árið 1994.“ Fjölskylda Ragnhildar stækkaði ört og þá hentaði reglulegur vinnutími á heilsugæslustöð- inni betur. Frá útlöndum til Egilsstaða Ragnhildur hafði starfað meira í útlöndum en á almennum deildum í Reykjavík þegar hún ákvað að flytja út á land. Af hverju Egilsstaðir? „Ég kom hingað af því að mig langaði ekki að búa í Reykjavík eftir að ég kom heim frá útlöndum. Ég er líka ættuð héðan, ég þekkti fólk hérna og hef alltaf verið í góðum tengslum við svæðið og hér kynntist ég manninum mínum, Skarphéðni Þórissyni." Hann er kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, Reykvíkingur sem flutti austur nokkru á undan Ragnhildi. Unnið hraðar á sumrin Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum þjónar um 3.000 íbúum á Egilsstöðum og í nágrannabyggðunum. „Við erum þrír hjúkrunarfræðingar í hlutastörfum - sjálf er ég í 70% vinnu,“ segir Ragnhildur. Hún sinnir ungbarnaeftirlitinu mest þar sem hún er Ijósmóðir og því ekki óeðlilegt að skipu- lagning þess hafi fallið í hennar hlut. „Starfssvið hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni skiptist gróflega í fernt," segir Ragnhildur. „Það er ungbarnaeftir- litið og allt sem að því lýtur, vitjanir, skoðanir og fræðsla. Sumt af fræðsluefninu semjum við sjálf. Síðan er það heimahjúkrunin með vitjunum, lyfjagjöfum og annarri umönnun. í þriðja lagi er það skiptistofan þar sem tekið er á móti fólki, skipt á sárum og læknarnir aðstoðaðir. Og loks er það skólahjúkrunin." Ragnhildur segir að hjúkrunarfræðingarnir á stöðinni þurfi náttúrulega að vera tilbúnir til að gera allt. „Ef slys verða þurfum við ýmist að fara í útköll eða taka á móti þeim hér á stöðinni. Við þurfum einnig að fara í sjúkraflug. Ef dauðsföll verða í heimahúsum þurfum við að koma að því líka.“ Á sumrin er mikil umferð ferðafólks á Héraði og við það breytist starfið á heilsugæslunni. „Við erum á bakvöktum um helgar á sumrin. Fólki fjölgar verulega hér yfir sumar- tímann og þá er oft mikið álag. Um leið og ferðamennirnir — Tímarit hjúkrunarfræðinga leitaði eftir samstarfi við nemendur í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla íslands um greinaskrif i blaðið. Helga Björk Eiríksdóttir var í framhaldi af því fengin til að kynna sér fjölbreytni f hjúkrun með viðtölum við hjúkrunarfræðinga. Helga Björk er með BA-próf í ensku og ítölsku. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.