Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 12
Ekki ber að draga afdráttarlausar ályktanir af niðurstöð- unum þar sem um er að ræða lýsingu á reynslu sex hjúkr- unarfræðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að hjálpa hjúkrunarfræðingum að átta sig á þeim þáttum sem hugs- anlega geta hindrað góð samskipti þeirra við fjölskyldur mikið veikra og deyjandi krabbameinssjúklinga. Þær ættu að skapa umræður um á hvern hátt sé skynsamlegt að bregðast við þessum tilteknu kringumstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þessi þáttur hjúkrunar sé erfiður og styður það niðurstöður erlendra hjúkrunar- fræðirannsókna á þessu sviði (Wilkinson, 1991; May, 1993; Hanson, 1994). Sú vitneskja getur verið bæði stuðn- ingur og hvatning til íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún lýsir þáttum sem hjúkrunarfræðingarnir töldu sig e.t.v. eina um að kljást við. Vonandi opna niðurstöðurnar umræður meðal hjúkrunarfræðinga um hvernig best sé að mæta þörfum fjölskyldunnar og hvernig það sé gert. Rannsóknin leiddi í Ijós áberandi óöryggi í samskiptum við fjölskyldur mikið veikra og deyjandi krabbameinssjúklinga. Sumir hjúkrunarfræðingarnir lýstu óöryggi sínu þegar þeir þurfa að ræða einslega við aðstandendur og töldu meiri fræðslu og þjálfun geta gert gagn. Það skipti þá miklu máli hvar rætt er við aðstandendur og þeim fannst að hjúkrunar- fræðingar ættu að gera sér betur grein fyrir nauðsyn þess að bjóða aðstandendum viðtöl einhvers staðar í einrúmi. Eftirmáli Hjúkrunarfræði á sér merka sögu í að veita fjölskyldumeð- ferð. Margir átta sig ekki á framlagi hjúkrunar vegna þess að það hefur ekki verið afmarkað og rannsakað. Hjúkrun- arfræðingar hafa ekki getað sýnt sjálfum sér fram á hvernig heilbrigði fjölskyldna eykst fyrir tilstilli hjúkrunar' (Craft og Willadsen, 1992). Fjöiskyldan skiptir máli þegar langvarandi og alvarleg veikindi steðja að. Fjölskyldan á rétt á því að henni sé veitt athygli, hún fái stuðning og hjálp til að skilja eðli sjúkdómsins og hvers sé að vænta. Hún á einnig rétt á að vita hvernig bregðast skuli við og hvar hjálp er að fá. Hún hefur þörf fyrir þetta til þess að geta áttað sig á heppilegum leiðum fyrir sjúklinginn og jafnframt til að læra að þekkja sín eigin takmörk. Hlutverk hjúkrunarfræðinga er að veita þennan stuðning. Vonast er til að þessi rannsókn verði framlag til þeirrar vinnu sem framundan er við að afmarka, og kanna hvort og þá hvernig hjúkrunaraðgerðir hafa áhrif á farsæld fjölskyldunnar og einstaklinga innan hennar. Höfundur þakkar hjúkrunarfræðingunum sem tóku þátt fyrir þeirra framlag sem veitt var á vandaðan hátt og af einlægni. Heimildir Cassileth, B. R. og Hamilton J. N. (1979). The family with cancer. í B. R. Cassileth (ritstj.), The cancer patient: Social and medical aspects of care. Philadelphia: Lea & Febiger. Craft, M. J., og Willadsen, J. A. (1992). Interventions related to family. Nursing Interventions, 27(2), 517-540. Davies, B., og Oberle, K. (1990). Dimensions of the supportive role of the nurse in palliative care. Oncology Nursing Forum, 77(1), 87-93. Elísabet Hjörleifsdóttir (1996). Samskipti við fjölskyldur mikið veikra og deyjandi krabbameinssjúklinga. Óbirt Rannsóknarskýrsla Giaquinta, B. (1977). Helping families face the crisis of cancer. American Journal of Nursing, október, 1585-1588. Hanson, E. (1994). An exploration of the taken-for-granted world of the cancer nurse in relation to stress and the person with cancer. Journal of Advanced Nursing, 19, 12-20. Hargie, O., Saunders, C., og Dickson, D. (1989). Social skills in inter- personal communication (2. útg.). London: Routledge. Hickey, M., og Lewandowski, L. (1988). Critical care nurses’ role with families: A descriptive study. Heart & Lung, 17(6), 670-676. Hilton, B. A. (1993). Issues, problems, and challenges for families coping with breast cancer. Seminars in Oncology Nursing, 9(2), 88-99. Jones, E. A. (1989). Nursing patients having cancer surgery. í D. Borley, (ritstj.), Oncology for nurses and health care professionals (2. útg., bls. 1-37). London: Harper & Row. Kristín Björnsdóttir (1994). Sjálfsskilningur íslenskra hjúkrunarkvenna á tuttugustu öldinni: Orðræða og völd. Fléttur, 1-21. May, C. (1993). Disclosure of terminal prognosis in a general hospital: The nurses view. Journal of Advanced Nursing, 18, 1362-1368. Reimer, J. C., Davies, B., og Martens, N. (1991). Palliative care: The nurse's role in helping families through the transition of „fading away“. Cancer Nursing, 74(6), 321-326. Robinson, S. (1992). The family with cancer. European Journal ofCancer Care, 7(2), 29-33. Scullion, P. A. (1994). Personal cost, caring and communication: An analysis of communication between relatives and intensive care nurses. Intensive and Critical Care Nursing, 10, 64-70. Wilkinson, S. (1991). Factors which influence how nurses communicate with cancer patients. Journal ofAdvanced Nursing, 16, 677-688. Grein þessi er byggð á rannsókn unninni á tímabilinu 1994-1996 og fyrirlestri fluttum á ráðstefnunni Umönnun við lífslok í Háskólabíó í júní 1997. Úr meó púlsskala fyrir hjúkrunar- frœóinga, gull og chromhúðuð. Verd frá 4.900,- Carl Bergmann, úrsmidur Laugavegi 55 Reykjatfk Sími 551 8611 148 Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.