Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 26
■ Setja hulstur aftur á nál 18 Frágangur á nálum (nálabox 18 Hl Nálar á glámbekk 12 ■ Blóðtaka úrsjúkl. 12 ■ Uppsetn./fjarl. á æöanál/legg 9 ■ Viö uppskurö 8 ■ Lyfjagjöf I vöðva 5 Störf á ranns.stofu 2 Stungur með öðru en nálum 10 | Annað en stunguóhapp 5 □ Tildrög óviss 34 Mynd 2. Stunguóhöpp á Lsp. 1997 - Tildrög óhappa. Vegna slíkra óhappa hefur sýkingavarnanefnd á undan- förnum árum mælt gegn því að setja hulstur aftur á nál að notkun lokinni, heldur skal setja hana beint í nálaboxið. Það má þó færa rök fyrir því að það sé öruggara að nota hulstrið, ef það er lagt á borð og nálin þrædd inn í það með annarri hendi. Slíkt kæmi í veg fyrir að nálar stingjust í gegnum nálaboxin eða upp úr þeim yfirfullum og yllu þannig stunguóhöppum eins og hefur of oft komið fyrir. Kæruleysi í frágangi á nálum kemur því miður of oft fyrir. Óvarðar notaðar nálar hafa fundist í rúmi sjúklinga, á borðum, á gólfum, í líni uppi í þvottahúsi og í ruslapokum. Þær finnast yfirleitt á þann hátt að einhver stingur sig á þeim og sjaldnast er það sá sem notaði nálina. Þeir sem verða aðallega fyrir stungum frá slíkum nálum eru ræst- ingafólk, starfsfólk í þvottahúsi eða vaktmenn. Það er talsvert erfitt að taka á þessu máli, vegna þess að enginn vill viðurkenna að hann gangi ekki rétt frá áhöldum sem hann notar en óhöppin gerast, það er Ijóst. í Þvottahús Ríkisspítalanna berst á ári hverju mikið af allskyns munum og áhöldum bæði í líni frá sjúklingum og í vösum starfsmannafatnaðar. Má þar nefna penna, skart- gripi, skæri, plástursrúllur, þvottaföt, stethoscope, starfs- mannanælur að ógleymdum sprautum og nálum. Reynt hefur verið að taka á'þessu í áranna rás með misjöfnum árangri. Afleiðingar af þessum vinnubrögðum eru margskonar. Versta afleiðingin er vissulega stunguóhöpp starfsmanna, en einnig er um fjárhagslegt tjó'n að ræða. Má þar nefna kostnað upp á tugi þúsunda ár hvert þegar henda verður plástursrúllum sem berast með óhreina þvottinum, pennar skemma þvottinn ef þeir komast í þvottavélarnar, og að sjálfsögðu geta þvottavélarnar skemmst ef munir komast fram hjá árvökulum augum starfsfólks þvottahússins og berast inn í vélarnar með þvottinum. Ýmislegt hefur verið gert til að áminna starfsfólk um betri vinnubrögð, s.s. að halda sýningar á mununum, senda skriflegar áminningar á deildir og halda fundi með starfsfólki en með misjöfnum árangri. Á árinu 1996 ákváðu sýkingavarnahjúkrunarfræðingar að reyna nýja leið til að fá starfsfólk til að tæma vasa sína áður en fatnaður er sendur í þvott. Ljósmyndari spítalans var fenginn til að taka myndir af mununum sem bárust upp í þvottahús og útbúa vegg- spjöld til að hengja upp í fataskiptaherbergjum spítalans. Að sögn forstöðumanns þvottahússins virðast vegg- spjöldin hafa borið nokkurn árangur en þó leynast enn ýmsir hlutir í vösum starfsmannafatnaðar (mynd 3). Viltu ekki í vasa þína gá og vita hvort þar eitthvað er að sjá? Víst við værum þakklát þér ef þessa aðgát sýndir hér Sýkingavamamefnd Landspítalans Starfsfólk þvottahúss Mynd 3. Veggspjaid sem sýnir muni sem hafa fundist í vösum vinnufatnaðar í þvottahúsi Lsp. Af erlendum greinum er Ijóst að vandamálin virðast all- staðar vera þau sömu og allstaðar virðist vera erfitt að breyta hegðunarmynstri fólks jafnvel þótt þekking á or- sökum og afleiðingum stunguóhappa og áhættuvinnu- bragða sé meiri nú en var fyrir tuttugu árum. Fram til þessa dags er ekki vitað til þess að neinn starfsmaður á Landspítala hafi smitast af völdum HIV, hepa- titis B eða hepatitis C eftir stunguóhapp, aftur á móti hafa nokkrir orðið fyrir sýkingum af völdum baktería. Áhættan er ávallt fyrir hendi og því er nauðsynlegt er að hver og einn líti í eigin barm og reyni að vanda vinnubrögð- in ekki eingöngu til að verja sjálfan sig heldur ekki síður til að koma í veg fyrir að vinnubrögð hans skaði aðra starfs- menn. 162 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.